Sælir félagar
Þá er komið að því að smíða festingar/smellur á vélarhlífarnar á Fw190, eitthvað sem ekki losnar á flugi. Auðveldast er að nota bara venjulegar boddí skrúfur og skrúfa hlifarnar fastar en það er auðvitað langt frá því að vera eitthvað scala svo höfuðið verður að dýfast í vatn. jawol
Ég ætla að reyna að smíða smellur sem líta svona út þegar hlífarnar eru lokaðar
Ómögulegt er að smíða nákvæma eftirlíkingu af orginal smellunum í 1/5 scala því þær eru flóknar og ofboðslega smáar og ekki sterkar vegna smæðar. Ég hannaði því mínar eigin smellur sem eru aðeins stærri og ýktari enn 1/5 scali í Inventor teikni forriti.
Næst var að stelast til að nota CNC fræsivélina í vinnuni og smíða alla þessa smáhluti.
Ég þarf að smíða 9 stykki smellur sem virka og nokkrar í viðbót sem verða varahlutir,
Það eru þá 14 grindur 14 krækjur og 28 armar samtals 56 stk
Smellurnar eru smíðaðar úr Áli og efnis þykktin er 1mm
Svo er bara að skrúfa þetta saman sem reyndist vera ansi tímafrekt
Næst var að merkja fyrir smellunum og saga út fyrir þeim
Ég límdi krossviðar kubba innan á vélarhlífina fyrir smelluna að skrúfast í
Hér eru fyrstu 3 smellurnar komnar í og næst er að setja þær á hinumeginn og að neðan alls 9 stk
auf Wiedersehen mine waffenbrüder