Síða 3 af 3

Re: Appelsínugulur 1 að skríða saman

Póstað: 2. Apr. 2008 21:11:38
eftir Árni H
[quote=Sverrir]Hvað gerir aftur þessi læsa takki :P

Á engin góða mynd af Þrumufleyg að reka stálið í gegnum öxulinn?[/quote]
Jú, þessi mynd sýnir frá þeim degi sem Me-110 var flogið í síðasta sinn í hernaðaraðgerðum
að degi til. Það mun hafa verið í júní 1944 og voru Messararnir á leiðinni til Búdapest
þegar tveir þrumufleygar rákust á þær og klóruðu aðeins í hina gamalreyndu Vespuflugsveit.
Þessar Me-110, sérstaklega úr Vespuflugsveitinni, eru af ýmsum taldar einhverjar fallegustu
flugvélar seinni heimsstyrjaldar.

Mynd

Re: Appelsínugulur 1 að skríða saman

Póstað: 2. Apr. 2008 22:04:04
eftir Messarinn
Hérna er ein góð handa þér Sverrir minn árið er 1945 og stríðið í Evrópu að enda, Úlfa hópur Zemkes fljúgandi yfir aðvífandi herjum bandamanna í þýskalandi
Mynd
Kv GH

Re: Appelsínugulur 1 að skríða saman

Póstað: 2. Apr. 2008 22:51:46
eftir Sverrir
Takk strákar mínir :)

Ég segi bara eins og séra Bolli þegar söfnuðurinn gaf honum skeiðarnar: „Nú er ég hrærður.“

Re: Appelsínugulur 1 að skríða saman

Póstað: 2. Apr. 2008 22:51:57
eftir Messarinn
Me110 var notuð í hernaði til stríðsloka og þá mest sem næturorrustu vél og var frábær í því hlutverki. Helmuth Lent var einn af þessum frægu Messerschmitt Bf110 flugmönnum og var með 111 loftsigra (103 að næturlagi). 5 Okt 1944 enduðu flugdagar Lents þegar hann krassaði á rafmagnstaur í lendingu eftir vélarbilun og náð ekki inn á flugbrautina.
Mynd
Það væri nú gaman að smíða einn svona Me110 Árni

Helmut Lent
Mynd

Kv GH

Re: Appelsínugulur 1 að skríða saman

Póstað: 2. Apr. 2008 22:53:23
eftir Sverrir
Me-110 er á listanum góða hérna megin(ásamt He 111 svo önnur sé nefnd) en nákvæmlega hvar... um það erfitt er að spá.

Re: Appelsínugulur 1 að skríða saman

Póstað: 2. Apr. 2008 23:30:18
eftir einarak
Þessar myndir, er þetta teiknað upp eftir ljósmyndum eða er þetta bara skáldskapur? geggjaðar myndi btw

Re: Appelsínugulur 1 að skríða saman

Póstað: 3. Apr. 2008 00:07:42
eftir Árni H
Þetta er yfirleitt sýn listamannsins á atburði sem gerðust í raunveruleikanum og oft málaðar eftir frásögn sjónarvotta. Yfirleitt rosalega flottar myndir!
Hvað varðar Me110, þá er þetta vissulega ein af vélunum sem er á topp 5 listanum hjá mér um smíðaverkefni :)

Re: Appelsínugulur 1 að skríða saman

Póstað: 3. Apr. 2008 09:04:36
eftir Björn G Leifsson
Súkk....

Mynd