Flugmódelfélög og FPV

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Haraldur »

Ef það á að fara að hefta mann í einhverjum bandalögum, regnhlíðasamtökum og miklum reglum og gerðum, þá er ég hættur í þessu sporti, opinberlega og fer með mitt flug neðanjarðar. Þar sem ég fæ að fljúga óáreittur og í friði og get gert það sem mér sýnist, þegar mér sýnist svo, svo lengi sem það gengur ekki á rétt annara.
:(
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Ingþór »

[quote=Björn G Leifsson]

Vinnan er thegar langt komin med tillogur ad stofnun BIFF, Bandalag Islenskra Flugmodelfelaga.
Thetta hefur tho ekki komist nogu vel af stad. Ein af astaedunum fyrir seinagangi er leti og vinnualag hja mer. Vid Gaui erum meira ad segja bunir ad setja upp tillogu ad reglum og leidbeiningum en svo er mesta vinnan eftir, ad fa goda menn til ad fara yfir thad og koma thvi sidan i verk ad stofna til bandalagsins. Eigum bara eftir ad setja thad adeins betur og skipulegar upp.
Tilgangurinn med sliku bandalagi er margthaettur. Til daemis ad audvelda litlum klubbum og einyrkjum uti a landi. Semja sameiginlega um bestu tryggingakjor. Vera leidbeinandi og stydjandi i sambandi vid reglur og ad vera vera i forsvari fyrir modelaportid gagnvart yfirvoldum.
Monnum synist eflaust sitthvad um thetta en umraedan her er lysandi fyrir thorfina.
Einstaka flugmodelfiklar virdast telja best ad vera ekki bundnir af neinum reglum. Su afstada er audvitad a abyrgd hvers og eins en gengur ekki thegar um er ad raeda skipulagt starf innan felaga og a serstokum modelflugvollum. Ef menn vilja vera obundnir af slikum reglum tha verda their ad gera thad a sina abyrgd, utan felaga og vid hinir, ef til ohappa eda slysa kemur, ad geta bent a ad vid hofum skyrar og leidbeinandi reglur um orugga medferd modela.

Thegar vid komumst i gang med thetta verdur sennilega mesta vinnan ad adlaga log og reglur thannig ad allir seu sattir og oll modelfelogin vilji vera med.[/quote]

Einmitt það sem ég óttaðist og bauðst því til að taka þátt í undirbúningsvinnu hagsmunasamtaka... þe. að tilgangur þeirra verði að gæta hagsmuna einstakra stofnenda en ekki allra flugmódelmanna. Eins og ég skil skrif þín þá verðið þið að banna meðlimum aðildarfélaga að fljúga annarstaðar en á af ykkur viðurkenndum völlum.
Þetta mun snúast í höndunum á ykkur og þið endið í besta falli sjálfir sem það sem þið óttist mest.. bírókratar sem eyðileggið sportið fyrir komandi kynslóðum.
Til fjandans með BIFF
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Tómas E »

[quote=Ingþór][quote=Björn G Leifsson]

Vinnan er thegar langt komin med tillogur ad stofnun BIFF, Bandalag Islenskra Flugmodelfelaga.
Thetta hefur tho ekki komist nogu vel af stad. Ein af astaedunum fyrir seinagangi er leti og vinnualag hja mer. Vid Gaui erum meira ad segja bunir ad setja upp tillogu ad reglum og leidbeiningum en svo er mesta vinnan eftir, ad fa goda menn til ad fara yfir thad og koma thvi sidan i verk ad stofna til bandalagsins. Eigum bara eftir ad setja thad adeins betur og skipulegar upp.
Tilgangurinn med sliku bandalagi er margthaettur. Til daemis ad audvelda litlum klubbum og einyrkjum uti a landi. Semja sameiginlega um bestu tryggingakjor. Vera leidbeinandi og stydjandi i sambandi vid reglur og ad vera vera i forsvari fyrir modelaportid gagnvart yfirvoldum.
Monnum synist eflaust sitthvad um thetta en umraedan her er lysandi fyrir thorfina.
Einstaka flugmodelfiklar virdast telja best ad vera ekki bundnir af neinum reglum. Su afstada er audvitad a abyrgd hvers og eins en gengur ekki thegar um er ad raeda skipulagt starf innan felaga og a serstokum modelflugvollum. Ef menn vilja vera obundnir af slikum reglum tha verda their ad gera thad a sina abyrgd, utan felaga og vid hinir, ef til ohappa eda slysa kemur, ad geta bent a ad vid hofum skyrar og leidbeinandi reglur um orugga medferd modela.

Thegar vid komumst i gang med thetta verdur sennilega mesta vinnan ad adlaga log og reglur thannig ad allir seu sattir og oll modelfelogin vilji vera med.[/quote]

Einmitt það sem ég óttaðist og bauðst því til að taka þátt í undirbúningsvinnu hagsmunasamtaka... þe. að tilgangur þeirra verði að gæta hagsmuna einstakra stofnenda en ekki allra flugmódelmanna. Eins og ég skil skrif þín þá verðið þið að banna meðlimum aðildarfélaga að fljúga annarstaðar en á af ykkur viðurkenndum völlum.
Þetta mun snúast í höndunum á ykkur og þið endið í besta falli sjálfir sem það sem þið óttist mest.. bírókratar sem eyðileggið sportið fyrir komandi kynslóðum.
Til fjandans með BIFF[/quote]

+?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11507
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Sverrir »

Hef kosið að halda mig til hlés í umræðunni en ætli það sé ekki kominn tími á smá langloku, náið ykkur í popp og kók nú eða grænmeti og vatn! :)

Við skulum róa okkur aðeins og ekki mála okkur út í horn með einhverjum svaka yfirlýsingum!

[quote=Tómas E]það er lang öruggast að fpv flugmenn haldi sig frá módel völlum og byggð, það gæti ekki þurft meira en að einhver kveiki á fjarstýringu nálægt og þá er myndin farin (ef maður notar 2.4GHz video)[/quote]

Get lofað þér því að það gerist ekki á meðan stýringin uppfyllir ákvæði sem bæði CE og FCC setja henni, ekki að ástæðulausu sem þessi reglugerðarbákn er stundum að bylta sér. En þau kveða einmitt á um að ekki skuli trufla aðrar sendingar sem í gangi eru á tíðninni. Það er svo gert annað hvort með því að skanna tíðnisviðið og velja lausar rásir eða hoppa um það(svona í stuttu máli, svo eru til aðferðir sem sameina hvort tveggja).

[quote=Haraldur]Ef það á að fara að hefta mann í einhverjum bandalögum, regnhlíðasamtökum og miklum reglum og gerðum, þá er ég hættur í þessu sporti, opinberlega og fer með mitt flug neðanjarðar. Þar sem ég fæ að fljúga óáreittur og í friði og get gert það sem mér sýnist, þegar mér sýnist svo, svo lengi sem það gengur ekki á rétt annara.
:([/quote]

Hvaða, hvaða Halli minn, það eru landssamtök í flestum ef ekki öllum löndum þar sem módelsportið er stundað og ekki hrekjast menn út í horn þar. Held að menn megi ekki misskilja tilganginn með samtökum/bandalagi/bræðralagi á landsvísu, þetta snýst um það að vera viðbúinn því versta sem gæti gerst en það er að reglugerðaryfirvöld beini sjónum sínum í ríkari mæli að okkur.

Fyrir þá sem eru nógu gamlir til að muna það þá var ekki alltaf ákvæði um skyldutryggingu flugmódela í íslenskum loftferðarlögum. Módelmenn voru kallaðir á fund niður í Flugmálastjórn fyrir ansi mörgum árum þegar verið var að innleiða þessi lög til skrafs og ráðagerða(eða kannski til að fá að vita hvernig þetta ætti að vera). Reglugerðakallar voru ansi hissa þegar þeir komust að því að módelmenn höfðu sjálfir ákveðið að tryggja sig án utanaðkomandi þrýstings. Þetta eitt og sér hefur eflaust átt nokkurn þátt í að hversu lítið hefur verið spáð í þessum málum (að því að við vitum, hver veit kannski eru þeir á fullu að því) og við fengið að „stjórna“ okkur sjálfir. En það er auðvelt að missa svoleiðis traust, ef það er þá fyrir hendi.

Svo fyrir nokkrum árum síðan þá dettur þetta ákvæði út úr lögum(ásamt því sem þyngdarmörk hóptryggingar voru lækkuð, úr 25 í 20kg) þegar breytingar voru gerðar, í það skiptið var samráðið ekkert en hefði kannski orðið ef landssamtök hefðu verið til staðar til að tala máli okkar. Það var mjög sterkt að hafa þetta ákvæði inni í lögum um skyldutryggingu og mikill missir að því.

Félagar okkar í Flugsmíð(félag áhugamanna um heimasmíði) settust niður fyrir nokkrum árum síðan og sömdu sínar eigin reglur um allt sem viðkom þeirra málum. Studdust við erlendar reglur(EAA) og staðfærðu ásamt því sem tekið var tillit til séríslenskra aðstæðna. Einhverju síðar bankaði Flugmálastjórn upp á og sagði að nú þyrfti að fara að semja reglur, þá var þessi vinna lögð fram og ég held að ég sé að fara með rétt mál þegar ég segi að hún var tekinn nánast, ef ekki alveg, óbreytt inn. Einar Páll og Sigurjón geta eflaust frætt menn nánar á þessu ef áhugi er fyrir hendi.

Það er þessi punktur sem við þurfum að fara að spá í, það styttist í allsherjar endurskoðun í Evrópu sbr. UAV/UAS málið hjá Kananum og þá má búast við að eitthvað fari að síast hingað heim eða verði jafnvel tekið upp algjörlega óbreytt frá Brussel, það viljum við ekki!

[quote=Ingþór]Einmitt það sem ég óttaðist og bauðst því til að taka þátt í undirbúningsvinnu hagsmunasamtaka... þe. að tilgangur þeirra verði að gæta hagsmuna einstakra stofnenda en ekki allra flugmódelmanna. Eins og ég skil skrif þín þá verðið þið að banna meðlimum aðildarfélaga að fljúga annarstaðar en á af ykkur viðurkenndum völlum.
Þetta mun snúast í höndunum á ykkur og þið endið í besta falli sjálfir sem það sem þið óttist mest.. bírókratar sem eyðileggið sportið fyrir komandi kynslóðum.
Til fjandans með BIFF[/quote]

Ég kann nú betur við FBÍ(Flugmódelbandalag Íslands) eða LÍM(Landssamtök íslenskra módelmanna) svo nokkur dæmi séu tekin og seint mun ég samþykkja BIFF, ekki illa meint Björn minn, finnst þetta bara svo hrikalega ljótt orð! En það er nú algjört aukaatriði hvað barnið á að heita þar sem það er ekki enn komið úr móðurkviði! ;)

Eins og þetta er erlendis þá er yfirleitt ekkert í reglum landssamtaka sem bannar mönnum að fljúga utan viðurkenndra flugmódelvalla en þeir eru þá algjörlega á eigin ábyrgð og hóptrygging gildir ekki um slíkt flug. Það er ekkert óeðlilegt við þá kröfu, alla veganna finnst mér það ekki.

Þar sem umræðan byrjaði á SVF(ágætis staðfæring) þá má líka benda á að bæði í Ameríku og Bretlandi er módelflug skilgreint sem „line of sight“ og FPV lendir þ.a.l. ekki hjá módelsamtökunum sem slíkum heldur flugmálayfirvöldum viðkomandi landa. Bresk flugmálayfirvöld hafa þó kosið að eiga samvinnu við landssamtökin þar um hvernig best sé að haga þessu flugi, hef ekki enn séð hvernig Kaninn ætlar að tækla þetta en það gæti þó stefnt í svipaða átt.

Mín skoðun er sú að við ættum að koma landssamtökum á koppinn sem allra fyrst, þeirra markmið verður sameiginleg trygging sem tekur á skyldutryggingu flugmódelfélaganna. Í framhaldi af því má svo setja formlega af stað vinnu á milli félaganna varðandi einhverjar sameiginlegar reglur. Þetta þarf ekki að vera flókið og merkilegt til að byrja með.
  • Markmið samtakanna er að vinna að framgangi flugmódelflugs/flugmódelmanna á Íslandi.
  • Þau skulu sjá um skyldutrygginga flugmódelmanna í gegnum flugmódelfélögin.
  • Reglur
    1. Skyldutrygging gildir eingöngu á viðurkenndum flugmódelsvæðum(skilgreint annars staðar).
    2. Félagsmenn eru hvattir til að fljúga eingöngu á viðurkenndum flugmódelsvæðum.
    3. Sýna þarf fram á gilda tryggingu til að fljúga á félagssvæðum.
Þetta er bara smá listi sem ég henti saman til gamans um leið og ég skrifaði þetta en meira þarf ekki til að hefja leikinn. Við þurfum ekki 100 blaðsíðna doðrant í fyrstu umferð og vonandi aldrei! Drífum í að stofna samtökin, förum í tryggingamálin, setjum okkur einfaldar reglur og þróum þetta í sameiningu, við höfum spjallið hérna, fínn vettvangur til að ræða málin og kasta hugmyndum á milli!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Jónas J »

[quote=Sverrir]Þetta er bara smá listi sem ég henti saman til gamans um leið og ég skrifaði þetta en meira þarf ekki til að hefja leikinn. Við þurfum ekki 100 blaðsíðna doðrant í fyrstu umferð og vonandi aldrei! Drífum í að stofna samtökin, förum í tryggingamálin, setjum okkur einfaldar reglur og þróum þetta í sameiningu, við höfum spjallið hérna, fínn vettvangur til að ræða málin og kasta hugmyndum á milli![/quote]

Sammála Sverrir. Þetta má ekki vera of flókið og um að gera að sem flestir fái að leggja orð í belg hvað þetta varðar ekki bara 2 - 3 kallar sem búa til reglurnar fyrir okkur hina. Bara mitt álit ;)
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Spitfire »

[quote=Jónas J][quote=Sverrir]Þetta er bara smá listi sem ég henti saman til gamans um leið og ég skrifaði þetta en meira þarf ekki til að hefja leikinn. Við þurfum ekki 100 blaðsíðna doðrant í fyrstu umferð og vonandi aldrei! Drífum í að stofna samtökin, förum í tryggingamálin, setjum okkur einfaldar reglur og þróum þetta í sameiningu, við höfum spjallið hérna, fínn vettvangur til að ræða málin og kasta hugmyndum á milli![/quote]

Sammála Sverrir. Þetta má ekki vera of flókið og um að gera að sem flestir fái að leggja orð í belg hvað þetta varðar ekki bara 2 - 3 kallar sem búa til reglurnar fyrir okkur hina. Bara mitt álit ;)[/quote]

Mjög góður pistill frá ritstjóranum, og ég er sammála því sem Jónas segir, höfum þetta einfalt og um að gera að hafa umræðuna opna öllum þeim sem láta sig sportið varða.
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Agust »

[quote=Tómas E]....td um daginn þegar ég var að fljúga kom fólk til mín að horfa og ég fékk ekkert nema truflanir líklega útfrá símunum þeirra...[/quote]

Ég er að velta fyrir mér hvernig GSM símarnir geti truflað búnaðinn. Þeir eru á tíðnisviðum umhverfis 900 MHz og 1800 MHz og ættu því ekki að getað truflað búnað okkar á 35 MHz eða 2,4 GHz. Ef símarnir eru mjög nærri viðtækinu, þannig að merkið sé það sterkt að það yfirstýri viðtækið, þá er það þó möguleiki. Það fer þó eftir gæðum viðtækisins. Góð viðtæki þola slíkt nokkuð vel án þess að truflast.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Nu likar mer lifid. Slepp vid ad skrifa langloku thvi Sverrir gerir thad og meira ad segja betur en mer hefdi tekist. Tek undir allt sem hann og adrir eftir honum segja her ad ofan.

Thad sem vid Gaui hofum sett saman er ansi langt thar sem thad inniheldur mikid af alls kyns godum radum og leidbeiningum innan um thad sem aetti ad setja sem reglur. Thetta thurfum vid ad vinsa betur sundur finnst mer og gera einfaldara og skiljanlegra. Su vinna hefur legid nidri hja mer, thvi midur. Bolvud vinna sem tefur fyrir thvi mikilvaega ;)
Hofum verid ad setja thetta inn i Wiki-sidur og svo var meiningin ad fa goda menn til ad fara yfir og baeta og breyta adur en til almennrar skodunar kaemi. Grunnurin eru regluverk fra nagrannalondum sem Gaui hefur unnid upp ur og islenskad.

Haraldur og Ingthor... Easy on the trigger, please!!!
Stress er ekki gott fyrir heilsuna og baetir engu hollu vid umraeduna heldur. Komid heldur med tillogur ad betra.
Thad er einmitt ekki meiningin ad vinna a moti neinu nema oskynsamlegu og haettulegu framferdi. Hvad i thvi felst aetlum vid ad koma okkur saman um.
Thad er meiningin ad reyna ad sja til thess ad ollum lidi vel en ad vid getum sagt vid yfirvold og adra ad vid seum med okkar mal a hreinu. Alveg eins og flugvelaheimasmidirnir sem SG segir fra i langlokunni sinni.

Thad er alls ekki meiningin ad banna flug utan flugmodelvalla sbr thad sem Sverrir sagdi. Sjalfur hef eg mest flogid utan flugmodelvalla undanfarid.

BIFF er ekki gott, alveg sammala, en mer fannst thad fyndid og til thess fallid ad orva fram betri tillogur svo sem sannadist. Bara vinnunafn ( a saensku thydir thad buff :) )

Komid endilega med skodanir og hugmyndir.

PS: Eg var fyrir longu sidan buinn ad fullvissa Ingthor, i einu af okkar morgu samtolum, um ad hann fengi lika ad segja sitt um thessi mal og taka thatt i undirbuningnum thegar thar ad kaemi, sem fulltrui theirra sem ekki vilja lata binda sig a bas. Hann virdist tho hafa gleymt thvi?


Eh.... vard thetta kannski langloka? Ojaeja, tha thad...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Gaui »

Dem! og ég sem hélt að BIFF væri tilvísun í persónu úr Back to the Future kvikmyndunum.

Annars líst mér lang best á Landsamband íslenskra módelmanna eða LÍM. Ég sé fyrir mér merki samtakanna þar sem merki aðildarfélaganna eru klesst saman og límið lekur út á milli þeirra :D
:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Agust][quote=Tómas E]....td um daginn þegar ég var að fljúga kom fólk til mín að horfa og ég fékk ekkert nema truflanir líklega útfrá símunum þeirra...[/quote]

Ég er að velta fyrir mér hvernig GSM símarnir geti truflað búnaðinn. Þeir eru á tíðnisviðum umhverfis 900 MHz og 1800 MHz og ættu því ekki að getað truflað búnað okkar á 35 MHz eða 2,4 GHz. Ef símarnir eru mjög nærri viðtækinu, þannig að merkið sé það sterkt að það yfirstýri viðtækið, þá er það þó möguleiki. Það fer þó eftir gæðum viðtækisins. Góð viðtæki þola slíkt nokkuð vel án þess að truflast.[/quote]

Ef snjallsímar eru með kveikt á Blátönn eða WiFi þá er væntanlega einhver möguleiki á truflun, ekki satt?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara