Síða 3 af 3
Re: 30% Piper Cub, Wendell Hostetler, sem Guðjón Kjartansson smíðar
Póstað: 22. Apr. 2007 20:25:21
eftir Gaui K
já ég er nú eiginlega hættur við að mála hana núna í bili allavega ég ætla bara að fljúga henni og sjá til hvort hún vilji fljúga! ef hún verður eitthvað leiðinleg að fljúga þá er betra að vera ekkert að eyða meiri tíma í þetta! Ég hef nefnilega smíðað vél eftir teikningu áður og hún varð eitthvað misheppnuð greyið og var mjög óstýrilát enda endaði hún lífdaga sína fljótlega á Eyrabakkvelli svo að nú ætla ég bara að sjá hvað þessi gerir áður en ég geri meira en núna er hún sem sagt nánast tilbúinn í fyrsta flug bara eftir að tengja servo í vængjum og setja gott batterý
+ eitthvað smá slikkerý.
kv,Gaui K
Re: 30% Piper Cub, Wendell Hostetler, sem Guðjón Kjartansson smíðar
Póstað: 22. Apr. 2007 21:21:18
eftir Gaui K
Já hér kemur svo fyrirmyndin
Þó að vanti talsvert uppá að þær séu eins þá verða allavega sömu stafir á þeim !! þetta reyndist bara vera of erfitt að ætla að gera þetta alveg í sömu mynd og stóra vélin svo að þetta verður bara að vera svona enda næsta smíðaverkefni komið á borðið :rolleyes:
Re: 30% Piper Cub, Wendell Hostetler, sem Guðjón Kjartansson smíðar
Póstað: 10. Maí. 2007 22:35:30
eftir Gaui K
Jæja þá.
Þá er hægt að segja það að nú sé " littla DÝRIÐ " til í að fara að hefja sig til flugs! Skaust á Selfossflugvöll í kvöld og tókum nokkrar myndir eftir að sú stærri hafði verið þvegin og skrúbbuð.Ég er ekki frá því að það sé bara svipur með þeim:)
Ég á aðeins eftir að ganga betur frá stélhjóli og svo er bara að fá gott veður og láta vaða!!
Gaui K.
Re: 30% Piper Cub, Wendell Hostetler, sem Guðjón Kjartansson smíðar
Póstað: 10. Maí. 2007 22:54:02
eftir Gaui
Glæsilegt hjá þér Gaui. Ég er ekki í vafa um að hún flýgur eins og engill.
Re: 30% Piper Cub, Wendell Hostetler, sem Guðjón Kjartansson smíðar
Póstað: 10. Maí. 2007 23:14:50
eftir Sverrir
Til hamingju, gaman að sjá hana komna út á flugvöll.
Væri ekki ráð að græja flot á gripinn svo þú getir notað báða vellina þegar þú kemur í heimsókn til okkur
Re: 30% Piper Cub, Wendell Hostetler, sem Guðjón Kjartansson smíðar
Póstað: 11. Maí. 2007 09:02:50
eftir Björn G Leifsson
Hún er allavega flug-leg. Hlakka til að sjá hana. Spurning hvort ég verði eitthvað fyrir austan um helgina?
Er búið að leggja inn flugáætlun?
Re: 30% Piper Cub, Wendell Hostetler, sem Guðjón Kjartansson smíðar
Póstað: 11. Maí. 2007 14:42:28
eftir Gaui K
Jú hún ætti nú að fljíga og er jú flugleg:)
Tja ef veðrið lahst þá fer ég á völlin það er alveg klárt. En hér á Selfossi er bar rokbelgingur og ekkert flugveður og held að spáin sé bara að það verði svo um helgina
En aldrei að vita það lægir nú oft á kvöldinn svo það væri þá kanski helst þá.
Annars er ég ekkart að flýta mér það kemur veður einn góðan veðurdag!
kv Gaui K