Síða 18 af 37
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 8. Maí. 2008 22:01:46
eftir Sverrir
Nei, miðhlutinn verður heill, vængurinn verður þrískiptur.
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 8. Maí. 2008 22:58:19
eftir einarak
oookey... er það betra?
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 8. Maí. 2008 23:18:50
eftir Sverrir
232cm langur vængur sem er rúmlega 50cm breiður er dálítið stór til að burðast með í heilu lagi
Með þessu móti get ég líka geymt/flutt vélina með miðhluta vængsins undir þannig að hún standi á hjólunum.
Annar möguleiki hefði verið að hafa vænginn samsettan í miðju en þá þyrfti ég alltaf að vera með standa til að láta skrokkinn hvíla á í flutningum.
Þannig að það er úr nógu að velja
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 17. Maí. 2008 15:31:42
eftir Sigurjón
[quote=Sverrir]232cm langur vængur[/quote]
Ég hélt að þú værir að smíða STÓRT módel
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 17. Maí. 2008 17:33:40
eftir lulli
Stærðarhlutföll á væng Fighter véla eru ólíkt önnur en td. cessna
þannig að til að jafna slíka við þessa, væri líklega verið að tala um 3,slatti+ m.
og það þykir mér alveg GRÍÐARSTÓRT módel.
Þakka fyrir ef Sverrir hleður hana ekki með paintball kúlum he,he
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 17. Maí. 2008 18:28:18
eftir Sverrir
Já Þrumufleygurinn er frekar lítill :rolleyes: ca. 1:5.5, ef hún væri í 1:4 þá væri rúmlega 3ja metra vænghaf
Annars er þetta víst allt afstætt, Pitts í 1:5 er jú hvað rétt um 110+ cm
Hehe, það hefur einn spurt mikið um litboltabyssur, það er reyndar til græja sem „skýtur“ startbyssu patrónum en hún er of mikil um sig til að passa í vænginn.
Stykkið kostar rúmlega €400 og ég held að 8 stykki yrðu aðeins of stór biti fyrir mig
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 24. Júl. 2008 08:20:05
eftir Sverrir
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 24. Júl. 2008 23:48:53
eftir Gaui
Af hverju er krossviður undir balsanum á miðhlutanum?
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 25. Júl. 2008 01:13:09
eftir Sverrir
[quote=Gaui]Af hverju er krossviður undir balsanum á miðhlutanum?[/quote]
Hjálpar til við að dreifa álagi frá hjólastellinu.
Byrjaður að marka fyrir plötuskilum á skrokknum.
Re: Ziroli P-47 Thunderbolt
Póstað: 17. Ágú. 2008 17:21:10
eftir Sverrir
Lárétti stélflöturinn var hnoðaður yfir landsleiknum í gær.