Þegar ég sá þessa rauðu vera að þvo sér datt mér í hug að það væru ekki öll má á hreinu hjá henni. Því fór ég og fletti upp í Gúrúinum David Boddington og fann þessar tölur:
Lengd á flotum: 75-80% af skrokklengd módels.
Þrep á flotum: milli 45 og 55% af flotunum (á miðju)
Bil á milli flota: 25% af vænghafi (þá er módleið vel stöðugt)
Staðsetnig flota: þrep rétt fyrir aftan þyngdarpunkt.
Áfallshorn flota: 0° miðað við væng
Boddington skrifar:
"Á mynd 1 situr módlið kyrrt á vatninu. Þegar gefið er inn, þá fer módelið af stað og framendar flotanna lyftast upp úr vatninu eins og á mynd 2. Á flugtakskeyrslu halda flotin áfram að lyftast þar til þau komast ekki hærra eins og sést á mynd 3, en þá er bara þrepið og aftari fláinn enn í vatninu. Að lokum, ef þyngdarpunktur er fyrir framan þrepið, þá kinkar módelið fram og flotin plana eins og sést á mynd 4. Drag minnkar gríðarlega við þetta, hraði módelsins eykst mikið og það nær flughraða á skömmum tíma. Þegar örlítið er takið í hæðarstýrið lyftist módelið af vatninu og flýgur."
Það er mikilvægt að þyngdarpunkturinn sé örlítið fyrir framan þrepið til að módelið fari ekki að fljúga áður en flughraða er náð og flotin ná að plana. Ef þyngdarpunkturinn er fyrir aftan þrepið, þá rífur vélin sig upp um leið og flotin leggjast á aftari fláann (sjá mynd 3) og er þá tæplega að fljúga og "tippstollar" oní vatnið -- sem er ekki mjög gott.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði