Síða 4 af 5

Re: Ripmax Nova 40 trainer

Póstað: 28. Júl. 2009 11:40:36
eftir Páll Ágúst
Vegna mikils flakks um bæinn í leit að vængskrúfum náðist því miður ekki að klára litla trillitækið :(

En hér koma myndir frá gærdagnum:

Þetta með stélið reddaðist (lamir)
Mynd

Búið að gera göt fyrir stýriteina
Mynd

Stélið stillt af
Mynd

Og hér er rudder-inn kominn á
Mynd

Í dag verður klárað og við komum út á Hamranes á miðvikudag.

Re: Ripmax Nova 40 trainer

Póstað: 28. Júl. 2009 12:27:21
eftir ErlingJ
þetta með boltana myndi ég ekki nota járn bolta ,
það eiga að vera til plastboltar í tómstundahúsinu.

ef þú lendir í smá hnjaski þá er betra að boltarnir brotna en skrokurin á vélini.

Re: Ripmax Nova 40 trainer

Póstað: 28. Júl. 2009 12:33:09
eftir Páll Ágúst
tómó á ekki rétta stærð í þessum nylon/plast skrúfum :(

en ég skal athuga hvort ég finn þetta í plasti

Re: Ripmax Nova 40 trainer

Póstað: 28. Júl. 2009 12:58:00
eftir Þórir T
Ég hef fengið svona nylon skrúfur í talsverðu úrvali hjá snillingnum honum Eyþór í Íhlutum, í Brautarholtinu. Þar er líka til slatti af td 2mm skrúfum sem ég hef ekki séð annarsstaðar..

Re: Ripmax Nova 40 trainer

Póstað: 28. Júl. 2009 13:24:25
eftir Páll Ágúst
Takk Þórir, fer þangað núna á eftir :)

Re: Ripmax Nova 40 trainer

Póstað: 28. Júl. 2009 20:59:40
eftir Björn G Leifsson
[quote=Páll Ágúst]tómó á ekki rétta stærð í þessum nylon/plast skrúfum :(

en ég skal athuga hvort ég finn þetta í plasti[/quote]
Þetta eru vængfestiskrúfurnar vænti ég? Ég á eitthvað af plastskrúfum sem mig minnir að séu 5mm með venjulegum evrópskum skrúfgangi. Ef stærðin passar ekki alveg má kannski skipta út blindrónum?

Re: Ripmax Nova 40 trainer

Póstað: 28. Júl. 2009 21:14:34
eftir Páll Ágúst
takk Björn, en götin í trénu eru bara 4mm.

Núna er ég búinn og er að reyna að balansera. þótt batteríið sé eins framarlega og hægt er er hún enn of stél þung. Hvað geri ég í því? Eða er þetta eitthvað sem hægt er að redda úti á velli annað kvöld?

Björn: ég er búinn að senda þér tölvupóst á netfangið sem er skráð hér á síðunni :)

Re: Ripmax Nova 40 trainer

Póstað: 29. Júl. 2009 08:54:39
eftir ErlingJ
[quote=Páll Ágúst]takk Björn, en götin í trénu eru bara 4mm.

Núna er ég búinn og er að reyna að balansera. þótt batteríið sé eins framarlega og hægt er er hún enn of stél þung. Hvað geri ég í því? Eða er þetta eitthvað sem hægt er að redda úti á velli annað kvöld?

Björn: ég er búinn að senda þér tölvupóst á netfangið sem er skráð hér á síðunni :)[/quote]
reyndu að útvega þér blí renninga eins og þeir nota til að líma inn í álfelgur á dekkjaverkstæðum þegar þeir balensera.

þetta er límt og skrúfað á mótorfestinguna eftir þörfum.

Re: Ripmax Nova 40 trainer

Póstað: 30. Júl. 2009 14:48:30
eftir Páll Ágúst
Núna er ég búinn að finna út hvað ég þar fikið af blýi til að þingja :)

Mynd

Þarna sjást 6 40gr blýplötur! Sem er pakkað í tvær 120gr plötur sem eru 240gr!!!
Vélin er svo rosalega stélþu g að ég þrf að setja allt þetta á nefið til að hún se bein.
Er þetta ekki soldið mikið? En ég á samt eftir aðeins meira af blýinu í poka :)

Re: Ripmax Nova 40 trainer

Póstað: 30. Júl. 2009 18:57:01
eftir einarak
240 grömm eru alveg ****load af blýi... geturu ekki fært batteríið framar og einhvað til að reyna að losna við að þyngja vélina svona mikið?