Re: Adrenaline 120
Póstað: 25. Maí. 2007 12:46:22
Sælir aftur.
Einn af helstu kostum þess að eiga ung börn er, að þau veikjast stundum og þá þarf einhver að vera heima hjá þeim Kennari Friðriku litlu hringdi í morgun og sagði að það yrði að ná í hana því hún væri með hita og vansæl. Hver haldiði að hafi verið sá eini sem komst.... hehe,,, bara ég
Nújæja. Hún hefur það ekki svo slæmt og ég get tekið svoldið til hendinni hérna.
Best að koma myndum gærkvöldsins á skerm.
Ég tók til við að setja inn eldsneytistankinn. Það fylgir fínn tankur, þykkveggja og sterkur en það þarf fyrir þennan mótor. Hann dælir nefnilega lofti inn í tankin til að pumpa eldsneyti inn og þrýstingurinn getur verið talsverður.
Fittíngsið kom inni í tankinum og það var heilmikið maus að ná öllu út úr honum. Næstum verra en þegar maður var að ná smápeníngum fyrir nammi úr sparibauknum í gamla daga.
Þar sem ég er ekki alveg viss enn hvernig ég ætla að tengja allt saman ákvað ég að setja alla þrjá stútana í tankinn. Það sem ég geri þó öðruvísi hér er að setja bæði áfyllingar og loftunarstútana upp í "þakið" á tankinum. Það skýri ég betur seinna.
Ég lærði ðö hard vei að merkja stútana því það er meirihátta bögg ef tappinn snýst óvart þegar maður er að setja tankinn í og allt verður vitlaust án þess að maður fatti af hverju.
Klönkið, þeas kúlan sem tekur upp eldsneytið úr botninum verður að geta hreyfst frítt og þess vegna þarf kúlan að vera amk 1/2 sentimetra frá botninum. Það er ekki nauðsynlegt heldur beinlínis hættulegt ef hún hreyfist fram í tankinn og því nota ég langa rörbútinn fyrir þá slöngu.
Maður tékkar að klönkinn sé frír og flækist ekki með því að hrista og djöflast í tankinum og bera hann upp í ljósið.
Maður herðir síðan skrúfuna bara þéttíngsfast, alls ekki með skrúfuvél eða einhverjum kraftalátum því hálsinn á tankinum getur rifnað.
Hérna komst ég að því að ég varð að bíða með að herða tappann þar til hann var kominn í eldveggsgatið því gúmmíið bólgnar og gatið passar akkúrat. Ekkert mál en því mikilvægara að stútarnir séu merktir svo þetta snúi rétt hjá manni.
Sætið fyrir tankinn passar ekki almennilega, það er of lágt. Ég hef undanfarið notað sílíkonkítti til að setja tanka í og finnst það gefast vel. Maður getur látið það mynda "puða" fyrir tankinn að sitja á.
Og svo set ég smá kringum hálsinn og framhliðina til að fylla. Kosturinn við þetta miðað við límkítti er að það er auðvelt að ná tankinum úr og hreinsa þetta burt ef þarf.
Hér er svo tankurinn kominn í og búið að herða tappann...
og bleyta puttann og maka og forma sílíkonpúðann undir tankinum og til hliðanna
Vandamálið með þetta bévítans kítti er að það geymist ekkert. Þessi eina túpa sem ég átti er bara 2-3 mánaða gömul og orðin grjóthörð. Ég skar hana upp í fýlukastinu og viti menn, inni í henni miðri var kjarni af nothæfu gumsi. Til allrar hamingju eru nú til minni túpur svo maður þarf ekki að kaupa stærðar pressutúpu fyrir eina tankísetningu.
Svo til að fullkomna sköpunarverkið skorða ég frauðplastkodda til að hindra hreyfingar tanksins fullkomlega. Þetta er þessi seiga létta tegund af frauðplasti sem gerð er úr pólýprópýleni, ekki þetta klassíska stökka stýrófóm.
Þetta frauðplast er þyngdar sinnar virði í gulli fyrir módelmenn. Maður á að geyma svona plast ef maður kemst yfir það því það er svo margt sem maður getur notað það í.
Einn af helstu kostum þess að eiga ung börn er, að þau veikjast stundum og þá þarf einhver að vera heima hjá þeim Kennari Friðriku litlu hringdi í morgun og sagði að það yrði að ná í hana því hún væri með hita og vansæl. Hver haldiði að hafi verið sá eini sem komst.... hehe,,, bara ég
Nújæja. Hún hefur það ekki svo slæmt og ég get tekið svoldið til hendinni hérna.
Best að koma myndum gærkvöldsins á skerm.
Ég tók til við að setja inn eldsneytistankinn. Það fylgir fínn tankur, þykkveggja og sterkur en það þarf fyrir þennan mótor. Hann dælir nefnilega lofti inn í tankin til að pumpa eldsneyti inn og þrýstingurinn getur verið talsverður.
Fittíngsið kom inni í tankinum og það var heilmikið maus að ná öllu út úr honum. Næstum verra en þegar maður var að ná smápeníngum fyrir nammi úr sparibauknum í gamla daga.
Þar sem ég er ekki alveg viss enn hvernig ég ætla að tengja allt saman ákvað ég að setja alla þrjá stútana í tankinn. Það sem ég geri þó öðruvísi hér er að setja bæði áfyllingar og loftunarstútana upp í "þakið" á tankinum. Það skýri ég betur seinna.
Ég lærði ðö hard vei að merkja stútana því það er meirihátta bögg ef tappinn snýst óvart þegar maður er að setja tankinn í og allt verður vitlaust án þess að maður fatti af hverju.
Klönkið, þeas kúlan sem tekur upp eldsneytið úr botninum verður að geta hreyfst frítt og þess vegna þarf kúlan að vera amk 1/2 sentimetra frá botninum. Það er ekki nauðsynlegt heldur beinlínis hættulegt ef hún hreyfist fram í tankinn og því nota ég langa rörbútinn fyrir þá slöngu.
Maður tékkar að klönkinn sé frír og flækist ekki með því að hrista og djöflast í tankinum og bera hann upp í ljósið.
Maður herðir síðan skrúfuna bara þéttíngsfast, alls ekki með skrúfuvél eða einhverjum kraftalátum því hálsinn á tankinum getur rifnað.
Hérna komst ég að því að ég varð að bíða með að herða tappann þar til hann var kominn í eldveggsgatið því gúmmíið bólgnar og gatið passar akkúrat. Ekkert mál en því mikilvægara að stútarnir séu merktir svo þetta snúi rétt hjá manni.
Sætið fyrir tankinn passar ekki almennilega, það er of lágt. Ég hef undanfarið notað sílíkonkítti til að setja tanka í og finnst það gefast vel. Maður getur látið það mynda "puða" fyrir tankinn að sitja á.
Og svo set ég smá kringum hálsinn og framhliðina til að fylla. Kosturinn við þetta miðað við límkítti er að það er auðvelt að ná tankinum úr og hreinsa þetta burt ef þarf.
Hér er svo tankurinn kominn í og búið að herða tappann...
og bleyta puttann og maka og forma sílíkonpúðann undir tankinum og til hliðanna
Vandamálið með þetta bévítans kítti er að það geymist ekkert. Þessi eina túpa sem ég átti er bara 2-3 mánaða gömul og orðin grjóthörð. Ég skar hana upp í fýlukastinu og viti menn, inni í henni miðri var kjarni af nothæfu gumsi. Til allrar hamingju eru nú til minni túpur svo maður þarf ekki að kaupa stærðar pressutúpu fyrir eina tankísetningu.
Svo til að fullkomna sköpunarverkið skorða ég frauðplastkodda til að hindra hreyfingar tanksins fullkomlega. Þetta er þessi seiga létta tegund af frauðplasti sem gerð er úr pólýprópýleni, ekki þetta klassíska stökka stýrófóm.
Þetta frauðplast er þyngdar sinnar virði í gulli fyrir módelmenn. Maður á að geyma svona plast ef maður kemst yfir það því það er svo margt sem maður getur notað það í.