Fokker D.VIII

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Gaui »

Árni er enn að mála depla. Eitthvað er hann að mæðast við þetta kallinn, en það er ekki langt eftir -- bara svona um þúsund deplar í viðbót!

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Gaui »

Ég veit að aðdáendur Árna Hrólfs bíða spenntir eftir mynd af næsta depli -- og hér kemur hún:

Mynd

Þessi var tekin í gærkveldi þegar hann var í óða önn (já-já) að mála seinni umferðina á brúnu blettina á hægri hliðinni. Seinni umferðin á hina litina þrjá, svo ekki sé minnst á allt sem þarf að fara ofan á skrokkinn (óhreyft enn sem komið er) er nokkuð sem deplaaðdáendur bíða eftir með endurnar í hálsunum.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir einarak »

Árni er seigur, það virðist vera alveg öruggt að næsta vél sem hann smíðar verður einlit :D
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Messarinn »

Árni þegar þú ert búinn að rýna lengi í blettinn sem þú ert að mála,færðu þá ekki skynvillu einhverja ? hehe :P
Mynd
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Árni H »

Jú maður - það leikur allt á reiðiskjálfi eins og maður hafi tekið LSD... :D
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Gaui »

Ég er dálítið seinn með þessa mynd og aðdáendur líklegast farnir að ókyrrast, en hér kemur hún. Árni Hrólfur að vanda sig við ljósbláu blettina síðastliðinn miðvikudag, 29. febrúar.

Mynd

Ég get lofað ykkur að þetta gerir hann ekki nema fjórða hvert ár !

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Gaui »

Árni er hættur í blettunum og í morgun kom hann í skúrinn og dró upp mótið fyrir vélarhlífina. Hann var búinn að maka bóni inn í hana (mér skilst að það sé eitthvað sem sumir setja á bíl ???) svo hann vildi ekki láta mótið sitja á höfðinu, en svona lítur hann út eins og geimvera:

Mynd

Bendi fyldist vandlega með þegar Árni klippti niður örk af 160 gramma glerfíber sem hann fann einhvers staðar uppí Hlíðarfjalli:

Mynd

Svo var fíbernum gluðað inn í mótið með epoxý kvoðu sem fæst úr lind í þessu sama Hlíðarfjalli (Árni getur gefið upp nánari staðsetningar ef nægilegt fé er í boði).

Mynd

Við setjum síðan inn myndir af pródúktinu ef það losnar einhvern tímann úr mótinu.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Kjartan
Póstar: 83
Skráður: 22. Nóv. 2008 01:44:20

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Kjartan »

Flott hjá ykkur félagar

KG
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Messarinn »

Spenntur að sjá útkomuna á þessu...
GH
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Árni H »

Það er best að halda þessum þræði lifandi - Fokkerinn skríður hægt og örugglega í rétta átt þessa dagana.

Nú eru það vængstýfurnar. Það þurfti dálítinn eltingaleik og vangaveltur til að hitta á festingarnar innan við balsa og klæðningu. Það tókst þó allt farsællega að lokum:)
Mynd
Sérstakur vísindalega útreiknaður balsakubbur er notaður til þess að stilla vænginn af. Kubburinn datt í gólfið og lenti í eftirlitshundinum - þess vegna er hann svolítið tættur en það kemur ekki að sök.
Mynd
Cowlingin er í stórum dráttum að verða tilbúin og var borin við til þess að sjá aðeins framan í flugvélina.
Mynd
Eins og allir vita er Fokkerinn úr fyrri heimsstyrjöld en á næsta borði voru tvær aðrar styrjaldir ofar í huga viðstaddra. Það er Heinkelinn úr seinni heimsstyrjöld og Bird Dog úr Kóreustríðinu.
Mynd

Næsta verk er að líma vængstýfurnar í skrokkinn, lóða endana saman og byrja hið vandasama verk að stilla vænginn endanlega af.

Kv,
Árni H
Svara