Síða 11 af 24

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstað: 15. Ágú. 2009 18:31:45
eftir Messarinn
Hvurslax bara byrjaður á vetrar vinnunni?? :O

Þetta verður spennandi. Alltaf gaman að sjá svona cockpit smíðar :P

Mynd

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstað: 15. Ágú. 2009 22:10:15
eftir Kjartan
Sælir, þegar maður kemst ekki á samkomuna hjá Einari Páli verður maður að dunda við eitthvað annað.
Inn á myndinni frá þér eru tvö atriði sem eru ekki í pakkanum frá dbalsa þ.a.s. fótstigin og stönginn vinstra megin við stýripinnan, þessu verður maður bara að bæta við.

Kjartan

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstað: 20. Sep. 2009 17:32:51
eftir Kjartan
Það gengur ekki alltof vel að hafa sig af stað í smíðinni,en ég hef aðeins haldið áfram.

Hér er mælaborðið, fyrst þarf að líma styrkingu aftaná plastið.

Mynd

Síðan að búa til fyllingu fyrir mælana og nokkra rofa.

Mynd

Hér eru svo nokkrir rofar komnir í viðbót.

Mynd

Meira síðar

KG

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstað: 20. Sep. 2009 20:25:35
eftir Björn G Leifsson
[quote=Gaui]Og hérna er næsta módel sem Gumma langar til að pússa:

Mynd[/quote]
En bíddu... fórstu eftir þessari forskrift með húddið. Þetta er Ah-sex húdd á henni, ekki satt?

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstað: 20. Sep. 2009 22:45:03
eftir Guðjón
Úúú... HOT, HOTTY HOTTY :P

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstað: 27. Sep. 2009 22:02:24
eftir Kjartan
Enn var dundað smávegis í Brekkusíðunni.

Gummi leit við og snéri mótornum í Fokke Wolf og stilti af.

Mynd

Gummi kom líka með Messara sem á að fara að sprauta í skúrnum.

Mynd

Síðan var það að sprauta plastið í Stúkunni.

Mynd
Mynd

Á meðan við vorum að mála kom væntanlegur flugmaður í heimsókn, var með smávægilegar athugasemdir ekkert sem má ekki bæta.
Svo varð Kallin auðvita að stilla sér upp.

Mynd

Máta stólinn

Mynd

Líta í mælaborði áður en mælarnir fara í, ef einhverju þarf að breita.

Mynd

Svo heimtaði hann mont mynd í lokin.

Mynd

Meira síðar
Kjartan

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstað: 27. Sep. 2009 22:06:58
eftir Gaui
Ég sé að Kallinn kann að lyfta hendinni!

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstað: 27. Sep. 2009 23:14:07
eftir Guðjón
það er gaman að sjá flugmann sem er svona glaðlegur á svipinn

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstað: 28. Sep. 2009 09:13:55
eftir Þórir T
Mér finnst vanta aðeins "geðveikislegri glampa" í augun á honum.. :D

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstað: 28. Sep. 2009 09:28:40
eftir Sverrir
Svona eins og hjá þessum. ;)

Mynd