Síða 3 af 3

Re: Þytur - Framkvæmdir á Hamranesi

Póstað: 22. Maí. 2024 22:10:45
eftir Eysteinn
Framkvæmdir í okkar nágrenni:

Hluti af Hamraneslínum verða komnar í jörð fyrir lok ársins (2024).

Hamraneslínur eru 220 kV háspennulínur sem liggja á milli tengivirkja Landsnets í Hamranesi og á Geithálsi.
Vegna skipulags á nýrri byggð við Ásvallabraut þarf að færa línurnar í jörð á kafla næst Hamranesi.
Tveir jarðstrengir verða lagðir á um 4 km leið, frá tengivirkinu í Hamranesi og til austurs með Hvaleyrarvatnsvegi á stuttum kafla og eftir núverandi línuslóðum um Bleiksteinsháls og Vatnshlíð ofan Hvaleyrarvatns og endar í nýju strengendavirki sem reist verður vestan Kaldárselsvegar.

Strengirnir koma í stað núverandi loftlínu sem liggur með Ásvallabraut og verður hún fjarlægð í verklok.

Mynd
Bláa línan sýnir legu jarðstrengjanna.

Mynd
Bláu punktalínurnar sýna legu jarðstrengjanna. Rauðu samsíða punktalínurnar sýna núverandi legu Hamraneslína 1 og 2. Einnig má sjá Hroðaholtslínu sem þegar hefur veri sett í jörðu og er sýnd rauð. Mynd: Efla/Landsnet.

Verklok eru áætluð 15. nóvember 2024 og yfirborðsfrágangi verður lokið vorið 2025. Verktaki er D. Ing og eftirlitsaðili er Verkís.

Re: Þytur - Framkvæmdir á Hamranesi

Póstað: 22. Maí. 2024 22:36:04
eftir Sverrir
Þeir eru búnir að vera upp á hálsi í rúma viku að róta til. Smá plús að við getum keyrt upp í hangið á meðan þeir loka ekki veginum utan vinnutíma. ;)