Síða 12 af 37
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 17. Nóv. 2007 12:33:40
eftir kip
Úllala það er aldeilis nóg pláss fyrir sleggjuna þarna frammí
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 17. Nóv. 2007 18:59:11
eftir Gaui
Það er dálítið áberandi að „nammiskálin“ er TÓM !
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 19. Nóv. 2007 09:29:05
eftir ErlingJ
GORMASTART!!!!!!!!!
hva á ekki að setja fjarstart í svona eðalgrip
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 19. Nóv. 2007 12:57:05
eftir Sverrir
Ekki hafði ég hugsað mér það.
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 21. Nóv. 2007 00:45:55
eftir Sverrir
Það eru fleiri en ein leið til að ganga frá afturbrúnunum.
Til að auðveldara væri að ná beygjunni efst á hliðarstýrinu þá voru sagaðar rákir í þríkantslistann.
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 21. Nóv. 2007 07:46:05
eftir Þórir T
Þetta er flott Sverrir, haltu áfram að sýna okkur....
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 27. Nóv. 2007 01:18:54
eftir Sverrir
Takk, geri mitt besta
Jæja, maður hefur ekki setið aðgerðarlaus síðustu daga, glassaði lóðrétta stélflötin og svo er smá spartl- og pússivinna búin að vera í gangi á sjálfum skrokknum en þó ekkert sem útheimtir myndaannál. Kom við hjá
Erling í
Poulsen í dag og náði mér í smá sandpappír og
fylligrunn, alltaf fínt að versla hjá honum. Ég ákvað að líta aðeins á stjórnklefamál þar sem það er jú alltaf gaman að sjá smá líf þar.
Ég verslaði á sínum tíma TF stjórnklefakit fyrir stóra Thunderboltinn þeirra svo ég byrja alla veganna með það til hliðsjónar.
Það passar bara nokkuð þokkalega en ég er enn að velta því fyrir mér hvað ég geri í þesari deild, sjáum til.
Hér er opið orðið eins stórt og það verður, ég þurfti að fjarlægja hluta af F5 skrokkrifinu.
Pússaði upp stélflötinn og ákvað að skella smá fylligrunn á hann.
Það má líka þynna út epoxy og fara aðra umferð yfir til að fá sléttari flöt en ég ákvað að nota fylligrunn, hann verður svo að mestu pússaður af.
Hér sést létt húð af fylligrunn komin á stélið.
Og hér er fylligrunnurinn að þorna við hitaveitugrindina, hann þarf ca. klukkutíma við 25-30°C til að vera góður í pússun.