Re: Heinkel He 111 F8+GM
Póstað: 25. Des. 2011 00:22:39
Ég held að þetta hafi verið besti aðfangadagur í marga áratugi, þó að Gígur hafi komist inn í búr og étið á tveim mínútum hangikjöt sem átti að duga fimm manns í tvö mál og rúmlega það.
Gummi Haralds kíkti inn seinnipartinn í dag og færði mér jólagjöf. Þegar ég tók hana upp kom í ljós partur af flugvélinni sem ég er að smíða. Raunverulegur forngripur, stríðsminjar:
Þetta virðist vera hluti af einhverju stýrinu, en ég á eftir að ræða þetta nánar við Gumma. Ég get ekki ímyndað mér hvar eða hvernig hann kom höndum yfir þetta, en ég hef ekki fengið margar betri gjafir en þetta.
Gummi Haralds kíkti inn seinnipartinn í dag og færði mér jólagjöf. Þegar ég tók hana upp kom í ljós partur af flugvélinni sem ég er að smíða. Raunverulegur forngripur, stríðsminjar:
Þetta virðist vera hluti af einhverju stýrinu, en ég á eftir að ræða þetta nánar við Gumma. Ég get ekki ímyndað mér hvar eða hvernig hann kom höndum yfir þetta, en ég hef ekki fengið margar betri gjafir en þetta.