Kjartan - hérna er myndbandið sem ég var að tala um! Frumflug á Stuka með 2,9 m vænghafi og 3W 80 mótor. Því miður held ég að manngarmurinn kunni ekki að fljúga og því fer sem fer. Góðu fréttirnar eru hins vegar að hún mun fljúga aftur (eða a.m.k. eitthvert brotabrot af henni).
[rcmovie.de]9e22c53d45bd5b9fd888[/rcmovie.de]
Hér er svo önnur Stuka, rétt balgvaníseruð og takið eftir: Með þessum líka fína rafmagnsmótor!
[rcmovie.de]894b8f633e6d61a01ef1[/rcmovie.de]
Svo Ziroli með Zenoah 62:
[rcmovie.de]8200b6e8115f6161768e[/rcmovie.de]
Kv,
Árni H
Re: Brekkusíðu Luftwaffe
Póstað: 29. Jún. 2010 21:46:05
eftir Messarinn
Sælir drengir
Svo sem ekkert að gerast hérna hjá okkur Kjartani nema að ditta að þeim flugvélum sem eru í flughæfu ástandi.
Langaði bara að nefna það að maður að nafni Claes Sundin frá Svíþjóð var að gefa út bók með Luftwaffe fighter aircraft profile myndum sem hann er búinn vera að teikna í nokkra áratugi.
Þetta er svona limited edition 250 stykki númerðar og undirritaðar af höfundinum sjálfum
Vel er hægt er að sjá smá atriðin á myndunum eins og hnoð hausana og smá texta
Pantaði eina bók frá honum í vetur og fékk bók númer 005, borgað með PayPal c.a. 11.000 kell Geðveikt flott bók að mér finnst.
Sjá meira á http://luftwaffeinprofile.se/
Messerschmitt Bf109 G-6 "Green1" stab./JG50 Wiesbaden-Erbenheim,Germany, seint í september 1943. W.nr.16346.Takið eftir skotrörunum undir vængjunum fyrir 210mm air to air rockets W.Gr.21.
Þessi G-6 týpa var með Revi 16 gun sight sem var að byrja að birtast í nýjum Fighter-um í september. Einnig má sjá smá glæra bólu ofan á stjórnklefanum en þar undir er baksýnis spegill sem mixaður var í á vígvellinum. Undir belgnum á vélinni hangir 300 lítra auka benzín tankur úr Áli sem hægt var að sleppa á flugi. á tanknum er skrifað "Keine bombe!"- "ekki sprengja" svo stóð á honum líka að finnanda bæri að skila tanknum á næsta flugvöll eða lögreglu stöð og fundarlaun væru 10 ríkismörk. Alhvítur stélflötur á þessum Messerschmitt aðgreindi þessa vél frá öðrum sem vél flugsveita foringja sem í þessu tilfelli var Major Hermann Graf.
auf Wiedersehen mine waffenbrüder
Re: Brekkusíðu Luftwaffe
Póstað: 29. Jún. 2010 22:17:43
eftir Sverrir
Sweet!
Re: Brekkusíðu Luftwaffe
Póstað: 30. Jún. 2010 22:50:55
eftir Björn G Leifsson
Flott... ef einhver á að eiga svona bók þá er það "Messarinn". Hlakka til að sjá gripina.
Re: Brekkusíðu Luftwaffe
Póstað: 29. Ágú. 2010 23:31:19
eftir Messarinn
Sælir allir
ég er aðeins búinn að vera að leika mér með málun og veðrun á Cambrina funfighter Bf109 E-4 með Helmut Wick colorscema. þar sem þetta módel er ekki með hjólastell þá málaði ég það bara á botninn á vængnum og svo er ég búinn að gera rudder kill markings. og rauðu strikin sem marka plássið sem mátti ganga á, á vængnum.
Kv Messarinn
Re: Brekkusíðu Luftwaffe
Póstað: 29. Ágú. 2010 23:49:34
eftir Sverrir
Flottur!
Re: Brekkusíðu Luftwaffe
Póstað: 29. Ágú. 2010 23:55:00
eftir Messarinn
Thanks.
Þegar ég er búinn með veðrun og fl. þá set ég epoxy glæru yfir allt saman
Kv Messarinn
Re: Brekkusíðu Luftwaffe
Póstað: 30. Ágú. 2010 13:25:54
eftir Gaui
Gummi
Ég gáði í Byko og semi-gloss er til í Polyurethan sprayinu.
Re: Brekkusíðu Luftwaffe
Póstað: 30. Ágú. 2010 19:32:22
eftir Messarinn
[quote=Gaui]Gummi
Ég gáði í Byko og semi-gloss er til í Polyurethan sprayinu.[/quote]
Ok takk ég athuga það
Re: Brekkusíðu Luftwaffe
Póstað: 30. Ágú. 2010 20:12:27
eftir Messarinn
Hérna er eitt gott vídeó af Bf109 G-4 frá flugsýningu í Þýskalandi " Air power09"
Þessi Messerschmitt er ekki alveg ekta því hann er fyrrum spænsk útgáfa sem er komin með Daimler Benz 605 Hreyfil í staðin fyrir Rolls Royce Merlin hreyfilinn sem knúði hann áfram á Spáni og hét þá HA-1112-M1L "Buchon" - 1954
Og svona lítur hann út með Daimler Benz 605 hreyflinum
Þetta er color sceam-ið sem er á Messerschmitt-inum hans Bigga - Gerhard Barkhorn JG52 November 1943