Ég byrjaði á að prenta út teikninguna. Vænghafið er 120 cm.

Í morgun fór ég svo í það ágæta fyrirtæki Tempru og þeir voru svo almennilegir að gefa mér EPS frauð sem myndi duga mér í 6 - 8 svona vængi, sýnist mér. Svo er eftir að leysa það hvernig ég sker það í réttan vængprófíl. Það er ekki vandamál, það er bara verk sem maður leysir!
Ég er búinn að ákveða litaskemað á vængnum, enda gefur nafnið sitthvað til kynna. Það verður semsagt svona:

Það þarf rétt um kassa af Víking til að klæða vænginn. Ég leggst í efnisöflun af krafti um næstu helgi, enda ómögulegt að gera það af einhverju viti í miðri viku þegar maður er að vinna! Ég kem líka til með að samnýta efnisöflun og ebayskoðun, enda vantar mig almennilegan brushless mótor sem getur borið Gyllta Víkinginn upp í upphæðir.

Já, þetta eru spennandi tímar.