Síða 4 af 37

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 11. Des. 2006 01:22:50
eftir Sverrir
Jæja þá er búið að klæða báðar hliðar á stélinu, loka gatinu efst og setja lamakubba í hreyfifletina.
Mynd

Svona verður þetta á hæðina seinna meir ;)
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 13. Des. 2006 01:34:04
eftir Sverrir
En ein samlímingin, nú er bara spurning hvort við náum 4 bútum úr henni.
Mynd

Skiptum henni í tvennt og skerum, 2 + 2 = 4 þannig að við ættum að vera í góðum málum.
Mynd

Fyrri hluti er þægilegur, smá trélím á helstu staði
Mynd

Svo er bara að skella nokkrum klemmum á og punkta þetta á nokkrum stöðum með sýrulími. Seinni hlutinn er svo unnin eins.
Mynd

Og þá er farið að síga á seinni hlutann í hæðarstýrinu.
Mynd


Ef ég væri að fara að smíða stélið aftur þá myndi ég bíða með að setja lamablokkirnar og trim tab bútana í þangað til ég væri búinn að klæða aðra hliðina en að öðru leyti yrði vinnan mjög sambærileg.

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 21. Des. 2006 23:55:37
eftir Sverrir
Þrátt fyrir hamfarir síðustu daga og tilraunir tollsins og Flugfélagsins til að hindra afhendingu þess þá er balsaskipið loksins í höfn.

Mynd

Mynd

Þröstur fær þakkir fyrir að bregðast snöggt við neyðarkalli úr norðri :D

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 27. Des. 2006 06:00:00
eftir Sverrir
Gleðilega hátíð, vonandi var eitthvað gagnlegt undir jólatrénu hjá ykkur. Í gærkvöldi var víst kominn tími til að gera eitthvað eftir allt matarsukkið um hátíðarnar.

Það var ráðist í það að hefja smíðar á skrokknum og hefst sú vinnsla með samsetningu á grind sem skrokkrifjunum er svo raðað á.
Þessa aðferð má finna á öðrum Ziroli teikningum, sennilega flestum ef ekki öllum.
Grindin sem slík gegnir engu burðarhlutverki þegar búið er að klæða skrokkinn og má þá fjarlægja hana ef menn óska þess.

Fyrir næsta smíðakvöld þarf ég að smíða smíðaborð (hvað eru margir smiðir í því!?) sem lyftir grindinni upp frá borðinu svo hægt sé að raða skrokkrifjunum á hana. Svona eitthvað í líkingu við þetta borð sem sést hér á myndinni.
Mynd

Eitt stykki svona + balsabútur.
Mynd

Skilar þessum fallega fleyg sem ég notaði til að styrkja afturendann á grindinni fyrir skrokkrifin.
Hefði auðveldlega verið hægt að gera þetta upp á gamla mátann en það er bara svo gaman að vera með alvöru verkfæri :D
Mynd

Hér er grindin sem skrokkrifjunum er raðað á og svo aftur með krossviðarplötum sem eru hluti af vængsætinu.
Mynd

Þar sem ég er að fara að smíða razorback þá hef ég ekkert við þessi rif að gera.
Mynd

En þessi verða vel nýtt.
Mynd

Myndarlegur bunki
Mynd

Hér er krossviðurinn sem er í eldveggnum, Ziroli kallinn talar um 1/4" en platan sem fylgdi er ekki nema 3/16".
Ég hef líka smá efasemdir um sjálfan viðinn en það er spurning hvað viðarsérfræðingarnir segja?
Mynd

Ég stóðst ekki mátið og fór í smá aðgerð á rifjunum sem ég ætla ekki að nota.
Mynd

Lofar bara góðu :)
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 27. Des. 2006 10:09:22
eftir Gaui
Sæll Sverrir - flott spítur

[quote=Sverrir]Hér er krossviðurinn sem er í eldveggnum, Ziroli kallinn talar um 1/4" en platan sem fylgdi er ekki nema 3/16".
Ég hef líka smá efasemdir um sjálfan viðinn en það er spurning hvað viðarsérfræðingarnir segja?[/quote]
Ég ætla nú ekki að titla mig neinn sérfræðing, en þeg myndi í þínum sporum henda þessu drasli og gera almennilegan eldvegg. Þú athugar að hann þarf að halda mótornum á og tengja hann við skrokkinn. Ég myndi í þínum sporum fá mér tvær 4mm plötur og líma þær saman í mikilli pressu með freyðilími og fá þannig út 8mm plötu með 6 lögum, nokkuð sem hægt er að reiða sig á. Í flestum tilfellum skiptir þykktin á plötunni ekki máli, bara hvar framhlutinn á henni er. Með því að samlíma tvær plötur í pressu á flötu borði færðu líka örugglega beinan og ósnúinn eldvegg, sem líka skiptir máli.

Svo er líka gaman að getra sagt að þú hafir nú sagað út eitthvað af efninu í skrokkinn ;)

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 27. Des. 2006 11:36:04
eftir Sverrir
Þú ert alla veganna meiri sérfræðingur en ég. Sennilega það eina sem má segja þessum eldvegg til bóta að hann er beinn ;)

Telst balsinn sem ég hef sagað ekki með :D

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 28. Des. 2006 06:19:29
eftir Sverrir
Fór í smá leiðangur í dag að athuga með viðarbúta í eldvegginn, Byko og Húsasmiðjan selja krossviðinn yfirleitt í heilum eða hálfum plötum svo oft er ekki mikið úrval af minni bútum hjá þeim en oft eiga þeir eitthvað til, ég fór þó aðra leið í dag við efnisútvegun því Húsasmiðjan átti ekkert og ég var ekki nógu sáttur við það sem var til hjá Byko þó ég hafi nú kippt smá bút með, bara svona til öryggis eins og menn segja.

Hófust svo smíðar...

B25 frá YT, P47 grind og P51D frá Top Flite.
Mynd

Hérna er samsetningarborðið góða komið saman og búið að rétta það af og festa niður.
Mynd

Hér má svo sjá grindina á borðinu, takið eftir miðlínu sem er búið að draga, bæði á grindina og borðið.
Mynd

Vélin mín er ólétt og ég vissi það ekki!!! Guðni að leika sér með Ready 2. Gunnar e-ð að læðupúkast með mælaborð úr Mustang í baksýn.
Mynd

Og svona er þetta, hæðin kannski örlítið í ríflegri kantinum en það gerir nú lítið til.
Mynd

Gamli eldveggurinn og nýja eldveggsefnið.
Mynd

Hér sjást þeir hlið við hlið, ekki spurning hvor muni standa sig betur.
Mynd

Alveg að verða tilbúin!
Mynd

Balsa stripper frá Master Airscrew, fínasta græja, er notuð í listagerð í augnablikinu.
Mynd

Hér má sjá nokkra lista á skrokknum.
Mynd

Og meira af vængsætinu komið á, þarf að kaupa mér fleiri þvingur á eftir. Takið líka eftir því að ég klæddi flugkonuna í örlítið sómasamlegri föt :D
Mynd

Þegar hér er komið við sögu þá er ekki ennþá farið að líma neitt saman, ég festi nokkra óþekka viðarbúta niður og bleyti í þeim, þeir taka vonandi á sig betri mynd við það svo auðveldara verði að líma þá þegar að því kemur.

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 29. Des. 2006 18:42:09
eftir Árni H
Þú ert listasmiður, a.m.k. meðan þú smíðar lista :)

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 7. Jan. 2007 13:10:23
eftir Sverrir
Listasmiður, ekki amalegt það ;)

Talandi um lista, þar sem ég átti ekki tveggja metra balsaplötur til að sníða listana úr þá reyndist nauðsynlegt að skeyta saman tveimur bútum til að fá nægjanlega lengd, þá er ekki verra að láta samskeytin lenda á skrokkrifi.
Mynd

Magga fannst vanta myndir af mér, í ljósi nýliðinnar myndasyrpu efast ég reyndar um það, ;) svo hann fór hamförum með myndavélina og árangurinn af því má sjá neðar á þræðinum.
Mynd

Allt að koma.
Mynd

Hér er ekki ennþá búið að líma neinar spýtur en það er ágætis venja að prófa hvort allt passi ekki áður en lími er smurt á timbrið.
Mynd

Þá hófust límingar.
Mynd

Hér er búið að líma alla lista, nema þá sem eru fyrir neðan vængin og framan á skrokknum.
Fljótlega kemur að því að farið verður að klæða grindina með balsaplötum og þegar því er lokið er hún tekin af standinum en þá eru listar og klæðning sett á efri hlutann.
Mynd


En já hann Magnús fór hamförum með myndavélina mína og hér má sjá hluta af afrakstrinum.

Guðni að vinna við Ready 2 sem mun fara á flot fyrir komandi vertíð, lágmark tvær svoleiðis á hvert heimili, þ.e. flotvélar, hugsa að ein Ready2 sé nóg ;)
Mynd

Gunni að spá í hvernig í smíðin gangi.
Mynd

Talandi um pússikubba, hér er einn sem Guðni gerði til að ná í innviði Ready 2.
Mynd

Hersingin að störfum.
Mynd

Gunnar stoltur Mustang eigandi.
Mynd

Tvíþekja!?
Mynd

Hr. Yfirljósmyndari Magnús.
Mynd

Gunnar allur í smáatriðunum.
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 9. Jan. 2007 14:38:12
eftir Sverrir
Skar nokkrar balsaplötur í klæðningu, takið eftir fláanum en hann gerir lífið þægilegt þegar kemur að því að líma allt saman.
Reyndar ef einhver þarf að þyngja flugmódel og á ekki blý þá getur hann fengið nokkrar "balsaplötur" hjá mér, alltof margar sem eru ekki hentugar í þessa vinnu :( Mynd

Til að halda grindinni réttri þá borgar sig að klæða hana jafnt beggja vegna, eins og sést þá leggur maður ýmislegt á sig fyrir smíðarnar.
Mynd

Rauða örin sýnir hvar samskeyti eru látin lenda á skrokkrifi.
Mynd