Síða 2 af 3
Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn
Póstað: 2. Júl. 2007 20:36:46
eftir Offi
Hárrétt hjá þér, Sverrir! Um gæði Gyllts Víkings þarf ekkert að ræða. Þau eru vel þekkt, enda verðlaunaður mjöður. Hins vegar á ekki að nota vökvann í smíðina, heldur umbúðirnar!
Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn
Póstað: 2. Júl. 2007 20:43:53
eftir Offi
Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn
Póstað: 2. Júl. 2007 21:35:15
eftir Offi
Svona meðan ég var að drolla yfir imbanum, þá tók ég mig til og merkti rifin sem ég ætla að skera eftir. Ég setti 11 merki með jöfnu millibili á þau og þannig verður hægt að tryggja að skurðurinn fari hlutfallslega jafnhratt yfir bæði rifin, þrátt fyrir mismunandi stærð. Þannig á vængurinn að verða réttur.
Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn
Póstað: 2. Júl. 2007 22:25:31
eftir Björn G Leifsson
PVC rör og fittings, fást í vatnsvirkjanum. Eru reyndar dökkgrá en það gerir varla til, er það nokkuð.
Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn
Póstað: 2. Júl. 2007 22:38:20
eftir Offi
Það hefði nú verið betra að hafa þau gyllt, en þetta ætti að sleppa!
Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn
Póstað: 3. Júl. 2007 18:25:30
eftir Offi
Nú er ég búinn að smíða þennan forláta frauðskera og hann svínvirkar. Ég fékk gráu rörin sem Björn nefnir hérna á undan og gerði þessa græju hérna:
Glöggir menn taka líka eftir því að plöturnar eru orðnar grænar. Ég fór semsagt aftur í Tempru og fékk þrýstieinangrun (XPS). Það er mun þéttara, sterkara og seigara efni, án þess að vera nokkuð þyngra að gagni. En það er líka erfiðara að skera það. Ég þarf að fá meira fútt (straum, amper, volt eða eitthvað) í skerann minn núna.
Ég gat samt ekki stillt mig og skar út vængformin í grófum dráttum. Svo stillti ég þau af saman, setti sléttar plötur við báða enda og skar þá báða í einu með skeranum góða. Hann réði við það, enda þykktin bara 10 cm. Ég þarf samt að verða mér útum einhvern aflgjafa með meira fútti áður en ég sker vænginn á lengdina.
Nú eru 2 spurningar til ykkar lærðu manna. Hvernig límir maður svona einangrun saman? Ég man í gamla daga að Jötungrip og annað kontaktlím leysti plastið upp. Hins spurningin er sú hvort borgi sig að hafa yfirborðið alveg slétt eða smá hrjúft?
Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn
Póstað: 3. Júl. 2007 19:39:08
eftir Gaui
Það borgar sig alltaf að hafa sem sléttast -- þá er minna að slétta eftirá.
Til að líma frauð notar þú annað hvort epoxý lím eða polyúretan lím, sem freyðir og gengur inn í frauðplastið. Ef þú ætlar að klæða á vænginn með balsa, þá er best að líma hann með PÚ lími.
Athugaðu að þegar þú setur rifin á frauðpalstið, þá er tvent sem þarf að hafa í huga:
1: rendurnar á rifjunum þurfa að vera rennisléttar því annar stoppar vírinn og þá kemur skurður
2: annað hvort fremsti eða aftasti (eða báðir) hlutar rifsins þurfa að standa út undan frauðplastinu því þú verður að geta lagt vírinn á áður en þú byrjar að skera. Best er að láta rifið standa bæði framundan og afturundan og síðan setja balsalista á frambrúnina og afturbrúnina. Þá verða þær stekari.
3; ÓK, þrent: þúi þarft að bora göt á rifin fyrir nagla sem þú notar til að festa þau á plastið. Það er betra en að nota teppalímband.
4: Já, ég veit, ég kann ekki að telja: þú þarft að merkja áfallslínnu rifsins á plastið og passa að rifið sitji nákvæmlega rétt á henni. Götin gera það auðvelt.
Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn
Póstað: 3. Júl. 2007 19:43:34
eftir Gaui
Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn
Póstað: 3. Júl. 2007 20:06:42
eftir Offi
Góður! Takk fyrir þetta. Annars er ótrúlega lítið af holrýmum í þessu plasti. En ég ætla semsagt að klæða hann með áli og ekki balsa... álið er málið, ekki síst fallegu áldósirnar frá Víking. Ég hef alltaf verið hrifinn af þessum gylltu dósum.
En svona vegna
beggja kommentana þinna:
1: Ég er búinn að pússa kantana á rifjunum rennslétta. Það ætti að ganga eins og smurt.
2: Aftasti hlutinn verður á endanum á frauðinu. Hafði hugsað mér að byrja þar.
3: Skjöldur benti mér einmitt á naglabrelluna og hana ætla ég að nota
4: Ég ætla að vanda mig alveg rosalega við að merkja rifin á plastið. Skjöldur benti mér að auki á að snúa litla rifinu um ca 2° upp að aftan, svo vængurinn verði þægur og góður á flugi og tipstalli síður.
Ég er annars byrjaður að afla mér efnis í klæðningu, svona af því að það er þessi fíni grilldagur!
Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn
Póstað: 4. Júl. 2007 15:47:48
eftir Offi
Ég lagðist í smá tilraunastarfsemi, svona rétt til að sleppa inn úr þessu óveðri sem geysar úti. Ég prófaði að raðtengja tvö svona neyðarstört og mér sýnist á öllu að það gefi mér nóg fútt (straum, amper, volt eða eitthvað) til að skera plastið. Ég ætla allavega að gera tilraunir þegar ég er búinn að hlaða báðar græjurnar upp í topp.
Svo eru límtilraunir að hefjast. Ég vil jú ekki að klæðningin flettist af vængnum á flugi. Ég prófaði að setja smá klessu af kontaktlími á frauðið og þurrkaði hann af eftir 30 sek. Það fór eins og mig grunaði, plastið bráðnaði undan líminu. Þá er bara að prófa önnur lím. Það er einkum spurning um hvaða lím loðir við álið. Kontaktlímið hefði verið fínt þar og líklega nota ég það til að líma saman álið. Ætli ég verði ekki að fórna nokkrum dósum í tilraunastarfsemi!