AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote]The AMA is excited to announce the completion of revisions to its policies for R/C model aircraft operations utilizing First Person View (FPV) systems (AMA document # 550) and Failsafe, Stabilization and Autopilot Systems (AMA document #560).[/quote]

Á þessari síðu má finna þrjú .PDF skjöl sem Bandaríska módelflugbandalagið var að gefa út.

Þar leggja þeir nýendurskoðaðar línurnar fyrir sjónvarpsflug (FPV), öryggisbúnað ("Failsafe", getur einhver komið með betra íslenskt nafn?), stöðugleikabúnað og sjálfstýringar.

Það nægir að hlaða niður fyrsta skjalinu, hin tvö eru sjálfar reglugerðirnar sem má finna í fyrsta skjalinu. í því fyrsta er rökstuðningur og útskýringar. Takið sérstaklega eftir spurningum og svörum aftarlega í skjalinu. Þar kemur vel fram hvað AMA er að hugsa með þessu.

Ég hvet alla sem vilja láta sig málið varða að lesa vel í gegnum þetta og velta þessu fyrir sér og koma svo með álit og hugmyndir um hvort og hvernig við getum nýtt okkur þetta hér á klakanum.

Er bara búinn að renna einu sinni hratt gegnum þetta sjálfur. Það er margt gott í þessu og mér sýnist AMA vera á réttri braut. Þetta er alltaf spurning um að sætta mörg sjónarmið og gæta hagsmuna fjöldans.

Vinnuhópurinn sem er að ræða og vinna að íslenskum leiðbeiningum og reglum kemur a sjálfsögðu til með að til með að nýta þetta og sjónarmið sem menn hafa um þetta koma sér vel svo látið heyra í ykkur hvað ykkur finnst.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3675
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Gaui »

[quote=Björn G Leifsson]"Failsafe", getur einhver komið með betra íslenskt nafn?[/quote]

Ég lagði til orðið FORSTILLINGAR.

Mér finnst mikilvægara að finna gott íslenskt orð fyrir enska orðið SPOTTER. Aðstoðarmaður er ekki alveg að gera sig.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3675
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Gaui »

Ég renndi hratt í gegnum þetta og fannst athyglisvert að þeir sem ætla að fljúga skjáflug og halda AMA tryggingunni verða að takmarka flug sitt við sjónlínu (visual line of sight) þannig að spotterinn geti tekið við stjórninni ef eitthvað kemur uppá.

Annað sem sló mig er þyngdartakmörk á 15 pund eða um 7 kíló, og hraðatakmörk á 70 mph eða um 100 km/klst, sérstaklega til að koma í veg fyrir að hægt sé að skjáfljúga risastórum módelum sem geta borið þunga fragt. Þeir eru greinilega hræddir við hryðjuverk.

Svo leggja þeir blátt bann við upptökum úr svona flugvélum nema með skriflegu leyfi þeirra sem hugsanlega verða kvikmyndaðir. Þetta gera þeir vegna þess að 4. viðbót við stjórnarskrána verndar einkalíf og persónu borgaranna og AMA vill ekki eiga á hættu að fá á sig íþyngjandi reglur frá yfirvöldum.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1586
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Árni H »

[quote=Gaui][quote=Björn G Leifsson]"Failsafe", getur einhver komið með betra íslenskt nafn?[/quote]

Ég lagði til orðið FORSTILLINGAR.

Mér finnst mikilvægara að finna gott íslenskt orð fyrir enska orðið SPOTTER. Aðstoðarmaður er ekki alveg að gera sig.

:cool:[/quote]

Spotti? :D Enginn má fljúga án þess að hafa spotta. Spottaðu mig! Ertu til í að spotta mig? Ég spottaði hann. Hann spottaði mig (Hmmm - hljómar kannski ekki nógu vel...) :D Það vantar spotta o.s.frv.

Enskan íslenskuð - er nokkuð að því? Eða er ég "ude at skide"...?
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Agust »

Tvö hugtök sem finnast í orðalistum yfir fail-safe:

Virkt öryggi. (Hugtakasafn Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytis)

Bilunartraustur. (Tölvuorðasafnið)

Mér finnst bilunartraustur ná betur merkingunni.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Agust »

Það er talað um að spotterar séu á útkikkinu.

Orðin skima og kaga ná yfir þessa athöfn. Menn fóru á Kögunarhól til að kaga. Fyrirtækið Kögun var stofnað til að þjónusta ratsjár Bandaríkjahers.

Spotter getur því verið kagari.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir einarak »

Fail safe - fall vari
Passamynd
Gaui
Póstar: 3675
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Gaui »

[quote=Agust]Bilunartraustur. (Tölvuorðasafnið)[/quote]

"Bilunartraustur" er lýsingarorð og þá þarf að búa til nafnorð (bilunartraust) og sögn (bilunartreysta) -- gerir þetta sig ??

Ég held að Spotti og jafvel Kíkir séu betri en kagari.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Agust »

[quote=Gaui][quote=Agust]Bilunartraustur. (Tölvuorðasafnið)[/quote]

"Bilunartraustur" er lýsingarorð og þá þarf að búa til nafnorð (bilunartraust) og sögn (bilunartreysta) -- gerir þetta sig ??

Ég held að Spotti og jafvel Kíkir séu betri en kagari.

:cool:[/quote]

Fail-safe er líka lýsingarorð. Ekki nafnorð og enn síður sagnorð. Talað er um fail-safe device, fail-safe equipment, fail-safe circuit, fail-safe design, o.s.frv. Fail-safe hugtakið er mikið notað í hönnun á alls konar vélbúnaði og táknar eiginlega "öryggi þrátt fyrir bilun". Við bilun fer búnaðurinn í einhverja þá stöðu sem lágmarkar tjón og slysahættu.

Svo eigum við til íslenska orðið skyggnir, sem þýðir nákvæmlega sama og enska orðið spotter.

Samstofna orð eru til dæmis að skyggnast, gott skyggni, vera skyggn..., en þau tengjast öll hugtakinu að sjá.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Tómas E »

Ég er einmitt með svona fail safe stillt, ef ég missi samband þá fer vélin sjálfkrafa í return to home, svo get ég líka kveikt á því sjálfur ef vandamál kemur upp og bjargaði það einu sinni vélinni minni frá því að týnast út á sjó :)
Svara