P-51D Mustang
Re: P-51D Mustang
Fimmtudagur 30. nóv. 2006. kl. 18:00
Jæja... borðstofuborðið hefur verið rýmt fyrir næstu vél... Mustanginum góða frá Hangover 9. Sko... ég er viss um að ég nýt meiri skilnings hér en meðal "eðlilega" fólksins. "Til hvers í ósköpunum ertu að fá þér TVÆR vélar?" spyr það. Hreinskilið svar er að það var alveg óvart. Ég fór á eBay og bauð í tvær vélar, Corsair og Mustang. Corsair uppboðið átti að enda þá um nóttina, en Mustanginn eftir 6 daga. Ég var ákveðinn í að fylgja Mustanginum eftir, ef ég fengi ekki Corsair. Ég fékk Corsair... og 6 dögum seinna dugði mitt fyrsta boð til þess að ég eignaðist líka Mustang. Það kom ekki til GREINA að hætta við! Ég hef að markmiði að fá báðar vélar klárar og fljúga báðum næsta sumar.
Ég var mjög ánægður með Corsair, en sé samt núna að Hangover 9 vélin er í öðrum klassa, svona gæðalega séð. Allt er sléttara og felldara... svona flottara yfirbragð. Reyndar er mar á öðrum vængnum og smá á skrokknum líka. Ætli maður þakki ekki flytjendunum fyrir það. Leiðbeiningarnar eru líka miklu betri en með Corsair... allt sýnt í detail. Ég er byrjaður að púsla... og verð að segja að ég er þakklátur fyrir CA Debonder! En þetta hefst allt saman og skal verða grand. Myndir fylgja.
Nú er ég að spá í eitt... Mustang (.60) krefst stærri mótors en Corsair (.46). Þá er ég að spá í... á ég að fá mér tvígengis eða fjórgengis? Komment vel þegin, takk.
Fimmtudagur 30. nóv. 2006. kl. 21:35
Alltaf gott að geta glatt aðra. Ég varð fyrir bjórtruflunum við smíðina. Það fannst Árna Hrólfi fyndið. Hvað eru svo bjórtruflanir? Jú, ég var að líma hallastýrið á annan vænginn, límið var komið á og ég rek vænginn í bjórglasið. Það er við það að velta og ég bjarga því í snarhasti. Hallastýrið tók þessari forgangsröðun illa, dróst út um meira en hálfan sentimetra og límdist fast. Hana nú... bjórtruflanir voru staðreynd. En... eins og ég sagði í upphafi: Ég er þakklátur fyrir Debonder! Nú hef ég breytt vinnulaginu og fært bjórglasið. Ákjósanleg fjarlægð: (Vænghaf/2) + (3/4 handleggslengd).
Ljósmyndir
Vííí... konan ánægð... 4 vikur til jóla og borðstofuborðið horfið! Það vill svo vel til að við eigum enga vini sem koma í mat hvort eð er!
Mar á vængnum... í boði flutningsaðila!
More to follow...!
Jæja... borðstofuborðið hefur verið rýmt fyrir næstu vél... Mustanginum góða frá Hangover 9. Sko... ég er viss um að ég nýt meiri skilnings hér en meðal "eðlilega" fólksins. "Til hvers í ósköpunum ertu að fá þér TVÆR vélar?" spyr það. Hreinskilið svar er að það var alveg óvart. Ég fór á eBay og bauð í tvær vélar, Corsair og Mustang. Corsair uppboðið átti að enda þá um nóttina, en Mustanginn eftir 6 daga. Ég var ákveðinn í að fylgja Mustanginum eftir, ef ég fengi ekki Corsair. Ég fékk Corsair... og 6 dögum seinna dugði mitt fyrsta boð til þess að ég eignaðist líka Mustang. Það kom ekki til GREINA að hætta við! Ég hef að markmiði að fá báðar vélar klárar og fljúga báðum næsta sumar.
Ég var mjög ánægður með Corsair, en sé samt núna að Hangover 9 vélin er í öðrum klassa, svona gæðalega séð. Allt er sléttara og felldara... svona flottara yfirbragð. Reyndar er mar á öðrum vængnum og smá á skrokknum líka. Ætli maður þakki ekki flytjendunum fyrir það. Leiðbeiningarnar eru líka miklu betri en með Corsair... allt sýnt í detail. Ég er byrjaður að púsla... og verð að segja að ég er þakklátur fyrir CA Debonder! En þetta hefst allt saman og skal verða grand. Myndir fylgja.
Nú er ég að spá í eitt... Mustang (.60) krefst stærri mótors en Corsair (.46). Þá er ég að spá í... á ég að fá mér tvígengis eða fjórgengis? Komment vel þegin, takk.
Fimmtudagur 30. nóv. 2006. kl. 21:35
Alltaf gott að geta glatt aðra. Ég varð fyrir bjórtruflunum við smíðina. Það fannst Árna Hrólfi fyndið. Hvað eru svo bjórtruflanir? Jú, ég var að líma hallastýrið á annan vænginn, límið var komið á og ég rek vænginn í bjórglasið. Það er við það að velta og ég bjarga því í snarhasti. Hallastýrið tók þessari forgangsröðun illa, dróst út um meira en hálfan sentimetra og límdist fast. Hana nú... bjórtruflanir voru staðreynd. En... eins og ég sagði í upphafi: Ég er þakklátur fyrir Debonder! Nú hef ég breytt vinnulaginu og fært bjórglasið. Ákjósanleg fjarlægð: (Vænghaf/2) + (3/4 handleggslengd).
Ljósmyndir
Vííí... konan ánægð... 4 vikur til jóla og borðstofuborðið horfið! Það vill svo vel til að við eigum enga vini sem koma í mat hvort eð er!
Mar á vængnum... í boði flutningsaðila!
More to follow...!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: P-51D Mustang
Brakar í balsanum? Ef ekki þá er bara að strauja smá yfir þetta sýnist mér. Ef balsinn er brotinn og þetta er frá Hangar9 þá ættirðu að hafa samband við söluaðilann um nýjan væng.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: P-51D Mustang
Ekkert brak og ekkert brot... en ég er frekar lélegur að strauja og ekki þýðir að fá konuna til þess. Hún skilur ekkert í mér að vera sokkinn í þetta með mína flughræðslu! :rolleyes:
Ætli ég fái ekki Árna Hrólf til þess að sýna mér handtökin þegar hann kemur í einn kaldan fyrir jólin! Er það ekki, Árni?
Ætli ég fái ekki Árna Hrólf til þess að sýna mér handtökin þegar hann kemur í einn kaldan fyrir jólin! Er það ekki, Árni?
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Re: P-51D Mustang
Gætir þurft hitablásara til að ná þessu úr, þ.e.a.s. ef allt er óbrotið.
Icelandic Volcano Yeti
Re: P-51D Mustang
Það er óþarfi að örvænta þó það braki innan í ARF módelum. Ég var með væng um daginn í nýju módeli þar sem brot var í burðarbitanum og tveim rifjum. Ég skar varlega nægilega stórt op á botn vængsins, spelkaði bitann og límdi rifin. Lokaði sárinu, og nú er vængurinn næstum sem nýr.
Gott að heyra að ekkert er brotið hjá þér.
Gott að heyra að ekkert er brotið hjá þér.
Re: P-51D Mustang
[quote=Offi]Ekkert brak og ekkert brot... en ég er frekar lélegur að strauja og ekki þýðir að fá konuna til þess. Hún skilur ekkert í mér að vera sokkinn í þetta með mína flughræðslu! :rolleyes:
Ætli ég fái ekki Árna Hrólf til þess að sýna mér handtökin þegar hann kemur í einn kaldan fyrir jólin! Er það ekki, Árni?[/quote]
Það yrði mér sönn ánægja að smella í mig einum köldum á meðan maður straujar þetta með þér, Offi minn. Það er reyndar spurning hvort ég noti ekki ferðina og máti cowlingarnar þínar
Ætli ég fái ekki Árna Hrólf til þess að sýna mér handtökin þegar hann kemur í einn kaldan fyrir jólin! Er það ekki, Árni?[/quote]
Það yrði mér sönn ánægja að smella í mig einum köldum á meðan maður straujar þetta með þér, Offi minn. Það er reyndar spurning hvort ég noti ekki ferðina og máti cowlingarnar þínar
Re: P-51D Mustang
Það læðist að mér efi. Vængurinn er að fæðast, hægt og rólega, en... það er eitthvað ekki eins og það á að vera. Þegar annar vænghelmingurinn er láréttur þá á samkvæmt teikningu að vera 15,9 cm upp í hinn vængendann og þá á ekki að vera neitt bil á milli helminganna. Hjá mér eru 20 cm og þá falla helmingarnir svona líka fínt saman. Ég hef þá um tvennt að velja: 1) Að láta teikninguna ráða. 2) Að láta smíðina ráða. Ég vel hið síðarnefnda.
Þá að efanum. Ég fór að skoða teikninguna nánar. Forsíðan er prentuð og fín, en afgangurinn er frekar shabby ljósrit sem er heftað saman með groddalegum iðnaðarheftum. Ég hef aldrei séð leiðbeiningar frá Hangar 9, en það læðist samt að mér sá grunur að þær séu ekki fjölfaldaðar í skítugri ljósritunarvél frá því um 1980. Svo las ég forsíðuna nánar. Vélin á að vera ARF... 90% prebuilt. En bíddu við... það stendur AFR. Hvað er það? "Almost f*cking ready?" Ég hef því grun um að vélin sé eftirlíking af Hangar 9. Kannski frá Hangover 9? Já, áfengi og eBay eiga ekki samleið.
En hverjum þykir sinn fugl fagur og þetta er vissulega fagur fugl í mínum augum, eftirlíktur eður ei!
Ljósmyndir
Yuejin hinn kínverski, sölumaður frá Hangover 9
Vængurinn í fæðingu
Þá að efanum. Ég fór að skoða teikninguna nánar. Forsíðan er prentuð og fín, en afgangurinn er frekar shabby ljósrit sem er heftað saman með groddalegum iðnaðarheftum. Ég hef aldrei séð leiðbeiningar frá Hangar 9, en það læðist samt að mér sá grunur að þær séu ekki fjölfaldaðar í skítugri ljósritunarvél frá því um 1980. Svo las ég forsíðuna nánar. Vélin á að vera ARF... 90% prebuilt. En bíddu við... það stendur AFR. Hvað er það? "Almost f*cking ready?" Ég hef því grun um að vélin sé eftirlíking af Hangar 9. Kannski frá Hangover 9? Já, áfengi og eBay eiga ekki samleið.
En hverjum þykir sinn fugl fagur og þetta er vissulega fagur fugl í mínum augum, eftirlíktur eður ei!
Ljósmyndir
Yuejin hinn kínverski, sölumaður frá Hangover 9
Vængurinn í fæðingu
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Re: P-51D Mustang
[quote=Offi]Ég hef aldrei séð leiðbeiningar frá Hangar 9, en það læðist samt að mér sá grunur að þær séu ekki fjölfaldaðar í skítugri ljósritunarvél frá því um 1980. ...[/quote]
Ég er hér á borðinu með leiðbeiningar frá Hangar 9. Ultra Stick 40. Þetta er heil bók, 84 blaðsíður í flottu bandi. Þetta er því greinilega Hangover 9
Hér er hægt að sækja Hangar 9 Mustang manual http://www.hangar-9.com/ProdInfo/Files/ ... manual.pdf
Ég er hér á borðinu með leiðbeiningar frá Hangar 9. Ultra Stick 40. Þetta er heil bók, 84 blaðsíður í flottu bandi. Þetta er því greinilega Hangover 9
Hér er hægt að sækja Hangar 9 Mustang manual http://www.hangar-9.com/ProdInfo/Files/ ... manual.pdf
Re: P-51D Mustang
[quote=Agust]Ég er hér á borðinu með leiðbeiningar frá Hangar 9. Ultra Stick 40. Þetta er heil bók, 84 blaðsíður í flottu bandi. Þetta er því greinilega Hangover 9[/quote]
Já, það vantar svosem ekki blaðsíðufjöldann hjá mér... en ég get tæpast kallað heftin "flott band". Hins vegar stendur á síðu 3: "Congratulations on your purchase of the Hangar 9 P-51 Mustang ARF..." Hehe, þetta eru kræfir kallar. Reyndar stóð ég aldrei í þeirri meiningu að þetta væri Hangar 9 fyrr en ég las leiðbeiningarnar, svo ég ætla ekki að væla yfir þessu. 80 dollarar eru ekki það mikill peningur.
En hvaða mótor mynduð þið mæla með í þetta... tví- eða fjórgengis? Hún er gefin upp fyrir .60 - .78 eða .72 - 1.00.
Já, það vantar svosem ekki blaðsíðufjöldann hjá mér... en ég get tæpast kallað heftin "flott band". Hins vegar stendur á síðu 3: "Congratulations on your purchase of the Hangar 9 P-51 Mustang ARF..." Hehe, þetta eru kræfir kallar. Reyndar stóð ég aldrei í þeirri meiningu að þetta væri Hangar 9 fyrr en ég las leiðbeiningarnar, svo ég ætla ekki að væla yfir þessu. 80 dollarar eru ekki það mikill peningur.
En hvaða mótor mynduð þið mæla með í þetta... tví- eða fjórgengis? Hún er gefin upp fyrir .60 - .78 eða .72 - 1.00.
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: P-51D Mustang
Hmmmm.... Það er ekki alveg blátt áfram þetta með mótora. Ég mudni sennilega setja 2-gengis í svona vél. Það er líka einfaldara að eiga við þá. Þröstur var með .61 OSFX á fínu verði. Ég keypti mér einn um daginn því mér líkaði svo vel við hinn.
Það er heldur ekki sama mótor og mótor svo góður svona .61 mótor með legum getur verið miklu kraftmeiri en eitthvað ódýrara legulaust.
4-gengismótorar eru auðvitað meira Bling en... ojæja... kannski ég mundi setja YS .63 mótorinn minn í hana en það er önnur saga og flóknari.
For what it's worth...
Það er heldur ekki sama mótor og mótor svo góður svona .61 mótor með legum getur verið miklu kraftmeiri en eitthvað ódýrara legulaust.
4-gengismótorar eru auðvitað meira Bling en... ojæja... kannski ég mundi setja YS .63 mótorinn minn í hana en það er önnur saga og flóknari.
For what it's worth...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken