Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018
Póstað: 9. Okt. 2018 18:23:50
Heimsmeistaramótið í F3F – Dagur 2
Aftur hófst dagurinn á Goorer Berg, aðstæður voru mjög breytilegar, tímar frá 57 sekúndum og yfir 90 sekúndur ásamt nokkrum núllum í fimmtu umferð. Vindurinn var mjög skakkur á brautina og oft á tíðum alveg á mörkunum svo þetta voru alls ekki kjör aðstæður. Sverrir fór of snemma í loftið í sjöttu umferð og fékk því ekki stig fyrir hana, leiðinleg mistök en okkar menn læra af þessu.?
Í byrjun þriðja hóps í sjöttu umferð ákvað mótsstjórn að hætta keppni á Goorer Berg og færa keppnina yfir á Dranske, betur þekkt sem Turbulator. En vindurinn þar var ekkert mikið betri og eftir að fyrsti keppandinn fór beint ofan í fjöru var ákveðið að hætta keppni um stundarsakir á meðan málin væru skoðuð betur. Eftir um klukkutíma bið var ákveðið að hætta keppni í dag og verður þriðji hópurinn kláraður á morgun.
Það er útlit fyrir mjög hægan sunnanvind í fyrramálið sem snýr sér svo í SA eftir því sem líður á daginn svo við byrjum væntanlega í Goorer Berg og færum okkur svo í Vitt sem er brekka sem við höfum ekki flogið í áður í ferðinni.
Eins og staðan er núna þá er Sverrir í 60. sæti, Guðjón í 62. sæti og Erlingur í 63. sæti.
Sjá fleiri myndir.
Aftur hófst dagurinn á Goorer Berg, aðstæður voru mjög breytilegar, tímar frá 57 sekúndum og yfir 90 sekúndur ásamt nokkrum núllum í fimmtu umferð. Vindurinn var mjög skakkur á brautina og oft á tíðum alveg á mörkunum svo þetta voru alls ekki kjör aðstæður. Sverrir fór of snemma í loftið í sjöttu umferð og fékk því ekki stig fyrir hana, leiðinleg mistök en okkar menn læra af þessu.?
Í byrjun þriðja hóps í sjöttu umferð ákvað mótsstjórn að hætta keppni á Goorer Berg og færa keppnina yfir á Dranske, betur þekkt sem Turbulator. En vindurinn þar var ekkert mikið betri og eftir að fyrsti keppandinn fór beint ofan í fjöru var ákveðið að hætta keppni um stundarsakir á meðan málin væru skoðuð betur. Eftir um klukkutíma bið var ákveðið að hætta keppni í dag og verður þriðji hópurinn kláraður á morgun.
Það er útlit fyrir mjög hægan sunnanvind í fyrramálið sem snýr sér svo í SA eftir því sem líður á daginn svo við byrjum væntanlega í Goorer Berg og færum okkur svo í Vitt sem er brekka sem við höfum ekki flogið í áður í ferðinni.
Eins og staðan er núna þá er Sverrir í 60. sæti, Guðjón í 62. sæti og Erlingur í 63. sæti.
Sjá fleiri myndir.