Síða 2 af 3

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstað: 21. Okt. 2007 01:41:19
eftir Sverrir
Hvor þá helst ;)

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstað: 21. Okt. 2007 20:27:54
eftir Eiður
það mun vera extra

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstað: 21. Okt. 2007 20:33:55
eftir Sverrir
Opin fyrir öllu, þú veist númerið ;)

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstað: 29. Okt. 2007 01:58:01
eftir Sverrir
Ég ákvað að nota Duralite svo JR rofinn fór úr fyrir 6V Duralite regulator rofa.
Mynd

Einnig skipti ég tanknum sem kom með út fyrir 500 millilítra tank frá Toni Clark en ég setti hann líka nær þyngdarmiðjunni svo áhrif hans á þyngdarpunktinn verði sem minnst.
Mynd

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstað: 1. Nóv. 2007 01:11:19
eftir Sverrir
Hér sést hvar spennustillirinn fyrir Duralite er. Hann er opinn í báða enda svo það lofti vel um hitagleypinn(e.heatsink).
Mynd

Hér sést servóið fyrir hliðarstýrið en ég notaði langt álhorn frá Quick á það.
Mynd

Svona er vírinn svo klemmdur saman.
Mynd

Hér sést hvar kveikjubatteríið er en það gæti færst til eftir því hvar þyngdarpunkturinn lendir þegar allt dótið er komið í.
Þarna sést líka hvar áfyllingar/loftunarslanga er tekin úr tankinum og þar sem ég er ekki með sér áfyllingarstút þá lokaði ég þriðja nipplinum.
ALDREI, aldrei, setja áfyllingarstút á leiðsluna sem liggur í blöndunginn!!!
Ef þeir byrja að leka þá kemst loft inn í slönguna og það berst svo í blöndunginn og veldur gangtruflunum og jafnvel mótorstoppi.

Það getur líka verið gott að taka loftunarslönguna einn hring utan um tankinn áður en hún er tekin út úr skrokknum til að minnka magn eldsneytis sem getur farið út.

Mynd

Berti og Guðni voru eitthvað að bralla saman...
Mynd

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstað: 9. Jan. 2008 18:45:47
eftir Sverrir
SPE26 mótor í góðum gír. Mynd


Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstað: 9. Jan. 2008 21:07:06
eftir Björn G Leifsson
Er eitthvað bogið við miðaldra mann sem situr í tvær og hálfa mínútu og horfir á myndband af mótor í gangi.... og nýtur þess???!!

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstað: 9. Jan. 2008 22:05:10
eftir Sverrir
Nibb Mynd

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstað: 9. Jan. 2008 22:12:09
eftir Björn G Leifsson
[quote=Sverrir]Nibb http://frettavefur.net/Bros/adrian.gif[/quote]
Phewwww.... takk! Ég var ekki alveg viss smá stund :D

Re: Cermark Extra 260 + SPE26cc

Póstað: 15. Jan. 2008 17:16:56
eftir Sverrir
Fer að styttast í að þessi fari að flögra um.

Mynd

Mynd