Síða 4 af 4
Re: Hvað þarf að varast?
Póstað: 9. Okt. 2006 14:41:51
eftir Agust
Ég er með Futaba 9C.
Ég þarf ekki að kveikja á honum þegar ég nota hann með AFPD, en það er eins og að spennan frá USB tenginu nái að kveikja á honum, a.m.k. að hluta til. Eina ráðið sem ég þekki til að minnka (eða losna alveg við) straumnotkunina er að fjarlægja sendismodulinn. Mér er samt frekar illa við það þar sem ég er hálf hræddur við að skemma tengilinn.
Sem sagt; án sendimoduls er eins og að aflið komi frá USB.
Re: Hvað þarf að varast?
Póstað: 9. Okt. 2006 16:01:57
eftir Björn G Leifsson
Hmmmm. Geturðu notað Fútöpuna batteríslausan?
í Joðerr þá er einfaldlega rofi í plögginu sem kveikir á sendinum, öllu nema útvarpsbylgjusendinum.
Re: Hvað þarf að varast?
Póstað: 9. Okt. 2006 17:05:48
eftir Agust
[quote=Björn G Leifsson]Hmmmm. Geturðu notað Fútöpuna batteríslausan?
í Joðerr þá er einfaldlega rofi í plögginu sem kveikir á sendinum, öllu nema útvarpsbylgjusendinum.[/quote]
Ég hef ekki prófað það.
Re: Hvað þarf að varast?
Póstað: 9. Okt. 2006 20:08:00
eftir Ingþór
í tenginu á futaba eru tveir pinnar tengdir saman, sem taka straum af batteríinu beint á stýringuna, framhjá rofanum, þannig að það er ekki hægt að nota hana batteríslausa, og hún fær enga spennu úr USB eða öðru
Re: Hvað þarf að varast?
Póstað: 9. Okt. 2006 21:56:57
eftir kip
held ég grafi upp spenninn sem ég bjó til í grunndeild raf á árum áður og stilli hann á eitthvað svipað og batterypakkið, málið leyst. (neinei ekkert fúsk, þetta verður allt í lagi)
Re: Hvað þarf að varast?
Póstað: 9. Okt. 2006 23:13:01
eftir Haraldur
Tengið frá herminum sem þú stingur í Futaba stýringuna skammhleypir tvo pinna og tengir þar með framhjá rofanum. Þannig kviknar á fjarstýringunni sjálfvirkt. Sama og ef þú hefðir kveikt á henni sjálfur.
Eitt verðið þið að muna ef þið kveikið á fjarstýringunni og sendimódulið er í þá þarf að draga út loftnetið, allaveganna eitt bil, því annars er hætta á að þið brennið sendinn yfir og hann skemmist.
Re: Hvað þarf að varast?
Póstað: 9. Okt. 2006 23:21:45
eftir Björn G Leifsson
[quote=kip]held ég grafi upp spenninn sem ég bjó til í grunndeild raf á árum áður og stilli hann á eitthvað svipað og batterypakkið, málið leyst. (neinei ekkert fúsk, þetta verður allt í lagi)[/quote]
Mundi fara varlega í það ef spennugjafinn er ekki örugglega vel ballanseraður þeas ekki nóg með einfalda afriðun,,, verður að vera mjög vel jöfnuð spenna skyldi ég halda.
Re: Hvað þarf að varast?
Póstað: 10. Okt. 2006 07:00:14
eftir Agust
Þetta er smá saman að skýrast.
Hér er almennur kafli um USB interface:
http://www.milehighwings.com/manual_usb.htm
Þar stendur m.a.:
"2. Turn the transmitter ON (unless you have JR or high-end Futaba transmitter, which should power up automatically when the cord is plugged in). Yes, you have to turn the transmitter on and its battery has to be charged, as there are no suitable DC sources in the computer to power a transmitter. Also, it is a good idea to remove the crystal (or the frequency block, in high-end transmitters)--this turns the RF circuit off and drastically reduces the power consumption"
Hér er talað um kost þess að fjarlægja sendismodulið til að minnka straumeyðsluna.
S.l. sumar setti ég 1100 mAh NiCd rafhlöður í stað 600 mAh rafhlaðanna sem voru í Futaba sendunum mínum. Það er mikill munur.