Síða 16 af 37
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 7. Jan. 2008 19:23:01
eftir Sverrir
Því miður, HS-5245 væri valkosturinn þeim megin. Þetta er jú vél með vænghaf upp á 150 cm og stóra stjórnfleti en þakka gott boð
Best að munda plastið
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 8. Jan. 2008 01:44:51
eftir Sverrir
Hvað um það, aftur að verkinu.
Eftir að hafa úðað fylligrunni á alla vélina þá þurfti ég að ná honum af, sniðugt.
Af einhverjum ástæðum vantar mikið af skinni á hægri höndina á mér, það vex vonandi aftur.
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 8. Jan. 2008 22:25:28
eftir Sverrir
Sniðugt þetta internet, Frikki var að lesa póstinn hér að ofan um servóin og þar sem hann dvelur í Orlando þá sendi hann mér línu og spurði hvort hann ætti ekki að kippa servóunum með fyrir mig þar sem hann væri hvort eð er að fara til
Steve og kæmi svo heim í vikunni.
Ég gat auðvitað ekki neitað svona góðu boði, takk Frikki minn
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 19. Jan. 2008 00:33:28
eftir Pétur Hjálmars
Sæll Sverrir.
Vinnan þín er til fyrirmyndar. Þessi síða þín er okkur hinum til mikil hvatning.
Bestu smíðakveðjur
Pétur (PIPER)
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 19. Jan. 2008 01:01:45
eftir Sverrir
Takk fyrir það Pétur minn.
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 2. Feb. 2008 17:59:49
eftir Sverrir
Þar sem hitinn úti er í kringum -15°C (með vindkælingu) þá ákvað ég að föndra eitthvað pínulítið innandyra í dag.
Náði í lóðboltann minn og setti nýjan framenda á hann.
Svo eftir nokkrar mínútur af poti þá leit annað hæðarstýrið svona út.
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 16. Feb. 2008 01:11:07
eftir Sverrir
Einhver smá hreyfing á Þrumufleygnum, vængpælingar í gangi.
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 20. Feb. 2008 10:03:15
eftir Sverrir
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 20. Feb. 2008 12:46:07
eftir maggikri
Snilldarvideo. Sverrir getur þú útbúið svona video fyrir samsetningu á Aircore.
kv
MK
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 20. Feb. 2008 13:38:44
eftir Björn G Leifsson
Aðeins of hratt, fannst mér. En auðvitað hægt að nota pásuhnappinn.