Síða 3 af 3

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstað: 9. Okt. 2011 12:08:44
eftir Björn G Leifsson
Ekki einu sinni reyna að líma þetta. Ég þekki JB-Weld sem Einar talar um, það er mjög gott málm-epoxy og eflaust hægt að nota á ýmislegt í neyð en ekki mótor eins og DA þar sem mikið er um högg og titring ég hef notað það t.d. á pottlokshandfang heima og það gaf sig á endanum eftir nokkur ár.
Fyrir ykkur sem greinilega trúið ekki á Durafixið þá get ég lofað ykkur að vel hepnuð lóðning með því er jafn góð rándýrri álsuðu og það er tiltölulega auðvelt í notkun ef maður kann aðferðirnar. Ég get sýnt ykkur það einhvern tíma.

Kveðjur frá sunnudagssólinni í Svíþjóð.

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstað: 9. Okt. 2011 16:15:05
eftir einarak
Ég hef trú á durafixinu, kosturinn við það líka er að það þarf ekki að hita efnið nærrum því eins mikið og ef það ætti að sjóða þetta.

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstað: 12. Jún. 2016 16:49:45
eftir maggikri
Ég lét sjóða þetta fyrir mig. það er allavega búið að þola eitt flug, sjáum hvað setur.
kv
MK