Síða 16 af 18
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 23. Ágú. 2009 18:06:11
eftir Kjartan
Þetta er bara hev....flott gamli.
Þá er bara að fylgjast með veðurspánni.
Kjartan
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 24. Ágú. 2009 20:25:29
eftir Messarinn
Snilld
bíð spenntur eftir gangsettningunni
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 25. Ágú. 2009 23:36:26
eftir Gaui
Hún flaug!
Rosalegt flug! Það var dauðalogn á Melgerðismelum. Mótorinn fór í gang eftir nokkur flipp og flugtaksbrunið var algerlega átakalaust – örlítið hliðarstýri til hægri til að halda réttri línu, smá trimm á hallastýrin og hún klifraði letilega á rétt um það bil hálfri gjöf.
Ég tók nokkra hringi og flaug henni svo niður til að taka framhjáflug, en fingurnir á mér skulfu svo mikið að ég gat varla stýrt henni.
Lendingin var álíka viðburðalítil. Ég hélt uppi smá inngjöf og leyfði henni að síga til jarða. Smá upp á hæðarstýrið í lokin og hjólastellið greip í melinn og hélt sér fast. Engin tilhneiging til að skella sér á nefið eins og Sopparinn gerir.
Frábært módel og stórkostlegt að fljúga því. Ég tók annað flug og var þá farin að róast, en þá var orðið eiginlega of dimmt til að fljúga, svo ég pakkaði saman og fór heim.
Hérna er einn alveg ánægður með sig og módelið sitt:
Þakka þér fyrir Garry Allen, það var gaman að smíða og fljúga módelinu þínu.
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 25. Ágú. 2009 23:41:29
eftir Gunni Binni
Til hamingju Gaui.
Það gaman að sjá svona módel fljúga,þar sem maður hefur fylgst lengi með tilurðinni, skref fyrir skref.......
kveðja
Gunni Binni
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 25. Ágú. 2009 23:45:35
eftir Kjartan
Virkilega flott, og gaman að fylgjast með, þegar allt gengur eins og í sögu.
Til hamingju Guðjón.
KG
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 26. Ágú. 2009 00:09:57
eftir Björn G Leifsson
Elegant!
Hlakka mikið til að sjá hana (verð víðs fjarri á ljósanótt reyndar
)
...og ekki síður til að heyra hljóðið ur dollunni sem Guðmundur smíðaði.
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 26. Ágú. 2009 00:14:30
eftir jons
Til hamingju, þetta var ekkert nema glæsilegt. Ég var enn með hæfilegan adrenalínskammt þegar ég var að renna í bæinn, get rétt ímyndað mér hvernig þér hefur liðið
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 26. Ágú. 2009 05:34:16
eftir Agust
Til hamingju Guðjón!
Ég kannast vel við þessa tilfinningu í puttunum við fyrsta flug
Frábær vél.
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 26. Ágú. 2009 08:33:52
eftir Þórir T
Til hamingju, stórkostlegur gripur hjá þér.
Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þessu öllu.
Re: 30% Tiger Moth
Póstað: 26. Ágú. 2009 10:07:25
eftir Óli.Njáll
Til hamingju Guðjón með þetta glæsilega módel.
það hefði verið gaman að fylgjast með, en ekki verður á allt kosið sjáum gripin bara síðar.
Takk fyrir allt í sumar
Góðar kveður nýliðinn........