Giles 200

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Giles 200

Póstur eftir lulli »

Mynd


Hér sést hvar sélhjólið tengist ruddernum með gormum sem fylgdu, og í kúlulið/m. strekkingar mögul.
Þar með er heldur farið að fækka atriðunum sem eftir eru,
en þ.á.m. er koma fyrir volt-vaka, taka raflagnir saman innan borðs og loks skreyt'ana og svo fínisera
svo smá hér og þar.
Ekki laust við að góðaveðrið undanfarið trekki mann ...ehh vont að hafa ekki klára vél.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Giles 200

Póstur eftir lulli »

Ef vel tekst til, verða merkingar strípur og stafir, hand útskornar.
En til vara hafði ég hugsað mér að panta frá Protech merkingar fyrir
Giles-202
því mér finnst original G-200 merking alveg með eindæmum ljót.
...svona eins og fljúgandi kross eða eitthvað þannig.
En ég byrja amk. með þessu



Mynd





Og þá er útkoman svona. Ath þetta er ekki endilega endanlegt.

Mynd
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Giles 200

Póstur eftir einarak »

það er aldeilis gangur frændi, það mætti halda að þú hafir eignast smá óvæntan frítíma :lol:
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Giles 200

Póstur eftir Þórir T »

Frábært!! meiriháttar að sjá þetta verða að alvöru módeli!!

mbk
Tóti
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Giles 200

Póstur eftir lulli »

Þegar hér er komið við sögu, er rafmagn frágengið og því ekkert annað að gera en að máta hana við brautir Þyts á Hamranesi.
Mynd

Sérstakur brautarvörður var fenginn með svo reglur væru í hávegum hafðar.
Hann er sko nákvæmur þessi Hvað má- og hvað má ekki...
Mynd

Hér er svo Giles i samsettur og til klár
Mynd
Mynd
Mynd

Og loks komin í loftið.
Hún svarar skemtilega öllum stefnubreytingum og virðist nokkuð stabil.
þó finst mér að ég ætti að bæta smá aukavikt aftast í hana. Því jafnvel þó
Tékknesku leiðbeiningarnar gæfu upp balans punkt, þá er sá, heldur framar
en þumalputtareglan sbr Maggi formaður minntist á hér framar á þræðinum.
Því miður er zoomið ekkert öflugt á myndavélinni.
Mynd
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Giles 200

Póstur eftir Sverrir »

Til hamingju :)

Mundu bara að þumalputtareglur eru einmitt það, ef þú ætlar að færa punktinn aftar gerðu það þá í smá þrepum Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Giles 200

Póstur eftir einarak »

Flottur !!
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Giles 200

Póstur eftir lulli »

Nokkru síðar var hún komin niður aftur.. Útskrifuð? -Ekki fullkomlega
Lent heilu höldnu?? ...............af sömu ástæðu -Ekki alveg.
Mynd

Þegar ég var búinn að fljuga í nokkra umferðahringi og átti einskis mér ills von
Drapst á motor ,mjög skrítið því ég var ekkertí neinum listflugsæfingum ,heldur bara láréttu flugi á hálfri gjöf.
Þessi skyndilega og ótímabæra "Lending á syðsta hluta svæðisins
(rétt fyrir hraun) varð til þess að hjólastell og spaði yfirgáfu partíið.
Verð að finna útúr motornum áður en taka 2 hefst.
Kanski yfirþrýstingur á membruna í blöndungi (opna þá cowlinguna betur?)
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Giles 200

Póstur eftir Haraldur »

Til hamingju með vélina félagi.

Það sem ég hef aldrei skilið er að þegar að drepst á mótor hjá mönnum
(þá er ég að tala almennt), þá virðast menn fyllast panik og lenda
vélinni beint fyrir neðan þar sem hún er stödd í þá og það skiptið.
Hvernig er það er ekkert svif í þessum vélum?
Er engin möguleiki að svífa inn á svæðið og lenda vélinni eins og venjulega?

Ég hef notað ófáa tímanna til að æfa einmitt þetta. En þá flýg ég um og svo
skyndilega dreg ég úr öllu afli og lendi svo vélinni aflvana.
Það er kannski eitthvað sem fólk ætti að æfa sig í að lenda vélunum aflvana
og eins líka til að sjá hvernig þær hegða sér afllausar.
Það er allt of mörg atvik sem ég hef séð menn krassa vélum vegna þess að
skyndilega drapst á mótor þar sem auðveldlega hefði verið hægt að lenda
vélinni.
- þetta er bara mín skoðu og þarf ekki að endurspegla ... ogsfr.
Passamynd
maggikri
Póstar: 5881
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Giles 200

Póstur eftir maggikri »

Til hamingju með testflugið Lúlli. Flott vél.
kv
MK
Svara