Nú...
Stútarnir þurfa sem sagt að vera tveir með tryggilegri lokun. Þá liggur beint við að nota tvö Kvikk-Fill. Eins og sést á þessari mynd þá er kantur á eldveggnum sem maður ógjarnan vill þurfa að skera úr svo hvernig á þá að festa þessu??
Kippurinn hafði rétt í litlu minigetrauninni í fyrri pósti. Hér er ég að spegúlera í festingu fyrir áfyllingarstútana. Það er ekki nóg með að þarna sé kantur sem þvælist fyrir. Káflíngin er rúm og víð þarna og auk þess skái á henni eins og sést á seinni mynd.
Ég notaði vel þekkta aðferð úr verkfræðinni "Design as you build"
Fyrst boraði ég tvö göt í bút af álvinkilefni (2,5 x 40 x 60 mm) sem bróðir minn sem er húsasmiður gaf mér einu sinni heilan haug af. Þetta eru afklippur af efni sem notað er sem lektur undir húsaklæðningu.
Næst þegar þið keyrið fram á byggingarstað þar sem verið er að setja álklæðningu þá er um að gera að fá að kíkja á úrkast-hauginn. Þetta efni er alger snilld. Nýtist ekki bara í alls kyns smíðar heldur sem réttvinklar við b alsasmíði og til að búa til pússiklossa með því að líma sandpappír á. Tær snilld að líma sandpappír innaná svona vinkil og nota til að pússa réttan vínkil á balsakubba og þess háttar.
Svo grófsagar maður festinguna:
Og eftir notalega stund með þjalir og pússivél þá fer festingin að fá á sig létt og fúnktíónellt form:
Nú fer þetta að verða spennandi. Mótorinn er kominn á réttan stað og því hægt að tylla káflíngunni á um það bil réttan stað og hér er gott pláss undir skrokknum til að stilla af festinguna góðu:
Plastklemmunni skipt út fyrir Wise-Grip töng sem heldur þessu tryggilega meðan boruð eru 3mm göt. Passa vel að svarfið fari ekki í mótorinn. Frekar taka þetta af meðan borað og slípað. Gott er að líma málaralímband yfir göt á mótorum (púst og blöndung) meðan unnið er við smíðar og uppsetningu.
og tvær skrúfur fullkomna (næstum) verkið:
Þegar kemur að lokafrágangi þá reikna ég með að fínstilla þurfi staðsetninguna. Þá er einfalt að stækka götin á festingunni svo maður geti fært hana smávegis til með stærri skífu á 3mm skrúfunni yfir gatinu. svo er bara að gleyma ekki gengjulíminu þegar þar að kemur.