AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir raRaRa »

Ég mun ávallt nota enskar slettur, annars mun engin fatta hvað ég er að tala um. Sama geri ég í tölvunarfræði, hef aldrei verið jafn týndur þegar einhver notar íslensk heiti í forritun/stærðfræði.

Með því að vita enska heitið er líka mun auðveldara að Googla hlutina sem hjálpar mikið! Netið er nánast #1 þegar það kemur að leita að upplýsingum.

Kannski er þetta bara þróun, fólk blandar saman það besta úr tungumálum og nýtt tungumál kemur út frá því. Hvað veit ég annars?
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Agust »

þegar ég var við nám og nýútskrifaður notaði ég mikið ísl-ensku í hugtökum í tækni og stærðfræði. Við töluðum mikið bullmál þá. Það gerðu reyndar ekki síður þeir sem stóðu í flugrekstri og er mér minnisstætt þegar ég heyrði starfsfólk í fluginu tala um "innfanta" meðal farþega, en þá var einfaldlega verið að ræða um blessuð börnin. Invalídar heyrðist líka, og kannski fleiri orðskrípi. Er ekk enn talað á ísl-ensku um krúið?

Smám saman hefur þróunin orðið sú að menn eru farnir að vanda mál sitt. Fjölmargar orðanefndir hafa starfað og verið afkastamiklar. Sem dæmi get ég nefnt orðanefnd rafmagnsverkfræðinga sem hefur starfað í 71 ár, komið með 17.000 nýyrði og gefið út 17 bækur. Mörg þessara orða eru okkur töm, svo sem orðið skjár em allir skilja. Þetta er gamalt og gott orð yfir glugga sem hefur fengið nýja merkingu. Fleiri orð eru ættuð frá orðanefndinni svo sem segulsvið, raflögn, spennistöð, rofi og tengill, loftnet, myndband og hljóðband.

Í mínu starfsumhverfi leitast menn við að nota íslensk hugtök. Stundum setur maður enska orðið í sviga fyrir aftan, ef maður er ekki viss um að lesandinn skilji íslenskuna vel. "Stjórnkerfið er með tveim umfremdar tengdum (redundant) iðntölvum og er leitast við að hafa kerfið með bilanatraustum (fail-safe) kerfislausnum..."

Einhvern vegin finnst mér að þeir sem tala mikið bullmál hafi ekki tæknina eins vel á valdi sínu og þeir sem hafa skilning á að nota þau íslensku orð sem til eru. Um þetta gildir kannski svipað og haft er eftir Einstein: "If you can't explain it simply, you don't understand it well enough."

Ég mæli því eindregið með því að við temjum okkur að nota góða íslensku í öllu rituðu máli sem fer frá okkur.

(Um orðanefnd RVFÍ http://www.vfi.is/utgafa/ordanefnd-rvfi/)
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Jónas J]Væri ekki bara lang auðveldast og skiljanlegast að nota bara enska heitið á þetta ????? fail-safe.
Að íslenska öll orð er bara til þess að gera hlutina flóknari, sjáið bara með bílana okkar það er búið að íslenska meira og minna allt í þá "loka loka lok". Sum orð eru betur sett á ensku það er mitt mat.[/quote]

Hér er komið langt út fyrir tilgang þessa umræðuþráðar. Fyrir okkur sem finnst vænt um málið og reynum að nota það vel er það eftirsóknarvert að nota sem mest íslensk, skiljanleg hugtök. Ef einhver vill sletta útlensku þá má hann það en það er ekki endilega betra eða gagnlegra.

Höldum okkur nú við efnið. Það sem ég er að fiska eftir er að menn lesi þetta ameríska plagg sem ég vitnaði til og sérstaklega að fara gegnum rökstuðninginn fyrir hinum mismunandi atriðum og hugsi sig svo vel um hvort og hvað við getum notað okkur til gagns.
Allar skoðanir eiga rétt á sér en umræðan þarf að sjálfsögðu að vera málefnaleg svo hún geri gagn.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Agust »

[quote=Björn G Leifsson]

...Höldum okkur nú við efnið.... [/quote] Tek þetta til mín :)

--- --- ---

1) Í greinargerðinni á AMA síðunni sé ég að AMA hefur skoðað reglur bresku, kanadísku og áströlsku flugmódelsamtaknna og gildir hjá öllum að:

A) Aðstoðarmaður (skyggnir, spotter) þarf að vera við hlið skjáflugmannsins (FPV pilot) og vera með sendi sem tengdur er með naflastreng við sendi flugmannsins.

og

B) Hámarks fjarlægð flugmódels frá flugmanni takmarkst af sjónlínu (visual line of sight), þ.e. þeirri fjarlægð sem hægt er að fljúga módelinu örugglega án skjágleraugna.


Þetta finnst mér skynsamlegt og væntanlega ekki af ástæðulausu að þetta sé haft í reglum þessara félaga. Mæli með því að þessi atriði verði tekin upp í íslensku reglunum. (Spurning þó hvort naflastrengs-sendir eigi að vera krafa).

-

2) Það kemur einnig fram að nota verði senditíðnir sem FCC (fjarskiptaeftirlitið) hefur samþykkt.

Þetta finnst mér mikilvægt og nauðsynlegt, þ.e. miða við reglur Póst & fjarskiptastofnunar.

-

3) Það kemur fram í reglum AMA (eða drögum að reglum) að hámarksþyngd sé um 7 kg og hámarksflughraði um 112 km/klst.

Hér verð ég hugsi. Dæmigert kvartskalamódel með 5 hestafla bensínmótor (t.d. 50cc) getur uppfyllt þessi skilyrði. Þetta finnst mér óþarflega stór og þung módel sem gætu verið hættuleg.
(Mig minni að minn gamli Ultra-Hots með Zenoah-62 bensínmótor og 60cm spaða geti uppfyllt þessar kröfur).


4) Er eitthvað í reglunum sem mælir gegn því að flogið sé (jafnvel 7kg módelum) yfir þéttbýli? Sá það ekki, en finnst að slíkt þurfi að vera.


5) Ætti að fjalla um að flugmódel fyrir skjáflug skuli hafa ákveðinn eiginstöðugleika, þannig að minni líkur séu á að það fari lóðbeint í jörðina af litlu tilefni (t.d. ofris), þ.e. flugmódel með eiginleika kennsluflugvélar frekar en listflugvélar? Þ.e. flugvél sem er þannig að bilunartrygga virknin (fail-safe) í fjarstýringunni geti lent vélinni sæmilega sómasamlega ef með þarf (svifið niður)...
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir raRaRa »

Skv. nýju AMA reglunum þarf ekki lengur naflastreng (e. buddybox) fyrir FPV flug. Ég mæli með þessum RCGroups þráð varðandi breytinguna.
http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1762626

Svo virðist sem flestir AMA klúbbar séu mjög léttir með þessar reglur svo FPV áhugamenn haldi sig innan klúbbar. Ef strangar reglur verða bundnar við FPV flug, þá kæmi mér ekki á óvart að fólk leiti annað. Sjálfur hef ég velt því fyrir mér hvernar það kemur að því að ég get ekki lengur verið meðlimur í Þytur.

Sem forvitinn nörd hef ég mjög gaman að því að fljúga utan sjónlínu og fljúga langar vegalengdir sem myndu stangast við þessar reglur (og ábyggilega núverandi reglur sem eru í gildi).

En auðvitað þarf að skilgreina almennar reglur um þessa tækni svo hætta skapist ekki. En því miður myndi það líka orsaka það vandamál að fólk verður meira anonymous og haldi sig utan klúbba, sem getur ollið jafn mikilli hættu.

Punkturinn er sá að FPV áhugamenn eru ánægðir með stefnu AMA með því að aflétta buddybox regluna, en reglurnar eru enn langt frá raunveruleikanum. Flestir, ef ekki allir FPV áhugamenn eru að brjóta AMA reglur daglega.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3680
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Gaui »

Það sem þarf að hafa í huga þarna, Jón Trausti, er að þegar menn brjóta reglur AMA, þá mun tryggingarfélag AMA ekki þurfa að borga bætur ef eitthvað fer úrskeiðis. Um leið og bætur eru greiddar, þá hækka iðgjöld. Því er stjórn AMA að setja reglur sem munu hafa sem minnstan kostnað í för með sér fyrir AMA o0g aðildarfélög þess.

Það er EKKI verið að útiloka skjáflugmenn, bara takmarka hvenær bætur skuli greiddar út ef tjón verður af slíku flugi.

Við hér fyrir norðan settum reglu hjá okkur þar sem sjónlína og aðstoðarmaður með naflastreng eru sett sem skilyrði fyrir skjáflugi vegna þess að ef eitthvað kemur uppá á Melunum, þá er það ekki bara tryggingamál, heldur hreinlega spurning um hvort við fáum að fljúga þar áfram.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ef ég skil þetta rétt þá notar AMA hér hugtakið "policy statement" sem gæti best þýtt "stefnumörkun" Þeir eru sem sagt ekki að setja reglur (regulations eða rules) sem hafa mun meira vægi og allir verða að hlýða. Þeir gáfu þessi tvö skjöl fyrst út árið 2008 (#550 um FPV) og 2011 (#560 um sjáfstýribúnað ofl.) en hafa nú endurskoðað þau.
Um upphaflegu skjölin segir:
[quote]These policies were adopted to provide operational guidelines for AMA members that would enable them to participate in these disciplines within the parameters of AMA’s safety programming.[/quote]

Nú sjá þeir að breytt og þróuð tækni hefur valdið mikilli aukningu á iðkun og vilja að sjálfsögðu bregðast vel við. Þeir hafa svo sannarlega unnið mikla vinnu og hugsað vel um hvað þeir eru að gera. Þetta eru ekki bara einhverjir fúlir kallar að stugga burt krökkum með græjur úr Rúmfatalagernum.

Takið til dæmis eftir spurningu/svari númer 10 þar sem þeri taka fram að ef vel er að málum staðið þá getur flug með aðstoð nýrrar tækni jafnvel talist öruggara en hefðbundið! Þetta er ekkert smá stökk fyrir gamla fauska að viðurkenna svona lagað ;)

Þó þetta sé "bara" stefnuyfirlýsing þá hefur hún samt mjög mikið vægi því ef menn brjóta klárlega gegn leiðbeiningunum og eitthvað alvarlegt kemur upp á þá getur AMA fyrrt sig ábyrgð með því að vísa til þessara leiðbeininga og það sem mikilvægast er, ábyrgðartryggingin sem AMA félagar fá með aðildinni gildir þá væntanlega ekki.

AMA er að hugsa um hagsmuni heildarinnar, alveg eins og við viljum og þurfum að gera hér.
Það má til dæmis velta því fyrir sér að það er ekkert sjálfsagt að við fáum að fljúga flugmódelum og halda úti góðri aðstöðu til þess. Það eru eiginlega forréttindi.
Viðurkenndir módelflugvellir verða gjarnan skotspónn fólks sem vill losna við þá af einni og annarri ástæðu, yfirleitt byggðri á misskilningi. Það er því mikið í húfi að skapa hvorki hættu né óþarfa ónæði, til dæmis með því að fljúga "óvarlega" út fyrir vallarsvæðið.
Vonandi eru menn ekki búnir að gleyma því að nýlega var Flugmálastjórn sent erindi út af módelflugi sem sýnt var á Jútjúbinu.
Það er jafn mikilvægt að samfélag módelmanna sjái til þess að allir séu sáttir og vilji vera innan þeirra vébanda eins og að setja "operational guidelines" sem auka öryggi og þar með ánægju.

Í Helsingborg þar sem ég bjó í tólf ár neyddust flugmódelmenn til að hætta að fljúga öðru en rafmagnsrellum og það aðeins á afmörkuðum tímum í vikunni. T.d. var bannað að nota flugsvæðið á sunnudögum því hundaviðrarar og ratleiksiðkendur voru taldir rétthærri! Ekki var kostur á öðru flugsvæði svo þetta var málamiðlunin til þess að fá þó að fljúga eitthvað.

Hér heima getum við auðveldlega lent í svipuðum þrengingum. Því verðum við að sýna áhugamálinu og hinum félögunum þá virðingu að fara að öllu með gát, kunna vel til verka og fylgja þeim "operational guidelines" sem við í sameiningu setjum upp.



Höldum endilega áfram að skoða þetta...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Takið eftir að naflastrengskennslu er í AMA leiðbeiningunum aðeins "krafist" meðan verið er að ná fullum tökum á skjáfluginu.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3680
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Gaui »

[quote=Björn G Leifsson]Viðurkenndir módelflugvellir verða gjarnan skotspónn fólks sem vill losna við þá af einni og annarri ástæðu, yfirleitt byggðri á misskilningi. Það er því mikið í húfi að skapa hvorki hættu né óþarfa ónæði, til dæmis með því að fljúga "óvarlega" út fyrir vallarsvæðið.[/quote]

Þegar ég byrjaði að fljúga árið 1979, þá var okkar flugsvæði á Sandskeiðinu í samfloti með svifflugufélaginu og þeim sem vildu æfa lendingar og flugtök á vélflugum (svipað og er nú á Melgerðismelum). Á árinu 1981 (minnir mig -- þeir mega leiðrétta sem vita betur) urðu tvö slys á svifflugum á Sandskeiðinu -- sem þó höfðu ekkert með flugmódelflug að gera -- og í kjölfarið kom upp rosaleg móðursýki sem beindist gegn okkur og endaði með að við urðum að fara annað. Við prófuðum hina og þessa staði en enduðum að lokum á Hamranesinu.

Af þessu má sjá að þeir sem hafa stundað módelflugið hvað lengst hér á landi vita hvað það er að missa flugaðstöðu og ég vil helst ekki þurfa að ganga í gegnum slíkt aftur.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
INE
Póstar: 294
Skráður: 11. Júl. 2009 21:35:56

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir INE »

Er það hérna sem maður pantar 16" með pepperoni, sveppum og lauk?
Ingólfur Einarsson
YAK54/DLE111 ? ULTRA STICK/DA35 ? ELAN/P120SX ? ULTRA FLASH/P120SE
Svara