Síðust vikur hef ég verð að detail-a botninn á Focke Wulf-inum. Ég byrjaði á að setja pannel línur þvert á skrokkin
og næst var að smíða loftnetin og stigan.
Hérna er mynd af loftnetunum og stiganum og útskýringar á þeim.
No 1: FugG25 IFF antenna sem þekkt var hjá Þjóðverjum sem "Kenngerat"Þetta system aðgreindi vina og óvina flugvélar í sundur og var tengt við Freyja og Wurzburg radar system á jörðu niðri
No 2: Zielflug-Vorsatz-Gerat ZVG 16 Homing loop antenna var tengt við FuG 16 Z radióið og
auðveldaði flugmanninum að rata eftir leiðsögn frá flugturni, munnlega, eftir hljóðmerki eða á mæli í mælaborðinu.
No 3: Þrep til að auðvelda aðgang uppá vænginn. Til að setja þrepið niður, þá var ýtt á takka á skrokknum og þrepið datt niður og því var síðan ýtt uppí skrokkin aftur með handafli fyrir flugtak af flugvirkjanum eða aðstoðar mönnum.
Ég byrjaði á að smíða "the loop antenna" úr balsa og lagði trefjamottur yfir hann til styrkingar, orginalin var búinn til úr "bikelite" sem var fyrsta plast efnið, uppfundið og þróað af Belga í kringum 1907-1909, mikið notað í útvörpum talstöðvum og öðrum rafbúnaði í heimstyrjöldinni.
Ég setti krossviðar plötu inní bóluna og skrúfaði álhring á hana, ég límdi síðan tvo díla í skinnið á skrokknum fyrir loop antenna. Ef svo óheppilega vill til að ég þarf að magalenda vélinni þá er festinginn bara í skinninu og brotnar auðveldlega af.
IFF loftnetið var svo sem ekkert mál, ég notaði 3mm styrene plastic rör sem fæst í tómstunda húsinu. Límdi síðan díl með 2mm ró á endanum í skrokkin og epoxaði 2mm snitttein í rörið svo þegar ég er að flytja flugvélina á milli staða þá get ég skrúfað þetta allt af.
Næst að var að smíða stigan og það eina sem mér datt í hug var að nota styrene plastið í hann.
Ég ákvað að hafa stigan servo stýrðan þó að orginalin hafi verið handvirkur.
Það er einnig betra og flottara út á flugvelli.
auf Wiedersehen mine waffenbrüder