Síða 3 af 5
Re: RV-4 smíði
Póstað: 27. Feb. 2011 21:36:51
eftir Guðni
Ég lenti í sömu pælingum með mína vél en á endanum pantaði ég mér svokallað Canopy Glue frá Tower Hobbyes..þetta lím verður glært þegar það þornar og sést ekki en þrælheldur, tær snilld,einnig setti ég hvítt einangrunarband á canopy kantinn,mér fannst það koma betur út.
Þú ættir að styrkja hjólahlífarnar,,,þær fóru fljótlega undan hjá mér..
Þetta ætlar að verða flott vél hjá þér,,gangi þér vel með rest..
Kv. Guðni Sig.
Re: RV-4 smíði
Póstað: 27. Feb. 2011 21:42:17
eftir Gaui
Ég er sammála Þóri í sambandi við plast tengin í stýrin. Aldrei nota plast tengi í neitt nema inngjöf á mótor -- þau eru fín þar. Settu málm tengi í staðinn á stýrin. Þetta plast á eftir að brotna eða opnast. Þú mátt spyrja mig hvernig ég veit það
Til að líma glerið niður, þá er ekki mikið til af límum sem halda þessu til lengdar, en Hysol er þó undantekning. Ef þú setur Hysol og nokkrar skrúfur líka, þá verður þetta algerlega skothelt. Byrjaðu samt á því, áður en þú setur lím á glerið að sprauta Anti-Static hreynsi á það til að það sé ekki hlaðið rafmagni. Það er ótrúlegt hvað límið getur farið víða þegar rafeindirnar ýta því til og frá. Þú mátt líka spyrja mig hvernig þeg veit þetta
Re: RV-4 smíði
Póstað: 2. Mar. 2011 21:05:57
eftir Pitts boy
Takk fyrir svörin strákar.
Já ég ætla að skipta út plast clevis-unum út :/ á meira að segja fullt af stál clevis-um
já ég var einmitt búin að skoða Canopy Glue hjá Tower, en hafði ekki heirt um neinn sem hefur notað það. Fyrr en núna!!
Var einnig búin að vera að hugsa hvort væri hægt að nota undra efnið Hysol í þetta hef aldrei notað það en lesið mikið af lofræðum um það hér á Fréttavefnum.
Hvar fæ ég Hysol?
Re: RV-4 smíði
Póstað: 2. Mar. 2011 21:42:58
eftir einarak
[quote=Gaui]Ég er sammála Þóri í sambandi við plast tengin í stýrin. Aldrei nota plast tengi í neitt nema inngjöf á mótor -- þau eru fín þar. Settu málm tengi í staðinn á stýrin. Þetta plast á eftir að brotna eða opnast. Þú mátt spyrja mig hvernig ég veit það
Til að líma glerið niður, þá er ekki mikið til af límum sem halda þessu til lengdar, en Hysol er þó undantekning. Ef þú setur Hysol og nokkrar skrúfur líka, þá verður þetta algerlega skothelt. Byrjaðu samt á því, áður en þú setur lím á glerið að sprauta Anti-Static hreynsi á það til að það sé ekki hlaðið rafmagni. Það er ótrúlegt hvað límið getur farið víða þegar rafeindirnar ýta því til og frá. Þú mátt líka spyrja mig hvernig þeg veit þetta
[/quote]
Hvernig veistu þetta allt??
En hafið heyrt um Shoe Goo?
Shoe goo er snilldar lím sem við notum í fjarstýrðukappakstursbílahobbýinu til að líma saman, styrkja og gera við lexan (poly carbonate) body sem eru úr sama efni og margar canopyur. Eins og flestir vita þá er mjög erfitt að fá mörg lím til að festar við poly carbonate en shoo goo-ið nær fullkominni festu í það á örfaum sekúndum. Þetta lím er frekar þykkt og seigt, og lekur því ekki, er svo gott sem glært, og verður ekki grjót hart þegar það harðnar heldur helst það sveigjanlegt og brotnar ekki. Þess vegna erum við að nota það í rc bíla bodýin.
Shoe Goo fæst hjá smábílar.is :
http://rchobby.is/search.php?orderby=po ... arch=Leita
Herna er einhvað um þetta:
http://en.wikipedia.org/wiki/Shoe_Goo
Re: RV-4 smíði
Póstað: 3. Mar. 2011 05:24:41
eftir Sverrir
[quote=Pitts boy]Hvar fæ ég Hysol?[/quote]
Hysol fæst í útlöndum, fljótlegast er að panta það Evrópumegin, t.d. hjá
Al's Hobbies.
Re: RV-4 smíði
Póstað: 3. Mar. 2011 13:55:35
eftir Björn G Leifsson
[quote=Sverrir][quote=Pitts boy]Hvar fæ ég Hysol?[/quote]
Hysol fæst í útlöndum, fljótlegast er að panta það Evrópumegin, t.d. hjá
Al's Hobbies.[/quote]
Dásamlegt efni, keypti tvær túbur hjá Al, hér um árið og það nýtist vel.
Muna bara að maður verður að eignast handfangið ("byssuna") en það þarf maður bara að kaupa einu sinni.
Svo er gott að panta með nokkra blöndunarstúta fyrir stóru og djúpu límingarnar.
Það er faktískt furðu lítið sem verður eftir í þeim og ég nota bút af eldsneytisslöngu til að blása úr og nýta þessa hálfu teskeið eða svo sem er ístútnum.
Re: RV-4 smíði
Póstað: 3. Mar. 2011 20:22:54
eftir Pitts boy
[quote=Sverrir][quote=Pitts boy]Hvar fæ ég Hysol?[/quote]
Hysol fæst í útlöndum, fljótlegast er að panta það Evrópumegin, t.d. hjá
Al's Hobbies.[/quote]
Jaaaháá.... það er skemtilegt
og ég er einmitt á leið til "útlanda"
er að spá í að taka lykkju á leið mína (Konan fattar það ekkert) og hitta alveg "óvart" á eina af búðunum hans Al
hehe.... þá verður hún nú hissa "Nei Skooo er ekki bara mótelbúð þarna!!" Ég ætla líka að kíkja í módel búðina í Birmingham verð að veltast einn þar í 2-3 daga.
Það er greinilega algjört "must" að eiga svona túpu í lím hillunni góðu.
Re: RV-4 smíði
Póstað: 3. Mar. 2011 21:02:49
eftir Sverrir
Mesta úrvalið í
Milton Keynes ef þú verður þar nálægt.
Re: RV-4 smíði
Póstað: 3. Mar. 2011 22:15:46
eftir Jónas J
Alltaf gaman að regast á svona búið þegar maður fer erlendis.... he he he
Re: RV-4 smíði
Póstað: 4. Mar. 2011 12:20:34
eftir Gaui K
Nú líst mér vel á kallinn! ferðu ekki örugglega með stórustu ferðatöskuna