Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn

Póstur eftir Offi »

Það er ekki hægt að vera aðgerðalaus á smíðafrontinum. Ég var að tilkeyra Korterið um daginn og þá dró Haraldur fram þennan forláta Zagi væng. Ég gat ekki annað en fallið fyrir þessu. Ég fann teikningar á netinu og nota formið þaðan, en hann verður úr frauði, líkt og vængurinn hans Haraldar, en ekki balsa, líkt og teikningarnar gera ráð fyrir.

Ég byrjaði á að prenta út teikninguna. Vænghafið er 120 cm.

Mynd

Í morgun fór ég svo í það ágæta fyrirtæki Tempru og þeir voru svo almennilegir að gefa mér EPS frauð sem myndi duga mér í 6 - 8 svona vængi, sýnist mér. Svo er eftir að leysa það hvernig ég sker það í réttan vængprófíl. Það er ekki vandamál, það er bara verk sem maður leysir!

Ég er búinn að ákveða litaskemað á vængnum, enda gefur nafnið sitthvað til kynna. Það verður semsagt svona:

Mynd

Það þarf rétt um kassa af Víking til að klæða vænginn. Ég leggst í efnisöflun af krafti um næstu helgi, enda ómögulegt að gera það af einhverju viti í miðri viku þegar maður er að vinna! Ég kem líka til með að samnýta efnisöflun og ebayskoðun, enda vantar mig almennilegan brushless mótor sem getur borið Gyllta Víkinginn upp í upphæðir. :cool:

Já, þetta eru spennandi tímar.
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn

Póstur eftir Björn G Leifsson »

EPS þýðir Expanded Poly-Styrene. Það er þetta venjulega frauðplast sem við þekkjum úr byggingabransanum. Það sem maður sér oftast notað í svona flygildi er EPP eða Expanded Poly-Propylene sem er mun seigara og minna brothætt. Vængurinn hans Haraldar er úr því.
Það er auðvitað hægt að byggja svona væng úr EPS en styrkurinn er ekki sá sami. Ég mundi íhuga einhvers konar styrktarbita í plastið og þá kemur kolfíber upp í hugann.

Það er alveg svaðalega seigt og hægt að búa til ansi þolin flygildi úr því.
Það hefur þann ókost að það er erfitt (en ekki ómögulegt) að líma það en það er nánast óbrjótanlegt. Ég er lengi búinn að leita að uppsprettu slíks undraefnis hér á Íslandi en það er bara alls ekki fáanlegt.
Eina leiðin sem ég hef fundið til að nálgast búta af einhverju svipuðu er í pakkningum þar sem það er notað í fylingu, t.d. utanum sjónvarpstæki.
Þeir sem framleiða frauðplast hér (Tempra til dæmis) segja að það sé svo sem ekkert mál að búa til svona en það sé enginn að gera það því markaðurinn er enginn. Jafnvel Iðntæknistofnun gat ekki hjálpað mér.

Ef einhver getur fundið almennilegar blokkir af svona efni þá í guðana bænum passið það eins og gull.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn

Póstur eftir Sverrir »

Þá byrjar fjörið, verður þessi kölluð Timburmennirnir eða jafnvel HangOver upp á enskuna :D

Er ekki spurning að skreppa upp í Vífilfell og athuga hvort þeir vilji ekki gefa þér eins og 30 dósir, þetta verður jú fljúgandi auglýsing fyrir þá.
Ef vel til tekst sé ég auglýsingarnar fyrir mér.

"Ófeigur notar einungis gæða hráefni frá Viking við smíði vélanna sinna"
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Helgi Helgason
Póstar: 80
Skráður: 8. Jún. 2006 21:37:13

Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn

Póstur eftir Helgi Helgason »

Ég sé þetta nú öðruvísi.

Þú svífur um eftir einn Víking

svo kemur mynd af vængnum flúgandi um á Arnavelli (annað útsýni hentar ekki´svona auglýsingu. :lol:
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn

Póstur eftir Offi »

"Gyllti Víkingurinn er smíðaður samkvæmt aldagamalli aðferð"

Jújú, auðvitað finnst mér að maður ætti að vera sponsaður með eins og einu bretti af Víking. Hvaða bjórtegund er á vængnum er kannski ekki heilagt, en mér rann samt blóðið til skyldunnar, þar sem Víking er auðvitað bæði norðlenskur og mjög góður... rétt eins og ég.

Þetta er þéttasta EPS plastið sem þeir voru með, 25 kg/m3. Ég hafði hugsað mér að setja styrkingar í vænginn að ofan og neðan, þunna en samt nokkuð stífa T-bita úr plasti. Svo stífa ég þetta með fíberteipi. Ef þetta gengur ekki, þá ætla ég að nota þrýstieinangrun, sem fæst líka hjá Tempra. Þetta verður bara skemmtileg tilraunastarfsemi.
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Lofar góðu. Ég kannski fer líka í gang með svona tilraun. Á meira að segja brössless mótor sem ég held að gæti gengið í þetta.

"Eftir einn ei krassi neinn".... er það ekki?

Geturðu prentað þessar teikningar í réttri stærð?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn

Póstur eftir Offi »

[quote=Björn G Leifsson]"Eftir einn ei krassi neinn".... er það ekki?[/quote]
Fáðu þér tvo og krassaðu svo... og fáðu þér þrjá og krassaðu þá!
[quote=Björn G Leifsson]Geturðu prentað þessar teikningar í réttri stærð?[/quote]
Að sjálfsögðu. Teikningin kom í skala, vænghaf 120 cm. Það var bara að opna þetta og ýta á print!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn

Póstur eftir kip »

[quote=Offi]Það þarf rétt um kassa af Víking til að klæða vænginn.[/quote]
Mér finnst þú leita langt yfir skammt þar sem þú býrð í hreppi höfuðstöðva EGILS!!
Viking sullið er framleitt hér á Akureyri og ættir þú að sjá sóma þinn í að nota betri vöru sem er Egils Sterkur ;)

Mynd

Egils Sterkur er bjórinn sem uppfyllir kröfur þeirra sem vilja bragðgóðan, íslenskan lagerbjór með miklu áfengismagni. Oft vill aukið áfengismagn koma niður á bragðgæðum bjórs, en Egils Sterkur ber það ekki með sér að innihalda 6,2% áfengi af rúmmáli, bjór sem þarf að neyta með varúð.

Egils Sterkur fæst í 0,5 L dósum.

ATH. þetta er ekki áfengisauglýsing heldur umræða um staðreyndir bjórs.
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn

Póstur eftir Offi »

Nei, Diddi karlinn, svona sull læt ég ekki í minn vandláta trant, hvað þá á gullfuglinn. Hvað ríkulegt áfengismagn snertir, þá sé ég það ekki sem neinn bónus. Það gefur svona þunnum bjór eins og þessum remmu sem fellur ekki að mínum bragðlaukum. Það munar heldur ekki nema 0,6 prósentum, svo það er tæpast úrslitaatriði. Mér líst heldur ekki á bjór sem maður þarf að neyta með varúð!

Þetta glundur fer aldrei á flug, Diddi minn. Víking skal það vera!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Zagi 12 - Gyllti Víkingurinn

Póstur eftir Sverrir »

Allar umræður um gæði bjórs, styrkleika, kosti og hvað annað sem mönnum dettur í hug skal ræða utan þessa spjallborðs, mæli með flughelginni á Akureyri þar sem þið getið gert hávísindalegan samanburð á bjórnum, viss um að nóg finnst af áhugasömum tilraunadýrum ;)
Icelandic Volcano Yeti
Svara