Góðar fréttir og slæmar fréttir af Grísará.
Fyrst góðar fréttir. Tigerinn ballanserar algerlega á punktinum án þess að setja gramm af
ballest. Hér er mynd af henni hangandi á ballanspunktinum með nefið örlítið niður:
Vigtin segir 12,48 kíló. Það er þyngd sem ég get alveg þolað.
Og þá eru það slæmu fréttirnar. Ég er ekkert mikið fyrir það að segja frá eigin heimskupörum og vitleysu, en ef það getur komið í veg fyrir að einhver annar geri svona heilalausa ... ja, þig vitið hvað ég á við, þá er niðurlægingin þess virði.
Ég var búinn að setja vængina á og var að reyna að setja rörin á milli flug- og lendingarvíranna, en gat ekki skilið hvernig rörasamsetningin sem sýnd er á teikningunni átti að passa má milli víranna. Þá, allt í einu, sló það mig: Ég hafði sett festipunktana fyrir fyrir lendingarvírana undir fremri bitann á efri vængnum, en ekki þann aftari
Ég skil ekki hvernig ég gerði þessa vitleysu – nei, það er ekki rétt, ég veit það vel: ég bara ruddist áfram og gerði það sem ég hélt að væri rétt í stað þess að lesa teikningarnar og leiðbeiningarnar vandlega og síðan gera þetta rétt.
Nú verð ég að fresta jómfrúarfluginu í nokkra daga, kannski heila viku, á meðan ég bý til nýja festingu og set hana á aftari vængbitann án þess að skemma allan vænginn.
Ég læt ykkur vita hvernig ég geri það, en í kvöld ætla ég að velta mér upp úr sjálfsásökunum og sjálfvorkunn.