Síða 4 af 6
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Póstað: 5. Jún. 2008 12:25:03
eftir Sverrir
[quote=kip]Já sæll! Láta vita af svona atburðum á Melgerðismelum fyrirfram!!
[/quote]
Var ég ekki búinn að því
[quote=Sverrir]Það verður vonandi vel fyrir þann tíma
Jafnvel snemma í júní ef pláneturnar raða sér rétt upp
[/quote]
[quote=gudniv]ja..mikið helv... er vetralegt þarna fyrir norðan.... og til hamingju með vélina félagi.[/quote]
Takk
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Póstað: 5. Jún. 2008 18:24:59
eftir maggikri
Já ég og Guðni hefðu rúllað norður og kíkt á þetta ef við hefðum vitað af þessu ekki spurning. Con grat.
kv
MK
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Póstað: 5. Jún. 2008 18:37:04
eftir Árni H
[quote=gudniv]ja..mikið helv... er vetralegt þarna fyrir norðan....[/quote]
Það eina sem er vetrarlegt hérna er húfan hans Sverris! Flott vél og til hamingju með jómfrúrflugið, Sverrir
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Póstað: 5. Jún. 2008 21:50:41
eftir Sverrir
Takk takk, húfan var fengin að láni hjá hýsanda mínum þar sem ég gerði ekki ráð fyrir að þurfa þess háttar skjólflík á þessum árstíma
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Póstað: 5. Jún. 2008 22:16:24
eftir lulli
Þessi Kata er hreint augnayndi, og sómir sér vel í hinu rómaða Akureyrar "veðurkerfi"
,sem við sunnlendingar sjáum ekki nema í sjónvarpinu amk núna (Í þessum töluðu..)
Heyrð annars, veistu hversu þung hún er núna fullsmíðuð?
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Póstað: 5. Jún. 2008 23:05:21
eftir Sverrir
[quote=lulli]Heyrð annars, veistu hversu þung hún er núna fullsmíðuð?[/quote]
Krill-arar segja að hún sé ca. 8.5 kg tilbúin til flugs. Ég hef ekki sannreynt það en það hljómar ekki fjarri lagi.
Fleiri myndir frá gærkvöldinu má sjá hér >>
http://myndir.frettavefur.net/thumbnails.php?album=113
Hér má sjá dæmi um hvað hægt er að gera með gögnin úr Weatronic. Held að myndin skýri sig sjálf en það er hægt að bera saman öll þau gögn sem Weatronic geymir og flakka í gegnum þau. Hér er staðan sýnd á hverri sekúndu en það liðu 24 og hálf mínúta frá því að kveikt var á tækinu og þangað til straumrásin var rofin svo það eru um 1500 línur af gögnum. Weatronic skráir stöðuna oftar á hverri sekúndu en þvílíkur fjöldi mælipunkta gagnast yfirleitt ekki nema menn séu komnir í sérhæfða rannsóknavinnu. Hægt er að bæta við gröfum svo lengi sem menn nenna.
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Póstað: 6. Jún. 2008 00:38:36
eftir einarak
já sæælll, þetta er flóknara en innspýtingin í kappakstursbílnum mínum shiii
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Póstað: 6. Jún. 2008 00:47:53
eftir Björn G Leifsson
Myndir...myndir...eintómar myndir?
Hvar finn ég vídjóið ???
Ógisslega flott vél. og svona vél er einhvern vegin óhugsandi nema með duglegu blíngi í,,, eins og þú ert með. Til hamingju Sverrir.
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Póstað: 1. Júl. 2008 21:06:14
eftir Sverrir
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Póstað: 5. Júl. 2008 19:21:34
eftir Sverrir