Síða 3 af 3

Re: Sagan af unglingnum sem komst í balsaviðinn

Póstað: 18. Apr. 2008 00:27:11
eftir tf-kölski
[quote=Björn G Leifsson]Eitt... hvaða lím ertu með?[/quote]
Er með eitt Balsa lím og svo epoxy sem sést sumsstaðar vel í á myndunum =)

Re: Sagan af unglingnum sem komst í balsaviðinn

Póstað: 18. Apr. 2008 01:10:24
eftir Guðni
Hér er ein sem var smíðuð 2004 af okkur Jóni B, en það var einmitt mjög gaman að vita hvort kvikindið myndi fljúga..:) Og hún gerði það, þó engar séu myndir til af því..
Mynd
Mynd
Mótorinn var 46 OS...og það vantaði ekki aflið...

Re: Sagan af unglingnum sem komst í balsaviðinn

Póstað: 18. Apr. 2008 01:42:51
eftir Björn G Leifsson
[quote=TF-KÖLSKI][quote=Björn G Leifsson]Eitt... hvaða lím ertu með?[/quote]
Er með eitt Balsa lím og svo epoxy sem sést sumsstaðar vel í á myndunum =)[/quote]
Ef það er "Balsalím" sem lyktar eins og þynnir þá er það eldgamla sortin sem ekki er sérlega heppileg. Mér sýndist einmitt það líta þannig út á myndunum. Getur verið að Tómó sé að láta fólk hafa það til að líma basla?? Uss...
Notaðu frekar hvítt trélím, Grip eða sérstakt módellím, til dæmis það sem Þröstur hefur verið að selja. Límir miklu betur, skemmtilegra að vinna með og endist betur.

Meginreglan er að fara mátulega sparlega með lím til að þyngja ekki flugvélina um of. Nota Epoxý þar sem reynir mest á styrkinn en annars trélím.

Re: Sagan af unglingnum sem komst í balsaviðinn

Póstað: 18. Apr. 2008 10:26:57
eftir tf-kölski
hah, flott tvíþekja:D !

En með límið, ég fékk það í tómó og heitir Bison model:Balsa og lyktar ein og þynnir x) ... nota það sparlega en hef áður notað svona hvít trélím sem er alveg pottþétt mun sterkara, þetta er ekki alveg að gera sig.

Re: Sagan af unglingnum sem komst í balsaviðinn

Póstað: 18. Apr. 2008 11:11:26
eftir Sverrir
Þú vilt frekar sýrulím, ætti að vera til í tómó annars á Þröstur til handa þér.

Re: Sagan af unglingnum sem komst í balsaviðinn

Póstað: 18. Apr. 2008 17:51:58
eftir Björn G Leifsson
Veistu, Sverrir, ég er nú alveg á því að til þess að líma balsa við balsa þá sé hvíta gamla trélímið langbest. Sýrulímið á sinn stað þegar þarf hraða en það hefur slæman ókost sem er gufurnar sem það gefur frá sér.
Ef maður notar það þá á maður helst að vera með viftu við hliðina á sér sem blæs burt gufunni.
Prófiði bara að halda balsabút upp í ljósið, dreypa á það þunnu sýrulími og sjá gufustrókinn sem gýs upp eftir augnablik. Þessi gufa er mjög slæm fyrir slímhúðirnar og getur ef illa stendur á, valdið slæmu ofnæmi.

Uppáhalds hvíta balsa/trélímið er Weldbond sem ég fæ hjá Þresti. Það þornar hratt og er hægt að slípa niður með balsanum. Pottþétt lím sem er þægilegt að vinna með.

Re: Sagan af unglingnum sem komst í balsaviðinn

Póstað: 18. Apr. 2008 22:19:50
eftir Sverrir
Jújú trélímið er auðvitað best en þú þekkir þessa ungu kynslóð, það þarf allt að gerast í gær ;)

Re: Sagan af unglingnum sem komst í balsaviðinn

Póstað: 19. Apr. 2008 22:15:20
eftir Agust
Ég nota mest gamaldags hvítt trélím. Mér finnst það oft líma betur en sýrulím. Þetta sést vel á ARF módelum þar sem sýrulím er oft ofnotað og módelin beinlínis fara úr límingunum við minnsta álag.

Re: Sagan af unglingnum sem komst í balsaviðinn

Póstað: 20. Apr. 2008 14:18:07
eftir Gaui K
Sammála með að trélímið er best og einfalt í notkun svo er þetta ekki nema nokkrar mínutur að taka sig þe. ef ekki er verið að líma eitthvað sem þarf að vera í pressulímingu í þá einhverjar klst.

Re: Sagan af unglingnum sem komst í balsaviðinn

Póstað: 20. Apr. 2008 22:52:40
eftir Björn G Leifsson
[quote=Sverrir]Jújú trélímið er auðvitað best en þú þekkir þessa ungu kynslóð, það þarf allt að gerast í gær ;)[/quote]
"Zap & Kicker" - kynslóðin sem við höfum stundum rætt um ;)