Fór í smá leiðangur í dag að athuga með viðarbúta í eldvegginn, Byko og Húsasmiðjan selja krossviðinn yfirleitt í heilum eða hálfum plötum svo oft er ekki mikið úrval af minni bútum hjá þeim en oft eiga þeir eitthvað til, ég fór þó aðra leið í dag við efnisútvegun því Húsasmiðjan átti ekkert og ég var ekki nógu sáttur við það sem var til hjá Byko þó ég hafi nú kippt smá bút með, bara svona til öryggis eins og menn segja.
Hófust svo smíðar...
B25 frá YT, P47 grind og P51D frá Top Flite.
Hérna er samsetningarborðið góða komið saman og búið að rétta það af og festa niður.
Hér má svo sjá grindina á borðinu, takið eftir miðlínu sem er búið að draga, bæði á grindina og borðið.
Vélin mín er ólétt og ég vissi það ekki!!! Guðni að leika sér með Ready 2. Gunnar e-ð að læðupúkast með mælaborð úr Mustang í baksýn.
Og svona er þetta, hæðin kannski örlítið í ríflegri kantinum en það gerir nú lítið til.
Gamli eldveggurinn og nýja eldveggsefnið.
Hér sjást þeir hlið við hlið, ekki spurning hvor muni standa sig betur.
Alveg að verða tilbúin!
Balsa stripper frá Master Airscrew, fínasta græja, er notuð í listagerð í augnablikinu.
Hér má sjá nokkra lista á skrokknum.
Og meira af vængsætinu komið á, þarf að kaupa mér fleiri þvingur á eftir. Takið líka eftir því að ég klæddi flugkonuna í örlítið sómasamlegri föt
Þegar hér er komið við sögu þá er ekki ennþá farið að líma neitt saman, ég festi nokkra óþekka viðarbúta niður og bleyti í þeim, þeir taka vonandi á sig betri mynd við það svo auðveldara verði að líma þá þegar að því kemur.