Skrokkurinn er svona um það bil að skríða saman.
Næst lá fyrir að setja rótarrifin á neðri vængnum á á meðan maður hefur enn sæmilegan aðgang að gaddarónum sem þarf að nota. Þar sem ég ætla að nota hjólastell frá Toni Clark þurfti ég að breikka svolítið bilið á milli fremri festinganna:
Og hér er rótarrifið komið á skrokkinn. Ef áfallshornið er ekki alveg rétt get ég einfaldlega búið til nýjar aftari festingar og haft þær lengri eða styttri eftir atvikum:
Á meðan ég hafði enn sæmilega óhindraðan aðgang að innri kimum skrokksins ákvað ég að setja stýrisarminn fyrir hliðarstýrið á sinn stað. Samkvæmt leiðbeiningunum er armurinn gerður úr tveim lögum af 1/32“ krossviði og koltrefjum, en ég ákvað að nota frekar prentplötuefni sem er álíka þykkt og sérlega sterkt. Ég hef notað þetta efni í ýmislegt. Ef armurinn verður og sveigjanlegur, þá get ég alltaf límt á hann hryggi til að stífa hann af.. Snúningspunkturinn er búinn til úr krossviði:
Þegar ég setti þetta saman var armurinn frekar valtur, svo ég tók plasthring úr boxi af CD diskum og límdi hann ofaná krossviðinn. Hringurinn var akkúrat með sama radíus og krossviðarplatan og nákvæmlega af þeirri þykkt sem ég þurfti. Nú er armurinn stöðugur:
Þá var komið að bakinu. Þetta er algerlega hefðbundin smíð með rifjum og langböndum:
Þar sem það eru engar tvöfaldar sveigjur, þá bleytti ég bara balsaborð og vafði þeim á sinn stað þar til þau voru þurr. Síðan var einfalt mál að skera þau til svo þau pössuðu og líma á sinn stað. Síðan var öðrum bútum og strengjum bætt við:
Vélarhlífin er sett saman á staðnum framan á módelinu. Ég bjó til þykkan hring úr krossviði og límdi nefhringinn lauslega á hann með 2mm búta á milli. Þetta skrúfaði ég svo framan á mótorinn. Síðan var örðum hlutum hlífarinnar bætt við þar til kominn var samsetning sem fest er á fjórum stöðum. Garry Allen er greinilega mjög hrifinn af því að smíða úr viði, því hann notar hvergi plast eða glerfíber þar sem hægt er að búa til það sama úr tré. Hér er ég búinn að bleyta skinnið ofan á vélarhlífina og vefja því um staðinn þar sem það verður seinna límt:
Og hér eru hliðarnar á vélarhlífina. Þær eru gerðar úr 1/32“ krossviði með tvöfaldar styrkingar úr sama efni til að fá út bogana aftaná. Lamirnar eru ódýrar lamir úr Býkó: