Síða 4 af 6

Re: P-51D Mustang

Póstað: 8. Des. 2006 21:10:51
eftir Árni H
Þú verður að skella þér á ebay ef þú klárar þetta um helgina :) Eitthvað verður þú að gera um jólin...

Re: P-51D Mustang

Póstað: 8. Des. 2006 21:47:12
eftir Offi
[quote=Árni H]Þú verður að skella þér á ebay ef þú klárar þetta um helgina :) Eitthvað verður þú að gera um jólin...[/quote]
Maður er bara dissaður? :mad: Ég bíð frekar eftir yfirstraujaranum að norðan! :cool:
En ætli ég fari ekki að fjárfesta frekar í servóum og drasli og reyna að gera þessi djásn flugklár.

Re: P-51D Mustang

Póstað: 10. Des. 2006 20:58:03
eftir Offi
Þá er "Múkkinn" klár.... eða eins klár og hægt er án servóa, mótors og svoleiðis. Ég á ekkert módel eftir ósmíðað. Kannski var þetta ekkert svo slæm hugmynd hjá Árna að kíkja aðeins á eBay. Bara svona til að slá á tómleikatilfinninguna. En hér eru myndir.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Re: P-51D Mustang

Póstað: 10. Des. 2006 23:36:54
eftir Steinar
Já maður er nú ekki lengi að því sem lítið er.........

Þetta er nú bara falleg vél hjá þér kallinn minn....

Annars vantar nú á hana viftuna ;)

Re: P-51D Mustang

Póstað: 4. Feb. 2007 22:17:06
eftir Offi
Viftan er á leiðinni. ASP .75 kominn á sinn stað. Þá er að púsla öllu snyrtilega á sinn stað. Dútl, dútl, dútl.

Segið mér eitt. Mótorinn snýr niður... hrópar hann þá á onboard glow?

Mynd

Mynd

Mynd

Re: P-51D Mustang

Póstað: 4. Feb. 2007 22:44:03
eftir kip
Þetta er sko laglegur spinner. Irvine 53 motorinn í mínum Mustang snýr niður og það virkar án onboard glow. En hann gengur illa afþví tankurinn er of hár miðað við blöndunginn, verður það nokkuð issjú hjá þér?

Re: P-51D Mustang

Póstað: 4. Feb. 2007 22:46:29
eftir Offi
Úttakið á tanknum hjá mér er svona cirka cm hærra en blöndungurinn.... það þýðir samt slatta "head" þegar tankurinn er fullur.

Re: P-51D Mustang

Póstað: 5. Feb. 2007 21:00:13
eftir maggikri
Fallegur Mustang hjá þér Offi

kv
MK

Re: P-51D Mustang

Póstað: 5. Feb. 2007 21:26:15
eftir Offi
[quote=maggikri]Fallegur Mustang hjá þér Offi[/quote]
Takk fyrir það... og ekkert smá powerplant sem fór í hann! ;)

Re: P-51D Mustang

Póstað: 6. Feb. 2007 01:23:28
eftir maggikri
Hann" urrar" örugglega áfram
kv
MK