Jæja þá rann stóra stundinn upp í dag
Testflug á Farmhand
Veðrið var reyndar ekki upp á það besta c15 hnúta vindur
Fyrstur var það Bubbi Byggir, örlittlar trimmingar á hallastýrum en töluvert á hæðarstýri (reyndar ekki alveg að marka vegna vinds)
næstur var það Bubba.
Gummi var líka á svæðinu, með ME 109 og Cardinal
og Árni með Gremlin
Fleiri myndir og video síðar
Kveðja
Kjartan
Farmhand 90 - Fjósamaðurinn
Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn
Til hamingu!:) flottir og krúttlegir
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn
Eins og fram hefur komið annars staðar hér á vefnum, þá brotnaði hjólastellið undan Farmhandinum hjá mér. Ég er nú búinn að laga og setja nýtt og hnausþykkt Volvo stell undir:
Ég hreinsaði létt-krossviðinn (lite-ply) undan að framan. Þetta voru fjórar 3mm plötur, sem áttu að vera nægileg festing fyrir hjólastell. Þar sem þessar plötur voru nú brotnar og ég átti ekki svona efni, þá sagaði ég bara niður tvær plötur úr venjulegum 6mm birkikrossviði og límdi í staðinn.
Ég setti tvískipta hjólastellið í geymslu og fékk efni í nýtt hjá Kjartani. Það er miklu þykkara -- næstum 6mm þar sem það er þykkast niður í 4mm þar sem það er þynnst -- skar það út með skurðarskífu í slípirokk og pússaði gróflega. Ég skrúfaði svo stellið á með fimm boddí-skrúfum, eins og Steve hafði talað um, en setti ekki gaddarær og bolta eins og var og ég er vanur.
Ég vona að þetta haldi
Ég hreinsaði létt-krossviðinn (lite-ply) undan að framan. Þetta voru fjórar 3mm plötur, sem áttu að vera nægileg festing fyrir hjólastell. Þar sem þessar plötur voru nú brotnar og ég átti ekki svona efni, þá sagaði ég bara niður tvær plötur úr venjulegum 6mm birkikrossviði og límdi í staðinn.
Ég setti tvískipta hjólastellið í geymslu og fékk efni í nýtt hjá Kjartani. Það er miklu þykkara -- næstum 6mm þar sem það er þykkast niður í 4mm þar sem það er þynnst -- skar það út með skurðarskífu í slípirokk og pússaði gróflega. Ég skrúfaði svo stellið á með fimm boddí-skrúfum, eins og Steve hafði talað um, en setti ekki gaddarær og bolta eins og var og ég er vanur.
Ég vona að þetta haldi
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn
Sem sagt algjörlega orðið massað !
eru þessar tvær slöngur sem koma þarna saman niðu annarsvegar loft og hin áfylling?
kv,Gaui.
eru þessar tvær slöngur sem koma þarna saman niðu annarsvegar loft og hin áfylling?
kv,Gaui.
Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn
Akkúrat, loft og áfylling. Áfyllingin endar í auka klunki, þannig að ég get dregiið bensínið úr tankinum aftur án þess að aftengja blöndunginn.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn
[quote=Gaui]Ég skrúfaði svo stellið á með fimm boddí-skrúfum, eins og Steve hafði talað um, en setti ekki gaddarær og bolta eins og var og ég er vanur.
Ég vona að þetta haldi
[/quote]
Ég lenti eitt sinn í að rífa undan hjólastell sem fest var með tréskrúfum eða boddískrúfum í góðan krossvið, í stað þess að nota gaddaðar blindrær eins og venjulega.
Krossviðurinn losnaði ekki undan vélinni, en hann flagnaði allur upp þegar skrúfurnar drógust úr honum þannig að ég varð að skipta um hann. Þetta reyndist ekki vel í það sinn.
Undanfarið hef ég prófað að nota nælonskrúfur. Skipti þá út grönnu (t.d. 4mm) rónum fyrir stærri (t.d. 5mm) og fjölga þeim jafnvel aðeins, svona til vara ef fjölga þarf nælonskrúfunum til að fá aukinn styrk.
Þetta reyndist vel í fyrra þegar drapst á CAP232 með .70 fjórgengismótor í og vélin nauðlenti langt utan vallar. Þá brotnuðu skrúfurnar, en ég var búinn að gera við eftir fimm mínútur. Með venjulegum festingum hefði botninn örugglega rifnað undan og viðgerð tekið mun lengri tíma.
Til að minnka líkurnar á að nælonskrúfurnar hrökkvi í sundur geri ég tvennt: Geymi nælonskrúfurnar í nokkra daga í vatni til að nælonið dragi í sig raka. (Það gerir sama gagn að hafa þær í sjóðandi vatni í hálftíma. Þetta er gamalt húsráð sem margir þekkja). Einnig lét ég gúmmíþéttilista (svamp) milli hjólastellsins og botnsins á vélinni til að dreifa álaginu og minnka togkraftana á nælonskrúfurnar. Þetta virðist hafa virkað vel.
Annað sem skiptir máli er að krossviðsplatan, sem hjólastellið skrúfast í, sé breið. Ekki bara mjó ræma álíka breið og hjólastellið eins og oft sést. Breið krossviðsplata (t.d. 10cm) tollir miklu betur en mjó (4-5cm) plata.
Ég vona að þetta haldi
[/quote]
Ég lenti eitt sinn í að rífa undan hjólastell sem fest var með tréskrúfum eða boddískrúfum í góðan krossvið, í stað þess að nota gaddaðar blindrær eins og venjulega.
Krossviðurinn losnaði ekki undan vélinni, en hann flagnaði allur upp þegar skrúfurnar drógust úr honum þannig að ég varð að skipta um hann. Þetta reyndist ekki vel í það sinn.
Undanfarið hef ég prófað að nota nælonskrúfur. Skipti þá út grönnu (t.d. 4mm) rónum fyrir stærri (t.d. 5mm) og fjölga þeim jafnvel aðeins, svona til vara ef fjölga þarf nælonskrúfunum til að fá aukinn styrk.
Þetta reyndist vel í fyrra þegar drapst á CAP232 með .70 fjórgengismótor í og vélin nauðlenti langt utan vallar. Þá brotnuðu skrúfurnar, en ég var búinn að gera við eftir fimm mínútur. Með venjulegum festingum hefði botninn örugglega rifnað undan og viðgerð tekið mun lengri tíma.
Til að minnka líkurnar á að nælonskrúfurnar hrökkvi í sundur geri ég tvennt: Geymi nælonskrúfurnar í nokkra daga í vatni til að nælonið dragi í sig raka. (Það gerir sama gagn að hafa þær í sjóðandi vatni í hálftíma. Þetta er gamalt húsráð sem margir þekkja). Einnig lét ég gúmmíþéttilista (svamp) milli hjólastellsins og botnsins á vélinni til að dreifa álaginu og minnka togkraftana á nælonskrúfurnar. Þetta virðist hafa virkað vel.
Annað sem skiptir máli er að krossviðsplatan, sem hjólastellið skrúfast í, sé breið. Ekki bara mjó ræma álíka breið og hjólastellið eins og oft sést. Breið krossviðsplata (t.d. 10cm) tollir miklu betur en mjó (4-5cm) plata.
Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn
Fjósamenn hafa væntanlega séð þetta í 33% frá H9:
http://www.hangar-9.com/Products/Defaul ... ID=HAN5190
http://www.hangar-9.com/ProdInfo/Files/HAN5190_Hi.wmv
http://www.hangar-9.com/Products/Defaul ... ID=HAN5190
http://www.hangar-9.com/ProdInfo/Files/HAN5190_Hi.wmv
Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn
Var búinn að sjá hana -- ótrúlegt, en satt, mig langar ekkert til að fá mér eina svona! Farmhandinn er góður fyrir mig -- svo verður annað á borðum á Grísará í vetur.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn
Já ,, fjósamaður??? sennilega ekkert slæmt en þetta hefur afgerandi áhrif á núverandi nöfn annarra velþekktra véla.
Þannig kom Smíðameistarinn á Patró vopnaður mjólkurfræðingnum/smalanum og til vara kom hann með valinkunna rauða hönnun sem hefur hingað til verið orðuð við ófríða spítu... ,, hvað svo sem kaninn átti við með þessari nafngift á sínum tíma.
Hvað um það ,, þegar ég sá þessar vélar, lekkert samansettar af smíðsmeistaranum að norðan, á planinu á patró, þá rann upp fyrir mér hversu fráleit hún er, nafngifin á þessari rauðu.
Hún heitir því frá með 17 júní " Pretty-Stick" og þið getið kallað þessa bláu hvað sem er
M.B.Kv.
Uglyolddog.is
Þannig kom Smíðameistarinn á Patró vopnaður mjólkurfræðingnum/smalanum og til vara kom hann með valinkunna rauða hönnun sem hefur hingað til verið orðuð við ófríða spítu... ,, hvað svo sem kaninn átti við með þessari nafngift á sínum tíma.
Hvað um það ,, þegar ég sá þessar vélar, lekkert samansettar af smíðsmeistaranum að norðan, á planinu á patró, þá rann upp fyrir mér hversu fráleit hún er, nafngifin á þessari rauðu.
Hún heitir því frá með 17 júní " Pretty-Stick" og þið getið kallað þessa bláu hvað sem er
M.B.Kv.
Uglyolddog.is