Adrenaline 120

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Haraldur »

Þegar smíðinni er lokið þyrfti að taka út öll bull kommentin, þannig að hægt verði að lesa smíðasöguna frá A til Ö án þess að lesa allt bulllið inn á milli.
Þannig er hægt að skoða þessar frábæru lýsingar og myndir aftur og aftur án "noise".

Myndir segja oft meira en þúsund orð, og hefur mér reynst betur að skoða myndir af lausnum heldur en að lesa texta um það. S.s. haldu áfram að taka myndir og setja þær inn í söguna.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Þreifarinn,,, fölerinn sem þið sjáið á þessari mynd er reyndar erfðagripur frá afa mínum sem var vélfræðingur og kenndi nánast öllum vélstjórum á Íslandi hér á árum áður. Hann stóð fyrir vélstjórnarnámskeiðum og ég er eða réttara sagt var alltaf að hitta gamla kalla sem lærðu af honum. Afi hét Þorsteinn Loftsson og var meðal annars vélstjóri á varðskipum hér í gamla daga.
Pabbi erfði áhugann og handlagnina og ég hef væntanlega eitthvað frá honum. Pabbi fékk flugmódeldellu sem smápolli og strax eftir stríð þá var hann að fljúga línustýrðu og frífljúgandi alveg eins og á kvikmyndunum sem Sverrir benti okkur á um daginn. Ég á slatta af gömlum díselmótorum og merkilegu dóti frá þeim tíma.
Við pabbi vorum nýlega búnir að eignast alvöru sex rása Futaba fjarstýringu hérna í "den" þegar ég þóttist ekki lengur hafa tíma og það var ekki fyrr en ég var kominn aftur til Íslands og eignaðist hús með bílskúr sem dellan braust út aftur og ég er núna að ná inn því sem ég missti úr. Þess vegna liggur mér svona á að framleiða og nota ARFa til að þetta gangi hraðar :)
Ég var alltaf að búa til einhver flygildi, hvort sem það var úr pappa eða balsa eða hvað maður notaði öll ráð til að knýja þetta áfram. Ég keypti meðal annars alltaf ógrynnin af smárakettum um áramótin til að festa undir flugtól. Þess vegna finnst mér l dæmis tisvo frábært að sjá áhugann hjá "Kölska". Ég sé svolítið af sjálfum mér í því sem hann hann hefur verið að skrifa.

Mér hefur lengi fundist að eitt mikilvægasta hlutverk flugmódelklúbba sé að hlú vel að öllum þessum sem eru svokallaðir "nýliðar". (Mér finnst ég nú reyndar vera einn af þeim ennþá) Það er ekkert sorglegra en að einhver sem hefur brennandi áhuga fælist frá þessu áhugamáli vegna þess að honum finnst hann ekki eiga heima eða fá að komast inn í fína klúbbnum með alla kallana með stóru dýru módelin....

Nehh... hvort sem "nýliðinn" er sextugur eða fjórtán þá er hann jafn mikilvægur og við eigum að fagna honum (henni????????) og styðja.


Ojæja.... Ég var í svaka fínum dinner áðan með fullt af fornemum útlendingum sem ekki hafa áhuga á neinu nema vinnunni og rannsóknaframa. Aumingja þeir... ég fann engan þar sem vissi neitt um flugvélar eða módel.

Berjasaftin sem veitt var með matnum gerir mann svoldið melankólískann.... :D hehe

Sjáumst.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Offi »

[quote=Sverrir]Varstu nokkuð að nota 15 í staðinn fyrir 4 í klukkutímanum og 365 í staðinn fyrir 365,25 í árinu ? :D
Ég get nefnilega ómögulega fengið meira en 876.600 korter út úr þessu ;)[/quote]
Já, magnað, það var það sem ég fékk líka fyrst, en svo leit ég á myndina af honum Gaua K og fann út að það væri alltof lítið! :lol: En jæja... nóg komið af noise á þennan þráð! :rolleyes:
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Gaui K »

Þetta er nú reyndar gömul mynd af mér ..........en samt ekki svo.. :)
Haraldur ! Er ekki bara alt í lagi að bulla smá og hafa gaman bara nett gaman af þessu svona í bland?
mbk. Gaui K
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Jæja....
Svo þið haldið ekki að ég sé hættur þá er hér smá sería.

Eldsneytisáfyllingu er hægt að haga á marga vegu, bæði sáraeinfalt með slöngubút sem hangir út undan káflíngunni upp í flottan áfyllingarstút.
YS mótorarnir eru þannig útbúnir að þeir dæla lofti inn í eldsneytistankinn til að þrýsta/dæla eldsneytinu að blöndúngnum.
Mynd
Þess vegna þarf, þegar maður fyllir á, að fyrst hleypa þrýstingnum út gegnum yfirfallið og síðan dæla í tankinn gegnum "klönk-stútinn" með "yfirfallið" opið.

Fyrst þegar ég notaði YS-inn hafði ég einfaldlega slöngur hangandi neðaná með töppum í. Það fór illa þegar ég hafði gleymt að setja tappana í og tankurinn fékk ekki þrýsting og vélin drap á sér í flugtaki. Næst notaði ég svokallaða "Fuel dots" á Showtime-inum (sem Hjörtur krassaði í 3D flug á Melunum í fyrra :( )en ég ákvað að prófa að nota ennþá flottara hér. Þó það sé kannski ekki betra þá er það miklu meira blíng og krefst smíðalausnar.... Það er svo gaman að smíða :D

Þessi litla græja heitir DuBro Kvikk-Fill og hefur reynst mér alveg prýðilega hingað til
Mynd

Hér sést hvernig þetta lítur út á Ultimate 40 vélinni. Það er ekki gott að festa þessu einfaldlega í Káflínguna sem á að vera létt og þunn og þolir þess vegna ekki þrýstinginn sem þarf þegar maður treður stútnum í gatið. Hér bjó ég til einfaldan vinkil úr áli sem skrúfaður er á eldvegginn og áfyllingin er sjálfstætt áföst fyrir innan gat í káflíngunni:
Mynd
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Nú...

Stútarnir þurfa sem sagt að vera tveir með tryggilegri lokun. Þá liggur beint við að nota tvö Kvikk-Fill. Eins og sést á þessari mynd þá er kantur á eldveggnum sem maður ógjarnan vill þurfa að skera úr svo hvernig á þá að festa þessu??
Mynd

Kippurinn hafði rétt í litlu minigetrauninni í fyrri pósti. Hér er ég að spegúlera í festingu fyrir áfyllingarstútana. Það er ekki nóg með að þarna sé kantur sem þvælist fyrir. Káflíngin er rúm og víð þarna og auk þess skái á henni eins og sést á seinni mynd.
Ég notaði vel þekkta aðferð úr verkfræðinni "Design as you build" :)
Fyrst boraði ég tvö göt í bút af álvinkilefni (2,5 x 40 x 60 mm) sem bróðir minn sem er húsasmiður gaf mér einu sinni heilan haug af. Þetta eru afklippur af efni sem notað er sem lektur undir húsaklæðningu.
Mynd

Næst þegar þið keyrið fram á byggingarstað þar sem verið er að setja álklæðningu þá er um að gera að fá að kíkja á úrkast-hauginn. Þetta efni er alger snilld. Nýtist ekki bara í alls kyns smíðar heldur sem réttvinklar við b alsasmíði og til að búa til pússiklossa með því að líma sandpappír á. Tær snilld að líma sandpappír innaná svona vinkil og nota til að pússa réttan vínkil á balsakubba og þess háttar.

Svo grófsagar maður festinguna:
Mynd

Og eftir notalega stund með þjalir og pússivél þá fer festingin að fá á sig létt og fúnktíónellt form:
Mynd

Nú fer þetta að verða spennandi. Mótorinn er kominn á réttan stað og því hægt að tylla káflíngunni á um það bil réttan stað og hér er gott pláss undir skrokknum til að stilla af festinguna góðu:
Mynd

Plastklemmunni skipt út fyrir Wise-Grip töng sem heldur þessu tryggilega meðan boruð eru 3mm göt. Passa vel að svarfið fari ekki í mótorinn. Frekar taka þetta af meðan borað og slípað. Gott er að líma málaralímband yfir göt á mótorum (púst og blöndung) meðan unnið er við smíðar og uppsetningu.
Mynd

og tvær skrúfur fullkomna (næstum) verkið:
Mynd

Þegar kemur að lokafrágangi þá reikna ég með að fínstilla þurfi staðsetninguna. Þá er einfalt að stækka götin á festingunni svo maður geti fært hana smávegis til með stærri skífu á 3mm skrúfunni yfir gatinu. svo er bara að gleyma ekki gengjulíminu þegar þar að kemur.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Gaui »

Ég fatta þetta með Kvikk-fillið, en af hverju tvö? Er ekki nóg að hafa eitt til að fylla á og tæma tankinn? Til hvers er hitt Kvikk-fillið?
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ja... ég reyndi að útskýra það hérna fyrir ofan. Maður þarf nefnilega að opna tvo tappa, annar er yfirfallið og hitt áfyllingin.
Eldsneytiskerfið fyrir YS mótora er lokað og undir þrýstingi. Þegar maður startar YS þá snýr maður honum fyrst tíu hringi eða svo til að fá upp þrýsting á tankinn. Eftir flug er talsvert trukk á kerfinu og þá opnar maður fyrst yfirfallið. Ef maður opnar klönklínuna þá spýtist súpan út. Ég ráðgeri að hafa þetta þannig að maður stingur fyst stút í yfirfallið og sleppir þar út lofti og svo í hinn og fyllir á. Þegar tankurinn er fullur sullast út um yfirfallið en þar verður sem sagt slanga tengd sem tekur við því.

Ástæðan er kannski að miklu leyti sorgleg reynsla mín af því að gleyma að setja tappann í yfirfallið og svo er maður alltaf að týna þessum blessuðum töppum í grasinu :)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Gaui »

Gotcha !
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Nújæja. Það er smá hlé hjá mér meðan ég bíð eftir sérstökum hljóðkút og glóðarkertistengi frá ProBuild Models
Mynd Mynd Mynd
Ég dulla svoldið í þessu og pósta myndum eftir hendinni. Svo verður allt sett í fullan gang þegar pakkinn kemur
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara