Síða 20 af 37

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 31. Ágú. 2008 17:54:31
eftir Sverrir
Jæja, ekki mikið verið smíðað upp á síðkastið en ég er samt búinn að vera að föndra smávegis.

Fannst vera kominn tími til að loka gatinu aftast á skrokknum.
Mynd

Eftir smá spartl, fylligrunn, slípingu og málningu þá lítur þetta einhvern veginn svona út.
Mynd

Mælaborðið orðið aðeins verklegra heldur en síðast þegar það sást.
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 16. Okt. 2008 09:51:04
eftir Sverrir
Eitt stykki flapi klæddur.
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 17. Okt. 2008 17:37:46
eftir Messarinn
Þetta kemur smátt og smátt
Kv Gummi

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 26. Okt. 2008 23:54:58
eftir Sverrir
Farið að síga á seinni hluta vængjanna, eftir að lama hallastýrin, sníða vængenda og fleira skemmtilegt.
Mynd

Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 29. Okt. 2008 22:57:21
eftir Sverrir
Þá er búið að líma vænginn saman.
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 2. Nóv. 2008 13:24:57
eftir Sverrir
Vængendar skornir úr 3"x1" balsa.
Vængurinn er 2.6 kg svo heildarþyngdin á skrokk + væng er 5.2 kg.

Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 4. Nóv. 2008 23:21:10
eftir Sverrir
Nóg að gera í smáatriðunum, hérna sjást vængendarnir eftir smá tálgun og pússun ásamt servólúgunni fyrir hallastýrið.
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 6. Nóv. 2008 23:26:04
eftir Sverrir
Jæja, alltaf gaman þegar kemur að þessu stigi í smíðunum :cool:
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 7. Nóv. 2008 02:32:08
eftir Sigurjón
Þetta er alveg rosalega lítið flugvélarkríli sem þú er búinn að smíða þarna Sverrir ;) Ég held að þetta sé of lítið til þess að geta flogið! ;) ;)

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 9. Nóv. 2008 13:55:37
eftir Sverrir
[quote=Sigurjón]Þetta er alveg rosalega lítið flugvélarkríli sem þú er búinn að smíða þarna Sverrir ;)[/quote]
Ég sá gamlan þátt(1999) um listflug í gær og þar var einhver ungur maður að fljúga í álíka stórum Cap :D

Vængmiðjan fékk skammt af trefjadúki.
Mynd

Ég byrjaði líka að leggja dúk fyrir hjóladyrnar.
Mynd

Setti setti nokkra kolefnaþræði á milli laga.
Mynd

Og svo fleiri lög af trefjadúk yfir.
Mynd