Síða 17 af 37

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 20. Feb. 2008 13:47:47
eftir Sverrir
Skal henda hægari útgáfunni inn fyrir þig í kvöld, minnir að hún nálgist 10 7 mínúturnar.

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 21. Feb. 2008 09:34:52
eftir Sverrir
[quote=maggikri]Snilldarvideo. Sverrir getur þú útbúið svona video fyrir samsetningu á Aircore.[/quote]
Ef þú reddar myndunum þá er það lítið mál.


[quote=Björn G Leifsson]Aðeins of hratt, fannst mér. En auðvitað hægt að nota pásuhnappinn.[/quote]
Vesgú, óbirta útgáfan > http://video.frettavefur.net/2008/Thund ... tended.wmv

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 6. Apr. 2008 23:31:45
eftir Sverrir
Skrapp í heimsókn til Skjaldar um helgina og fékk hann til að fara í gegnum vængsmíðina með mér, sérstaklega þær breytingar sem þurfti að gera fyrir hjólastellið og vængrörin, vængurinn verður þrískiptur, miðhlutinn heill út fyrir flapsa og ytri hlutarnir sér. Skjöldur tæklaði þetta án þess að svitna, sem er meir en ég get sagt ;)

Bútar eru settir undir rifin að aftan áður en þau eru límd á aðalsperruna..
Mynd

Rif W8 var tvöfaldað því vængurinn verður tekin í sundur þar, götin fyrir vængrörið sjást betur á næstu tveimur myndum.
Mynd

Farið að taka á sig mynd.
Mynd

Þegar kemur að því að líma efri bitana þá er bútnum aftast snúið upp á rönd.
Mynd

Betra að hafa rétt horn á rótarrifinu
Mynd

Allt að gerast.
Mynd

Og svona er staðan í dag, hin vænghlutinn er líka kominn í smíði.
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 11. Apr. 2008 10:12:02
eftir Sverrir
Þetta mjakast :)

Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 12. Apr. 2008 23:26:43
eftir Sigurjón
Fyrst af öllu, til lukku með dýrið :) Lítur virkilega vel út!!

Model menn eru mjög ákveðnir í því hvernig vélarnar verða málaðar að smíði lokinn, liturinn er jafnvel ákveðinn áður en farið er að smíða. Sennilega ert þú nú þegar búinn að ákveða hvernig ´Jug-inn´ á að líta út. Ég er að spá í hvort nokkur möguleiki sé á að hann verði málaður í litum einhverrar þeirra P-47 véla sem voru hérna í stríðinu og staðsettar á Patterson flugvelli, rétt hjá Arnarnesflugvelli. Væri bara flott! Ef þig vantar myndir, þá eru þó nokkrar í bókinn sem Friðþór Eydal gaf út núna fyrir jólin.

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 13. Apr. 2008 15:44:06
eftir Sverrir
Takk.
Það er ekki útilokað :)
Annars er það sem ég sagði á sínum tíma enn í fullu gildi og ég tek sennilega ekki endanlega ákvörðun fyrr en undir haustið.
Það er hins vegar löngu búið að ákveða litina á D-18 ;)

Á síðustu öld var ég í sambandi við mann sem var flugmaður hérna á stríðsárunum með 33.flugsveitinni.
Hann teiknaði upp fyrir mig merki sem þeir notuðu á sínum tíma(á jökkum, ekki vélunum). Hann smíðaði þessa vél hér að neðan og eru hún í litum svipuðum og vélarnar sem voru hér.

Mynd

Mynd

Mynd

[quote]Our squadron had a very peculiar command structure, We were not a part of any Air Force, Group, Wing, etc. We were directly under the command of Iceland Base Command (IBC) which was headquartered in the Hotel Borg in downtown Rekjavik. Because of our status as "orphans" we called ourselves the FBI (for the "FORGOTTEN BASTARDS OF ICELAND ) This lead to a lot of questioning by the people processing us on our return to the US. Probably some of those people are still shaking their heads ![/quote]

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 27. Apr. 2008 16:45:29
eftir Sverrir
Búinn að skella klæðningu neðan á vænginn.
Mynd

Spurning hvort það þurfi að stækka flapana. :D
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 4. Maí. 2008 11:51:21
eftir Sverrir
Úbbs, hvað gerðist hér? :/
Mynd

Ætli þessir flottu hringir geti reddað okkur? Maggi fær þakkir fyrir að lána mér tifsögina, annars væri ég eflaust enn að. ;)
Mynd

Vængrörið var verslað hjá Ralf Petrausch Modellbautechnik.
Mynd

Bolti til að festa vænginn við skrokkinn fer hér í gegnum balsakubbinn og krossviðsplötuna.
Mynd

Hér sést hvernig flapsarnir verða hreyfðir og blokkir fyrir lamirnar.
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 8. Maí. 2008 09:57:43
eftir Sverrir
Upprúlluð blöð sett fyrir servósnúrurnar.
Mynd

Dílar voru settir til stýringar og til að koma í veg fyrir að vængendarnir færu á flakk.
Mynd

Ákvað að fara tunguleiðina til að halda vængnum saman.
Mynd

Voila! Nú á bara eftir að loka tunguna inni með balsa.
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 8. Maí. 2008 19:54:21
eftir einarak
þú ss. kemur til með að geta tekið vænginn í sundur á 3 stöðum? þ.e. í fjóra hluta?