Hvað þarf að varast?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Hvað þarf að varast?

Póstur eftir kip »

Hermirinn er snilld!, ekkert nema skemmtilegheit. :P RefleX Xtr heitir þessi hermir. Tvennt sem mig langar að vita.
1. Hvernig geti ég notað hann án þess að nota batterýin í sendinum, leiðinlegt að þurfa að stoppa og hlaða...
2. Hvar fæ ég fleiri vélar fyrir RefleX Xtr?
Er í sveitinni og trainerinn er eiginlega afskrifaður eftir daginn í dag. Dó á mótor í flugtaki í svona 11 hnútum hér á heiðinni og lendingarstaðurin bak við hæð, sumsé blind lending og hún rúllaði á vængendunum :D Slapp furðuvel en ég er orðinn svo leiður á að líma þessa fljúgandi epozyklessu...
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hvað þarf að varast?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Eins og áður kom fram:

http://www.rc-sim.de/index_en.htm

var fullt af skemmtilegheitum þarna síðast þegar ég gáði.
Þeir eru greinilega orðnir svoldið blankir þarna og búnir að setja upp svona dóneisjon síðu fyrir framan gotteríið svo kannski ætti að henda smá ölmusu í þá ef maður dánlódar eitthvað að ráði.

En það er þess virði skalégseigjyggur
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Hvað þarf að varast?

Póstur eftir kip »

Magnað! En hvað með rafmangið, ég er búinn að gera alla brjálaða á heimilinu með píppinu í sendinum þegar hann er að verða rafmangslaus...
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hvað þarf að varast?

Póstur eftir Sverrir »

Fá sér „alvöru“ fjarstýringu sem er nóg að stinga snúrunni í en þarf ekki að kveikja á :P
Nú eða vera með tvo sendipakka, sýnist þú fara að verða kominn á það stig ef áfram heldur sem fram horfir ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hvað þarf að varast?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Sverrir]Fá sér „alvöru“ fjarstýringu sem er nóg að stinga snúrunni í en þarf ekki að kveikja á :P[/quote]
Mínar alvörustýringar eyða nú samt rafmagni

[quote=Sverrir]Nú eða vera með tvo sendipakka, sýnist þú fara að verða kominn á það stig ef áfram heldur sem fram horfir ;)[/quote]
Maður getur alltaf á sig batteríum bætt. ;)
Annað sem manni dettru í hug að nefna í þessu sambandi er mikilvægi þess að vera með góð hleðslutæki. Hvílíkur munur á meðal annars endingu sendarafhlöðunnar eftir að maður fékk alvöru hleðslutæki og gat farið að "sækla"
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hvað þarf að varast?

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Björn G Leifsson][quote=Sverrir]Fá sér „alvöru“ fjarstýringu sem er nóg að stinga snúrunni í en þarf ekki að kveikja á :P[/quote]
Mínar alvörustýringar eyða nú samt rafmagni[/quote]
Usss, skiptu þeim út og fáðu þér nýjar :rolleyes:
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hvað þarf að varast?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Já en bíddu... stýringin gengur ekki fyrir lofti. Hun verður að nota smá rafmagn til að framleiða merkið sem hún gefur frá sér í trainer/DSC/simulator snúruna. Það sem þær gera hins vegar ekki (þegar DSC snúran er í sambandi) er að gefa frá sér radíómerki sem eyðir talsvert meira.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Hvað þarf að varast?

Póstur eftir kip »

Svo ég skilji þetta rétt, mér sýnist fútúbían mín vera eyða jafn miklum straum í herminum og í flugi, ég er næstum viss um að hún er að senda út radíómerki þegar ég er í herminum. Er JR með þetta öðruvísi? Skeppir JR þá að senda radíómerki og mjaltar bara smá út fyrir herminn, og fær jafnvel straum úr usb?
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hvað þarf að varast?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Veit ekki með Fútöpur en Joðerr er bara með 2-póla stungu sem virkar þannig að stýringin kveikir á sér þegar stungunni er troðið í gatið og hún gefur þá ekki frá sér merki gegnumloftnetið heldur bara gegnum leiðsluna. þess vegna er hægt að nota þennan útgang fyrir:

1)DSC = direct servo control þannig að maður tengir þessa tvo póla beint í móttakarann. Þannig getur maður stýrt vélinni án þess að trufla aðra með radíómerkjum.
2)Trainer snúru milli tveggja stýringa
3)Stýra hermi.

Er það þannig Sverrir að nýmóðins stýringar taki við straumi úr USB tenginu? Ekki segja mér að ég þurfi að fara að útskýra enn einu sinni fyrir konunni af hverju ég þarf nýja flotta fjarstýringu :D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hvað þarf að varast?

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Björn G Leifsson]Er það þannig Sverrir að nýmóðins stýringar taki við straumi úr USB tenginu? Ekki segja mér að ég þurfi að fara að útskýra enn einu sinni fyrir konunni af hverju ég þarf nýja flotta fjarstýringu :D[/quote]
Það væri ekki verra, kemur vonandi næst ;) Ertu ekki að verða kominn í góða æfingu :D
Icelandic Volcano Yeti
Svara