Síða 23 af 37

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 5. Des. 2008 09:24:13
eftir Sverrir
Takk, mesta furða hvað þetta passar vel saman ;)

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 5. Des. 2008 17:11:42
eftir Ágúst Borgþórsson
Var ekki meiningin að láta þetta passa :D ?? Það verður gaman að sjá hana með vorinu og hækkandi gengi :cool:

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 6. Des. 2008 15:19:27
eftir Messarinn
Já til hamingju með áfangan Sverrir þetta er spennandi hjá þér.

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 8. Feb. 2009 00:05:23
eftir Sverrir
Jæja ætli það sé ekki vissara að koma sér að verki eftir langt og strangt frí. ;)

Ég var nú ekki alveg búinn að vera aðgerðarlaus þar sem ég hafði gluðað fylligrunni á vænginn og pússaði mest af honum af í kvöld.
Mynd

Ég þurfti að fjarlægja 2mm svo leggurinn á hólastellinu sæti nógu neðarlega í vængnum.
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 10. Feb. 2009 23:22:08
eftir Sverrir
Líf og fjör síðustu kvöld, spartl, vatn, sápa, sandpappír, pússikubbar, pússisvampar og óteljandi vöðvahreyfingar... og ekki allt búið enn ;)

Vængurinn virðist vera kominn með slæma mislinga, ég játa að ég fór ekki með hann í bólusetningu þegar hann varð 18 mánaða... reyndar er ástæðan fyrir rauða litnum sú að ég neyddist til að halda fram hjá Erlingi og co í Poulsen þar sem þeir áttu ekki spartlið mitt vegna innflutningsvandræða :( Í staðinn fékk ég 3M spartl hjá Fighteraces.

Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 11. Feb. 2009 12:10:03
eftir ErlingJ
spartlið er komið :)

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 11. Feb. 2009 12:46:47
eftir Sverrir
Jeiii :)

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 18. Feb. 2009 01:59:05
eftir Sverrir
Jæja maður er búinn að sjá ansi mikið af bílskúrnum síðustu daga. Ég fór í smá innkaupaleiðangur til Erlings á föstudaginn til að vera við öllu búinn um helgina. Fékk líka þennan fína kaupauka sem á eflaust eftir að sjást á einhverjum myndum í framtíðinni. ;)

Hjólalegghlífarnar voru farnar að vera útundan í öllu pússistandinu.
Mynd

Vissara að bæta úr því! ;)
Mynd

Svo var spartlað „létt“ yfir þær, koltrefjaþræðirnir voru ekki alveg nógu flatir hjá mér eins og sjá má. :/
Mynd

En hver veit nema það sleppi. :P
Mynd

Mátað á vænginn og í framhaldi stytt nær endanlegri lengd.
Mynd

Ein umferð af fylligrunni kemur skapinu í lag.
Mynd

Vatnsslíppað með 800 til að finna misfellur, fann eina. :D
Mynd

Sama hvað maður pússar þá minnkar hann ekki neitt!
Mynd

Um að gera að skemma allt strax, byrjað að leggja niður límband svo hægt sé að byggja upp nokkrar áberandi plötur á vængnum.
Mynd

Meira spartli gluðað á.
Mynd

Og pússað af, og blettað, og pússað, og grunnað og pússað...
Mynd

Grunnað...
Mynd

Pússað...
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 19. Feb. 2009 19:56:12
eftir Messarinn
Einmitt eins og ég er að gera. góður Sverrir spennan eykst :)

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 19. Feb. 2009 20:23:45
eftir Sverrir
Já það er farið að síga á seinni hlutann :)

Fer ekki annars að styttast í uppfærslu frá Brekkusíðuherdeildinni?