Re: Grunnur fyrir Kolfíber?
Póstað: 1. Maí. 2007 19:28:37
Ég kíkti í lagerinn og rifjaði þá upp að ég hafði leitað í nokkrum apótekum þar til þeir í Rima apóteki áttu 100 ml með vörumerkinu "Gamla apótekið". Það var í glerflösku með tappa sem brotnaði fljótlega og innihaldið gufaði upp. Af einhverjum ástæðum henti ég ekki flöskunni.
Svo rakst ég á plastflösku með ágætum, ótilteknum slatta í hjá Skóvinnustofu Sigurbjörns í Austurveri. Það er merkt sem "hreinsiefni undir litanir" þeir selja nefnilega alls kyns dót til að lita leður og skó. Þetta er nefnilega hin fínasta sjoppa sem gerir við næstum hvað sem er og gerir það vel og fyrir sanngjarnt verð. Síðast settu þeir nýja beltissmellu á uppáhalds-mittisveskið mitt.
Báðar flöskurnar hafa stórletraðar viðvaranir um að forðast innöndun og um eldfimi og svo framvegis.
Svo rakst ég á plastflösku með ágætum, ótilteknum slatta í hjá Skóvinnustofu Sigurbjörns í Austurveri. Það er merkt sem "hreinsiefni undir litanir" þeir selja nefnilega alls kyns dót til að lita leður og skó. Þetta er nefnilega hin fínasta sjoppa sem gerir við næstum hvað sem er og gerir það vel og fyrir sanngjarnt verð. Síðast settu þeir nýja beltissmellu á uppáhalds-mittisveskið mitt.
Báðar flöskurnar hafa stórletraðar viðvaranir um að forðast innöndun og um eldfimi og svo framvegis.