Síða 3 af 5
Re: Ugly Stick
Póstað: 12. Nóv. 2009 22:47:20
eftir Guðjón
Núna er vængurinn kominn saman
og ég er byrjaður að klæða með balsa
Re: Ugly Stick
Póstað: 13. Nóv. 2009 00:34:40
eftir Guðni
Nohhh...á bara að klára þetta snöggvast..
Væri gaman að sjá myndir af þessu hjá þér...kanski seinna.
Keep up the good work..
Kv. Guðni Sig.
Re: Ugly Stick
Póstað: 13. Nóv. 2009 13:16:52
eftir Guðjón
núna vantar mig bara meiri balsa til að klæða og sýrulím:) og ég lofa að fara að taka myndir
Re: Ugly Stick
Póstað: 13. Nóv. 2009 23:41:52
eftir Guðjón
[quote=Björn G Leifsson (mjög gamall póstur)]Veistu, Sverrir, ég er nú alveg á því að til þess að líma balsa við balsa þá sé hvíta gamla trélímið langbest. Sýrulímið á sinn stað þegar þarf hraða en það hefur slæman ókost sem er gufurnar sem það gefur frá sér.
Ef maður notar það þá á maður helst að vera með viftu við hliðina á sér sem blæs burt gufunni.
Prófiði bara að halda balsabút upp í ljósið, dreypa á það þunnu sýrulími og sjá gufustrókinn sem gýs upp eftir augnablik. Þessi gufa er mjög slæm fyrir slímhúðirnar og getur ef illa stendur á, valdið slæmu ofnæmi.
Uppáhalds hvíta balsa/trélímið er Weldbond sem ég fæ hjá Þresti. Það þornar hratt og er hægt að slípa niður með balsanum. Pottþétt lím sem er þægilegt að vinna með.[/quote]
ég var að klæða vænginn í dag og sá svolítið mikila gufu og andaði því óvart að mér og það var óþæginleg lengi eftir
Re: Ugly Stick
Póstað: 14. Nóv. 2009 11:58:51
eftir Gaui K
Sammál því að trélímið er bara best !
En þar sem ég er nýbúin að setja saman svona grip þá langar mig að benda þér á eitt atrið sem er að hafa bensíntankin í ca.réttri hæð mv. blöndungin á mótor þe. miðlína á bensínanki sé nokkuð í flútti við blöndung.tankurinn var talsvert fyrir neðan þessa línu hjá mér sem virðist hafa haft það að segja að mótor gekk ekki nægilega vel nema bara hægagang. Grunar að þú sést með sömu teikningu og ég notaði
Gangi þér annars vel.
GK.
Re: Ugly Stick
Póstað: 14. Nóv. 2009 18:18:31
eftir Guðjón
ég er ekki kominn með mótor þannig að ég er ekki farinn að hussa þetta svona langt
en takk samt
Re: Ugly Stick
Póstað: 15. Nóv. 2009 16:22:25
eftir Guðjón
heyrðu en einhver væri til í að koma og kíkja á þetta hjá mér þá væri það vel þegið að fá smá leiðsögn (bara tjékka á þessufyrirmig)
... en afhverju má þráðurinn ekki heita "Ugly Stik (Fyrsta módelið sem ég smíða)
"
Re: Ugly Stick
Póstað: 15. Nóv. 2009 23:17:43
eftir Guðjón
Re: Ugly Stick
Póstað: 16. Nóv. 2009 22:11:09
eftir Árni H
Þessi frambrún á vængnum er eitthvað skrýtin. Það þarf a.m.k. að klæða með balsa alveg fram á brúnina. Hvað settirðu í frambrúnina? Er þetta beykipinni?
Re: Ugly Stick
Póstað: 16. Nóv. 2009 22:15:45
eftir Páll Ágúst
Mig langar að vita hvernig hann á að vera á litinn