Síða 22 af 24

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstað: 25. Okt. 2010 09:44:22
eftir Gaui
Ekki vera svona harðhentur Kjartan. Ég passaði mig :D

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstað: 4. Nóv. 2010 19:55:37
eftir Messarinn
Meðan veturinn hamast úti, vinnum við í Farmhand og Focke Wulf.
Kjartan er að klára að setja fiberglass dúkinn á Farmhand vænginn sinn
og Friðrik fylgist með af áhuga
Mynd

Ég dundaði við að renna mér enda í lóðboltan minn til að gera "rivets"
Mynd

Er að leggja lokahönd á panel línur á skrokkinn með epoxy+microballoons sparsli.
Mynd


Meira seinnaMynd

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstað: 4. Nóv. 2010 23:08:33
eftir Gaui
Takið eftir gatinu í miðjum vængnum hjá Kjartani: hann ætlar greinilega að dreifa mæru með sínum Fjósamanni ;)

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstað: 23. Des. 2010 16:10:52
eftir kip
Kjartan er jómfrúarflug Stúku í sumar?

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstað: 31. Des. 2010 18:22:25
eftir Messarinn
Gleðilegt nýtt ár félagar og sjáumst hressir á nýju ári.
Kveðja frá Brekkusíðu Luftwaffe

Smá grein sem ég setti saman um Fw190 A-5 sem skotin var niður í stríðinu
Þessi Fw190 fannst í Rússlandi 1990 nálægt Leningrad og er verið að gera upp í dag
Neðst í greininni er likur á safnið eiganda vélarinnar

Mynd
Mynd

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Mynd

Hérna er linkur á safnið sem á þessa flugvél á þessu safni í USA
http://www.flyingheritage.com/TemplateH ... ontentId=1




Áramóta Kveðja
Kjartan og GummiMynd

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstað: 17. Jan. 2011 23:19:24
eftir Messarinn
Sælir

Við Kjartan verðum að fara sýna smá lit og halda áfram að smíða
Kjartan er að vinna í sínum Farmhand og er að leggja servosnúrur í skrokkinn,
Vængurinn er tilbúinn undir málningu og bíður uppí hillu
Mynd

Ég held áfram með Focke Wulf-inn og er að detail-a húddið.
Það koma tvær bólur ofan á húddið og til að búa þær til þá hrærði ég mér microbaloon sparsl og hellti í leirmót sem ég hafði mótað skál í
Mynd

Hérna er ég svo búinn að pússa þetta til og bara eftir að setja grunninn á vörturnar
Mynd

Paslega hátt hjá mér
Mynd

Svo er grunnað með gráu til að sjá hvort að einhverjar misfellur séu sýnilegar.
Mynd

Hérna sést vel hvernig þessar bólur líta út á orginalinum
Mynd

Hér sést hvað er undir húddinu
Mynd

Hérna er ein gömul mynd af 13mm vélbyssunum undir húddinu og þarna sjást festi skrúfurnar vel
Mynd



auf Wiedersehen mine waffenbrüderMynd

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstað: 20. Feb. 2011 21:12:25
eftir Messarinn
Síðust vikur hef ég verð að detail-a botninn á Focke Wulf-inum. Ég byrjaði á að setja pannel línur þvert á skrokkin
Mynd

og næst var að smíða loftnetin og stigan.
Hérna er mynd af loftnetunum og stiganum og útskýringar á þeim.
Mynd
No 1: FugG25 IFF antenna sem þekkt var hjá Þjóðverjum sem "Kenngerat"Þetta system aðgreindi vina og óvina flugvélar í sundur og var tengt við Freyja og Wurzburg radar system á jörðu niðri

No 2: Zielflug-Vorsatz-Gerat ZVG 16 Homing loop antenna var tengt við FuG 16 Z radióið og
auðveldaði flugmanninum að rata eftir leiðsögn frá flugturni, munnlega, eftir hljóðmerki eða á mæli í mælaborðinu.

No 3: Þrep til að auðvelda aðgang uppá vænginn. Til að setja þrepið niður, þá var ýtt á takka á skrokknum og þrepið datt niður og því var síðan ýtt uppí skrokkin aftur með handafli fyrir flugtak af flugvirkjanum eða aðstoðar mönnum.


Ég byrjaði á að smíða "the loop antenna" úr balsa og lagði trefjamottur yfir hann til styrkingar, orginalin var búinn til úr "bikelite" sem var fyrsta plast efnið, uppfundið og þróað af Belga í kringum 1907-1909, mikið notað í útvörpum talstöðvum og öðrum rafbúnaði í heimstyrjöldinni.
Mynd


Ég setti krossviðar plötu inní bóluna og skrúfaði álhring á hana, ég límdi síðan tvo díla í skinnið á skrokknum fyrir loop antenna. Ef svo óheppilega vill til að ég þarf að magalenda vélinni þá er festinginn bara í skinninu og brotnar auðveldlega af.
Mynd

IFF loftnetið var svo sem ekkert mál, ég notaði 3mm styrene plastic rör sem fæst í tómstunda húsinu. Límdi síðan díl með 2mm ró á endanum í skrokkin og epoxaði 2mm snitttein í rörið svo þegar ég er að flytja flugvélina á milli staða þá get ég skrúfað þetta allt af.
Mynd

Næst að var að smíða stigan og það eina sem mér datt í hug var að nota styrene plastið í hann.
Ég ákvað að hafa stigan servo stýrðan þó að orginalin hafi verið handvirkur.
Það er einnig betra og flottara út á flugvelli.
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd


auf Wiedersehen mine waffenbrüderMynd

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstað: 21. Feb. 2011 08:30:17
eftir Jónas J
Þetta er tær snild ;) Flottur.....

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstað: 21. Feb. 2011 09:27:59
eftir Sverrir
Hva, voðalega á að halda manni spenntum, þó myndir segi meira en þúsund orð þá er þörf á vídeói til að sýna svona snilld! :)

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstað: 22. Feb. 2011 22:00:08
eftir Kjartan
Sælir.

Ég er ekki alveg hættur, er búinn að klæða skrokkinn með hvítu.

Mynd

Ég var búin að sýna áður, að ég glassaði vænginn, og er búinn að sprauta hann.

Mynd

Hér er Gummi að renna út felgurnar á mödderunum.

Mynd

Svona lítur Fjósamaður út á mödderum.

Mynd

Ein mynd í lokin innan úr vélinni máluð græn og mælaborðið komið á sinn stað.

Mynd

Kveðja úr brekkusíðuni
KG