Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018
Póstað: 6. Okt. 2018 17:50:21
[quote=Agust]Er þetta sama og Viking Race sem eitt sinn var haldið á Íslandi?[/quote]
Já og nei! Viking Race var óformlegt heimsmeistaramót á meðan þetta er formlegt heimsmeistaramót innan vébanda FAI... að því sögðu er þetta auðvitað sama mótið bara með flottara (umdeilanlegt) nafni og fleiri keppnisdögum. Bendi einnig á þessa frásögn frá fyrsta Viking Race mótinu.
* * *
German Open 2018 - Dagur 1
Dagurinn byrjaði snemma þar sem við þurftum að vera klárir fyrir keppnisfund sem byrjaði kl. 8. Þegar búið var að messa yfir mannskapnum og úthluta keppnissmekkum þá var haldið sem leið lá í Goorer Berg.
Ekki var miklum vindi fyrir að fara og svokallaður undanfari(e. zero-pilot*) náði ekki inn í hliðið eftir ræsingu, innan 30 sekúndna, svo hann var ræstur aftur og náði þá innan tímans en ekki var yfirferðin mikil þar sem vindurinn var í kringum 3,3 m/s. Keppnin var því sett og var Sverrir fyrstur af stað en hann var fjórði í rásröðinni, Erlingur var strax á eftir honum en Guðjón var númer 39 í loftið.
Þegar 16 keppendur voru eftir í fyrstu umferð var henni slegið á frest um stundarsakir þar sem vindurinn fór undir 3 m/s í meira en 30 sekúndur og kom ekkert upp aftur næstu klukkutímana. Um þrjú leytið var ákveðið að halda til Kreptitz (Windtunnel) og átti að reyna að klára umferðina þar en það tókst ekki. Verður því fyrsta umferðin kláruð í fyrramálið og er búið að flýta mætingu út í brekku til 8:30 af þeim sökum.
Við fórum því flognir og óskemmdir heim á hótel að safna kröftum fyrir morgundaginn en þá er von á meiri vindi og flogið verður frá 8:30 til 15. Klukkan 17 verður svo liðsstjórafundur og klukkan 20 verður heimsmeistaramótið sett í beinni útsendingu, fylgist með á vef mótsins (http://wm2018.f3f.de/?page_id=346) en útsending hefst kl. 19 (17 að íslenskum tíma) á morgun 7. október.
* In order to increase fairness towards the first pilots in the morning of each day, we will assign a “zero-pilot” to fly the task test-wise without score. The nation the zero-pilot comes from will be drawn randomly. The particular pilot will be appointed by the re-spective TM.
Sjá fleiri myndir.
Já og nei! Viking Race var óformlegt heimsmeistaramót á meðan þetta er formlegt heimsmeistaramót innan vébanda FAI... að því sögðu er þetta auðvitað sama mótið bara með flottara (umdeilanlegt) nafni og fleiri keppnisdögum. Bendi einnig á þessa frásögn frá fyrsta Viking Race mótinu.
* * *
German Open 2018 - Dagur 1
Dagurinn byrjaði snemma þar sem við þurftum að vera klárir fyrir keppnisfund sem byrjaði kl. 8. Þegar búið var að messa yfir mannskapnum og úthluta keppnissmekkum þá var haldið sem leið lá í Goorer Berg.
Ekki var miklum vindi fyrir að fara og svokallaður undanfari(e. zero-pilot*) náði ekki inn í hliðið eftir ræsingu, innan 30 sekúndna, svo hann var ræstur aftur og náði þá innan tímans en ekki var yfirferðin mikil þar sem vindurinn var í kringum 3,3 m/s. Keppnin var því sett og var Sverrir fyrstur af stað en hann var fjórði í rásröðinni, Erlingur var strax á eftir honum en Guðjón var númer 39 í loftið.
Þegar 16 keppendur voru eftir í fyrstu umferð var henni slegið á frest um stundarsakir þar sem vindurinn fór undir 3 m/s í meira en 30 sekúndur og kom ekkert upp aftur næstu klukkutímana. Um þrjú leytið var ákveðið að halda til Kreptitz (Windtunnel) og átti að reyna að klára umferðina þar en það tókst ekki. Verður því fyrsta umferðin kláruð í fyrramálið og er búið að flýta mætingu út í brekku til 8:30 af þeim sökum.
Við fórum því flognir og óskemmdir heim á hótel að safna kröftum fyrir morgundaginn en þá er von á meiri vindi og flogið verður frá 8:30 til 15. Klukkan 17 verður svo liðsstjórafundur og klukkan 20 verður heimsmeistaramótið sett í beinni útsendingu, fylgist með á vef mótsins (http://wm2018.f3f.de/?page_id=346) en útsending hefst kl. 19 (17 að íslenskum tíma) á morgun 7. október.
* In order to increase fairness towards the first pilots in the morning of each day, we will assign a “zero-pilot” to fly the task test-wise without score. The nation the zero-pilot comes from will be drawn randomly. The particular pilot will be appointed by the re-spective TM.
Sjá fleiri myndir.