Adrenaline 120

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Sælir aftur.

Einn af helstu kostum þess að eiga ung börn er, að þau veikjast stundum og þá þarf einhver að vera heima hjá þeim ;) Kennari Friðriku litlu hringdi í morgun og sagði að það yrði að ná í hana því hún væri með hita og vansæl. Hver haldiði að hafi verið sá eini sem komst.... hehe,,, bara ég :D

Nújæja. Hún hefur það ekki svo slæmt og ég get tekið svoldið til hendinni hérna.

Best að koma myndum gærkvöldsins á skerm.

Ég tók til við að setja inn eldsneytistankinn. Það fylgir fínn tankur, þykkveggja og sterkur en það þarf fyrir þennan mótor. Hann dælir nefnilega lofti inn í tankin til að pumpa eldsneyti inn og þrýstingurinn getur verið talsverður.
Mynd

Fittíngsið kom inni í tankinum og það var heilmikið maus að ná öllu út úr honum. Næstum verra en þegar maður var að ná smápeníngum fyrir nammi úr sparibauknum í gamla daga.
Mynd

Þar sem ég er ekki alveg viss enn hvernig ég ætla að tengja allt saman ákvað ég að setja alla þrjá stútana í tankinn. Það sem ég geri þó öðruvísi hér er að setja bæði áfyllingar og loftunarstútana upp í "þakið" á tankinum. Það skýri ég betur seinna.
Mynd

Ég lærði ðö hard vei að merkja stútana því það er meirihátta bögg ef tappinn snýst óvart þegar maður er að setja tankinn í og allt verður vitlaust án þess að maður fatti af hverju.
Mynd

Klönkið, þeas kúlan sem tekur upp eldsneytið úr botninum verður að geta hreyfst frítt og þess vegna þarf kúlan að vera amk 1/2 sentimetra frá botninum. Það er ekki nauðsynlegt heldur beinlínis hættulegt ef hún hreyfist fram í tankinn og því nota ég langa rörbútinn fyrir þá slöngu.
Maður tékkar að klönkinn sé frír og flækist ekki með því að hrista og djöflast í tankinum og bera hann upp í ljósið.
Mynd

Maður herðir síðan skrúfuna bara þéttíngsfast, alls ekki með skrúfuvél eða einhverjum kraftalátum því hálsinn á tankinum getur rifnað.
Hérna komst ég að því að ég varð að bíða með að herða tappann þar til hann var kominn í eldveggsgatið því gúmmíið bólgnar og gatið passar akkúrat. Ekkert mál en því mikilvægara að stútarnir séu merktir svo þetta snúi rétt hjá manni.
Sætið fyrir tankinn passar ekki almennilega, það er of lágt. Ég hef undanfarið notað sílíkonkítti til að setja tanka í og finnst það gefast vel. Maður getur látið það mynda "puða" fyrir tankinn að sitja á.
Mynd

Og svo set ég smá kringum hálsinn og framhliðina til að fylla. Kosturinn við þetta miðað við límkítti er að það er auðvelt að ná tankinum úr og hreinsa þetta burt ef þarf.
Mynd

Hér er svo tankurinn kominn í og búið að herða tappann...
Mynd

og bleyta puttann og maka og forma sílíkonpúðann undir tankinum og til hliðanna
Mynd

Vandamálið með þetta bévítans kítti er að það geymist ekkert. Þessi eina túpa sem ég átti er bara 2-3 mánaða gömul og orðin grjóthörð. Ég skar hana upp í fýlukastinu og viti menn, inni í henni miðri var kjarni af nothæfu gumsi. Til allrar hamingju eru nú til minni túpur svo maður þarf ekki að kaupa stærðar pressutúpu fyrir eina tankísetningu.
Mynd

Svo til að fullkomna sköpunarverkið skorða ég frauðplastkodda til að hindra hreyfingar tanksins fullkomlega. Þetta er þessi seiga létta tegund af frauðplasti sem gerð er úr pólýprópýleni, ekki þetta klassíska stökka stýrófóm.
Þetta frauðplast er þyngdar sinnar virði í gulli fyrir módelmenn. Maður á að geyma svona plast ef maður kemst yfir það því það er svo margt sem maður getur notað það í.
Mynd
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég var nú ekki alveg búinn í gær svo ég tyllti mótornum aftur í og kom fyrir eldsneytisgjafarstýrisvélinni (pjúff!! hvílíkt orð...)
Það fylgir með 2mm stálgöndulteinn sem maður á víst að nota í þetta en manjúallinn er afskaplega dulur um það hvernig maður fari að því. Það er ekki mikið pláss fyrir aftan blöndunginn sem er aftaná mótornum svo maður þarf annaðhvort að hafa stórt gat í eldveggnum svo þessi meðfygljandi gaur geti hrefyst svolítið eða þá hafa eitthvað sem getur fjaðrað. Ég fann stífan en fjaðrandi stálvír sem ég hafpi notað áður og nælonrör sem passaði mátulega utanum. Svo bara einfalda Z-beygju til að tengja þetta á blöndungsarminn því það er ekki pláss fyrir gaffal og mér finnst þetta mun öruggara en eitthvað stilliskrúfu-dæmi þarna. Mikilvægt að vírinn sé fjaðrandi stífur, ekki deigur. Rörið (gula) er fest í gatinu með þykku sýrulími.
Mynd

Og hér situr svo Hitec 326 stýrisvélin og vírinn er festur á stuttan arminn með einmitt stilliskrúfu-dæmi sem mér dettur ekki í hug gott nafn á. Á ensku heitir það "Screw lock pushrod connector". Armurinn er hafður jafn stuttur eða jafnvel aðeins styttri en armurinn á blöndungnum til þess að nýta hreyfinguna (e. travel) í stýrisvélinni. Ekki gleyma gengjulíminu á þetta!
Ef maður er með lengri arm þá þarf maður að minnka verulega hreyfinguna í stýrisvélinni og þar með minnka "upplausnina" þeas það verða grófari hreyfingar. Kannski skiptir þetta ekki svo miklu og þó, það er mikilvægt í nákvæmnisflugi að hafa nákvæma hraðastýringu á mótornum, edkki síst í 3D flugi.
Mynd

Svo fyrst ég var í stuði þá fór glænýtt kerti í mótorinn og ég stillti ventlana. Þetta þarf maður að gera reglulega á öllum fjórgengisvélum sem eru með þennan búnað. Ef maður passar þetta ekki svona tvisvar á vertíð þá koma gangtruflanir eins og bréf með póstinum.
Þetta er frekar einfalt. Maður tekur ventlalokið af, passar vel að skemma ekki pakknínguna (maður ætti alltaf að eiga varapakkningu). Maður snýr skrúfuöxlinum þangað sem þjöppunin er mest (TDC= "top dead center") þeas þar sem báðir ventlarnir eru lokaðir sem maður sér líka á því að báðir rokkerarnir eru ekki að ýta ventlunum niður.
Svo losar maður róna á öðrum rokkernum og notar skrúfjárn til að stilla bilið og þreifar með "fölernum" (sem er málmþynna af ákveðinni þykkt, hér 0,05 mm) milli ventilastangarinnar (þar sem gormurinn er) og rokker-armsins. Það er gefið upp í manjúal mótorsins hvað millibilið á að vera. Í þessum er 0,04 - 0,1mm hæfilegt. Þegar rokkerinn rétt tyllir á fölerinn er maður á réttum stað og heldur þá við með skrúfjárninu og herðir rónna. Svo prófar maður aftur með fölernum sem á að vera hægt að renna þarna á milli og finna að bilið bara rétt grípur í.
Mynd
Skýringar:
1= Undirlyftuarmur sem knastásinn lyftir og ýtir á rokkerarminn
2= Herðiró fyrir stilliskrúfuna. 5mm opinn lykil þarf til að taka á henni.
3= Stilliskrúfa snúið með skrúfjárni.
4=Rokkerarmur sem ýtir niður ventlinum (opnar hann) þegar undirlyftuarmurinn ýtir undir hann.
5=ventilstöngin með gorm utanum sem lokar ventlinum þegar rokkerinn sleppir.
6= "Föler" (úr dönsku og þýðir "þreifari")

Svo er hér að lokum gáta:
Hvað ætla ég að gera við þennan álvinkil sem er merktur með spurningamerki á myndinni hér fyrir ofan?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir kip »

Þú ætlar að festa áfyllingarventil á álvinkilinn eða krana? :)
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Gaui »

Hæ Maggi

[quote=maggikri]Gaui. Það er hægt að fá svona ódýra lasera í ódýru verkfærabúðunum eins og Verkfæralagernum. Þeir eru þræl sniðugir t.d eins og á þessari mynd þar sem taka þarf þyngdarpunktinn á flotvélum.[/quote]
Ég verð að kíkja í ódýra (sumir segja einnota) verfæralagerinn eða jafnvel Húsó/Býko og sjá hvað er til.

[quote=maggikri]Það er aldeilisspan á Birninum. Hann æðir áfram með látum.[/quote]
Gallið við þennan æðibunugang er að kallinn er ekki að smíða réttu vélina!
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gaui]Gallið við þennan æðibunugang er að kallinn er ekki að smíða réttu vélina![/quote]
Hárrétt! :D

Þetta er reyndar búið að blunda í mér lengi, að dókúmentera allt þetta sem ég hef lært í ARF-asmíði bæði til þess að fá komment og tillögur um úrbætur og til að gagnast öðrum, ekki síst nýliðunum sem mér er sérstaklega annt um.
svo er þetta svoldið skemmtilegt eins og þú veist Gaui.

Cheers.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Offi »

Það er ekki laust við að þetta sé svona heldur ítarlegra en í Korterinu. En þetta er frábær þráður, maður lærir helling af þessu þegar lýsingarnar eru svona góðar.
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Steinar
Póstar: 180
Skráður: 8. Jan. 2006 22:47:28

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Steinar »

[quote=Björn G Leifsson]Og hér situr svo Hitec 326 stýrisvélin og vírinn er festur á stuttan arminn með einmitt stilliskrúfu-dæmi sem mér dettur ekki í hug gott nafn á. Á ensku heitir það "Screw lock pushrod connector".[/quote]
Við í sveitinni köllum svona tengi alltaf "ísí tengi" (EZ-Connector).

Svo var líka svo auðvelt að stilla allt þegar mar átti bara skysport 6 stýringu, ekki neitt digital dót.

http://www.nemhobby.com/product_info.ph ... e98ab50ace
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Gaui K »

[quote=Björn G Leifsson][quote=Gaui]Gallið við þennan æðibunugang er að kallinn er ekki að smíða réttu vélina![/quote]
Hárrétt! :D

Þetta er reyndar búið að blunda í mér lengi, að dókúmentera allt þetta sem ég hef lært í ARF-asmíði bæði til þess að fá komment og tillögur um úrbætur og til að gagnast öðrum, ekki síst nýliðunum sem mér er sérstaklega annt um.
svo er þetta svoldið skemmtilegt eins og þú veist Gaui.

Cheers.[/quote]
Sammála offa Þetta er frábær þráður og málið er að maður getur alltaf lært þó að maður væri búen að vera í þessum bransa í töttugu og femm ár!
Er að fara að fjárfesta í leiser og kanski bara líka þreifara:)

kv,Gaui K.
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Offi »

Töttögö og femm ár? Það eru 3.285.000 korter!!! Hvað áttu eiginlega margar vélar?????
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Sverrir »

Varstu nokkuð að nota 15 í staðinn fyrir 4 í klukkutímanum og 365 í staðinn fyrir 365,25 í árinu ? :D
Ég get nefnilega ómögulega fengið meira en 876.600 korter út úr þessu ;)
Icelandic Volcano Yeti
Svara