Síða 3 af 14

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstað: 15. Mar. 2007 14:23:16
eftir maggikri
Er þetta nýtt fyrirtæki í samsetningum flugvéla. FlugHnit ehf.

kv
MK

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstað: 15. Mar. 2007 20:04:13
eftir Offi
Það er alltaf hugmynd... FlugHnit Assembly Factory. :D

Vélin er komin með vinnuheitið "Korterið". :lol:

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstað: 15. Mar. 2007 22:40:04
eftir Gaui
Ég dáist að þér að þú skulir geta hamið þig og hætt eftir kortér. Þegar vel gengur er jafnvel stundum erfitt að fá mig í mat og er ég þó sólginn í kaloríur.

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstað: 16. Mar. 2007 13:17:50
eftir Offi
[quote=Gaui]Ég dáist að þér að þú skulir geta hamið þig og hætt eftir kortér. Þegar vel gengur er jafnvel stundum erfitt að fá mig í mat og er ég þó sólginn í kaloríur.[/quote]
Svona er maður með mikinn járnvilja. Er að auki búinn að vera reyklaus síðan 4. jan. eftir 27 ára samfelldar reykingar. Þvílíka ofurmennið!

Ég get hins vegar sagt að þetta smitar mikið útfrá sér hér á vinnustaðnum. "Korterið" fær mikla athygli og það eru nokkrir á leið út í ljósið með áður dulda flugvélaást. Hið besta mál.

Þetta gerðist annars helst í Korterinu í dag: Ég strippaði klæðninguna af stélinu fyrir límingu. Svo límdi ég. Svo náði ég að beygja stélshjólsvírinn í rétt horf og tyllti honum á með límbandi. Meira náðist ekki að framkvæma á korteri.

Mynd

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstað: 16. Mar. 2007 13:19:30
eftir Árni H
Ég kannast við svona stél - það hangir eitt við borðið mitt á Grísará :)

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstað: 19. Mar. 2007 12:56:02
eftir Offi
Vonandi áttu allir góða helgi. Hér kemur korter dagsins: Stélið er komið á sinn stað ásamt stélhjóli. Rífandi gangur í þessu prójekti.

Mynd

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstað: 19. Mar. 2007 14:30:03
eftir einarak
Helduru að hún komi til með að fljúga lengur en í korter??? Mynd

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstað: 19. Mar. 2007 19:03:09
eftir Haraldur
Það má ekki fljúga henni lengur en korter í einu.

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstað: 19. Mar. 2007 23:18:31
eftir Offi
Henni verður flogið eftir 15 ár... eða aldarfjórðung. Ég á eftir að ákveða hvort verður fyrir valinu. :rolleyes:

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstað: 20. Mar. 2007 12:58:21
eftir Offi
Jæja... hér kemur 12. korterið. Ég merkti, boraði og skrúfaði mótorfestingarnar á mótorinn.

Mynd