Síða 2 af 14

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstað: 9. Mar. 2007 14:21:10
eftir Offi
Góðir gestir, verið velkomnir að viðtækjunum. Þetta er þátturinn Korter dagsins.

Mestur hluti kortersins í dag fór í grufl. Ég er að byrja að púsla hjólastellinu saman og það kom á daginn að ekki er allt sem sýnist. Það kom annað úr pokunum en sýnt er á myndunum. Þetta á reyndar einkum við um bolta og rær. Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég þarf að hafa rær og fleira meðferðis að heiman á mánudag. Ég límdi þó krossviðarstyrkingar innan á hjólaskálarnar. Fleira er ekki á dagskrá þáttarins í dag. Eigið góða smíða- og flughelgi.

Mynd

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstað: 9. Mar. 2007 21:58:48
eftir Steinar
HVAÐ er þetta með smíðakalla og dagatöl?? Sýnist þetta vera rennilegir leggir......

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstað: 10. Mar. 2007 10:42:52
eftir Offi
[quote=Steinar]Sýnist þetta vera rennilegir leggir......[/quote]
Ertu þá að meina hjólastellið? :D Ahh... þú ert sennilega að meina hana Sophie Sandolo. Hún er atvinnumanneskja í golfi, blessunin, en drýgir annars rýrar tekjur með útgáfu dagatals.

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstað: 10. Mar. 2007 12:48:06
eftir Gaui
Og ég sem hélt að það væri ákveðið "dress code" í golfi. Það er nefnilega það sem hefur fælt mig frá go0lfinu: þessi afkáralegi klæðnaður sem golfarar draga á sig áður en þeir sveifla prikunum. Ef föngulegar stúlkur mega klæðast eins litlu og þær vilja og sína eins mikið hold og hver getur þolað, þá ætla ég að aka hægar framhjá golfvellinum næst ;)

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstað: 12. Mar. 2007 17:38:56
eftir Offi
Velkomin í þáttinn "Nýjasta smíði og límingar". Í þættinum í kvöld ætla ég að sýna smíði á nýjasta hátækni hjólabúnaði undir Edge 540T. Smíðin er einföld: Best er að taka það sem er nothæft úr pokanum og koma svo með nokkrar rær að heiman, ef vantar og skrúfa allt saman eftir leiðbeiningum. Afraksturinn er eins og myndin fyrir neðan sýnir. Fleira er ekki í þættinum í dag. Verið sæl.

Mynd

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstað: 12. Mar. 2007 19:36:09
eftir einarak
Og þegar vélin verður tilbúin, má með sanni segja að það hafi tekið korter að smíða hana. :D

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstað: 12. Mar. 2007 19:54:52
eftir Offi
Já... það er markmiðið... að taka bara korter í þetta! :lol:

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstað: 13. Mar. 2007 15:14:14
eftir Offi
Enn eitt korterið liðið. Þetta var snöggt korter, fannst mér. Ég náði að stilla stélvænginn, merkja og strippa klæðninguna af honum! Vips... korter farið. Fleira ekki gert í dag.

Mynd

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstað: 14. Mar. 2007 15:01:33
eftir Offi
Teipaði stélvænginn, blandaði lím, sullaði á, jafnaði út, tróð stélvæng í, þurrkaði og þreif, reif teip af... 15 mín. samtals.

Mynd

Mynd

Mynd

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstað: 15. Mar. 2007 13:06:52
eftir Offi
Jæja... þá er ég búinn að vinna í Korterinu í dag. Límdi hæðarstýrið á og skrúfaði hjólastellið undir. Fór létt með það.

Mynd

Mynd

Sé samt að ég verð að fara að taka til á skrifborðinu mínu!