Síða 2 af 2

Re: Trickle ofl

Póstað: 6. Maí. 2007 20:59:29
eftir kip
Ágúst ég keypti það beint frá Robbe í Austurríki http://at.robbe-online.net/rims_at.stor ... iew/1-8429
Mig minnir að þeir hafi tekið 18-20þús af kortinu og svo borgaði ég póstinum 7þús þegar það kom upp að dyrum, =ca 27.000
Það fylgir BID chip og hitamælir. Hitamælirinn er sérlega gagnlegur, maður þorir frekar að skjótast frá með svona hita cutoff fídus í gangi. Ef þið fáið ykkur svona, munið að kaupa PC snúruna með og einnig hleðslusnúru fyrir TX og RX, ég þurfti að búdda til hleðslusnúrur. Ef menn ætla að hlaða Lipo þá þarf að kaupa equalizer frá Robbe semmaður plöggar í þar til gert slott á Infinity 3
Takk fyrir urlið á batteryhandbókina, ég les hana.

Re: Trickle ofl

Póstað: 6. Maí. 2007 23:41:36
eftir Þórir T
ég hef alltaf skilið Trickle sem viðhaldshleðslu, þeas til að viðhalda batteríinu eftir að hleðslu líkur.,,, er það vitleysa???

Re: Trickle ofl

Póstað: 7. Maí. 2007 06:19:16
eftir Agust
Það er rétt skilið. Mörg tæki sem nota NiCd sem varaaflgjafa (t.d. neyðarlýsing) halda rafhlöðunum fullhlöðnum með trickle hleðslu sem er oft C/100. Ég held að menn eigi yfirleitt við um C/100 hleðslu þegar talað er um Trickle og C/10 þegar talað er um "Overnight" eða um 12-14 tíma hleðslu.

Nýja NiCd og NiMh rafhlöðupakka hleð ég stundum með C/10 lengur en 15 tíma, eða í t.d. 20 tíma einu sinni. Þannig fá allar sellurnar alveg fulla hleðslu í byrjun. Það skaðar þær ekki. Eftir það nota ég hraðhleðslutækið óspart.

Re: Trickle ofl

Póstað: 7. Maí. 2007 09:19:04
eftir kip
Þegar notað er BID chip á Infinity 3 þá er tricle straumurinn fastur í C/20, annars er hann stillanlegur.
Annars er hann stillanlegur, minnst 50mA (og náttla OFF líka). Hvernig er reikniformúlan bak við C/xx ?

Má ég nota litla 230v Futaba hleðslutækið mitt sem hleður á 75mA og fylgdi með nicad batterýum tx&rx, til þess að hlaða NIMH batterypökk?

Re: Trickle ofl

Póstað: 7. Maí. 2007 12:48:16
eftir Sverrir
Ef rafhlaða er 2000 mah þá er
1C = 2000 mah
C/10 = 200 mah
C/20 = 100 mah

Re: Trickle ofl

Póstað: 7. Maí. 2007 12:50:13
eftir kip
takk sverrir