Síða 4 af 5

Re: Í sólarátt - 20. til 21.júlí 2013

Póstað: 21. Júl. 2013 13:56:15
eftir Sverrir
Við sjáum til um hvað semst eftir þessa veru okkar hér! Klukkutíma einkaflugsýning hefur sennilega ekki minnkað líkurnar á frekari samskiptum! ;)


Nei, sko hver er kominn!
Mynd

Með laumufarþega líka...
Mynd

U.þ.b. eina sem hægt er að nota þessa bíla í! ;)
Mynd

Nóg til af þotusafa á staðnum... sendið mér póstinn hingað, ég er sko ekki að fara neitt!
Mynd

Gullfuglarnir!
Mynd

Sendum svo kveðjur til Spánarfarans.
Mynd

Hitinn fer bara hækkandi! Tekið þegar við pylsuðum okkur upp í hádeginu.
Mynd

Re: Í sólarátt - 20. til 21.júlí 2013

Póstað: 21. Júl. 2013 21:47:35
eftir Pétur Hjálmars
Leitt að komast ekki til ykkar.

Ég var á fermingar"barna" hittingi á Húnavöku á Blönduósi um helgina.

Ég vona að Maggi verði ekki að öskuhrúgu í allri þessari sól.

Bestu Spánar kveðja.
Pétur

Re: Í sólarátt - 20. til 21.júlí 2013

Póstað: 21. Júl. 2013 22:49:51
eftir Haraldur
Verðið þið komnir í bæinn á þriðjudag?

Re: Í sólarátt - 20. til 21.júlí 2013

Póstað: 21. Júl. 2013 22:59:59
eftir Sverrir
Hver veit en það er alltaf gaman á Arnarvelli! Annars er fullt af golfvöllum hérna sem þú hefðir getað kíkt á!


Það fór að gefa ansi hresslega í upp úr miðjum degi svo við pökkuðum niður og skelltum okkur á Siglufjörðinn en þar var logn og blíða sem við ákváðum að kíkja á.
Mynd

Í Fljótum, en hér voru allt að sjö metrar skaflar í vor og eins og sést er enn ansi hvítt í hlíðunum.
Mynd

Komið á Sigló, flottur bær sem alltaf er gaman að koma til.
Mynd

Mættir á flugvöllinn, synd og skömm að sjá hvernig hann er orðinn.
Mynd

Ragnar og frú voru á landsrúntinum.
Mynd

Strákarnir að setja saman.
Mynd

Góður dagur að kveldi kominn, gott í gogginn á Torginu.
Mynd

Svo var litið við á Blönduósflugvelli á bakaleiðinni.
Mynd


Lúlli mun svo vísitera um landið á næstunni, fylgist spennt með.

Re: Í sólarátt - 20. til 21.júlí 2013

Póstað: 21. Júl. 2013 23:23:58
eftir Messarinn
Flottir á því og flott framtak hjá ykkur skella sér í ferðalag, þetta endar kannski með hringferð ? ;)

Re: Í sólarátt - 20. til 21.júlí 2013

Póstað: 22. Júl. 2013 08:17:07
eftir maggikri
Flottir(flott). Svona á gera þetta. Takk fyrir kveðjurnar til Spánar. Já Pétur maður er ad verða ad öskuhrúgu hérna, bara sól og engin ský á lofti, þau eru sennilega bara heima.

kv
MK

Re: Í sólarátt - 20. til 21.júlí 2013

Póstað: 22. Júl. 2013 17:25:22
eftir Sverrir
Jæja, hér koma nokkrar myndir af stóru vélinni, reyndar var svo gaman að ég gleymdi eiginlega að taka myndir en við látum þetta duga. Gauinn tók svo eitthvað á sína vél og póstar þeim eflaust við fyrsta tækifæri. Bíð spenntur eftir Futura myndum frá honum!

Hægt er að sjá fleiri myndir í myndasafni FMS.

MX klikkar aldrei.
Mynd

Mynd

Mynd

Gústi flengdi Extra um loftin blá.
Mynd

Mynd

Phoenix var án efa mest flogna vél helgarinnar.
Mynd

Mynd

Það vantaði ekki Extra vélar í hópinn.
Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Svo var skundað á Siglufjörð seinni part sunnudags.

Kata naut sín í fjallasal og hékk uppi eins og henni sýndist.
Mynd

Mynd

Heimamenn fylgdust spenntir með.
Mynd

Mynd

Mynd

Phoenix fór að sjálfsögðu upp.
Mynd

Mynd

Og MX en ekki hvað!
Mynd

Mynd

Extra naut sín líka vel.
Mynd

Mynd

Re: Í sólarátt - 20. til 21.júlí 2013

Póstað: 22. Júl. 2013 18:57:32
eftir Gauinn
MMMM hvað það var gaman!
Ég er alveg klár á því að maður á eftir að spyrja sjálfann sig " Gerðist þetta í raun og veru? Fá menn svona hugdettur og framkvæma bara".
Ég meina, ég ákvað strax um leið og ég sá póstinn að þarna yrði ég með, svo fór að renna á mig amk. 2 tvær grímur "heyrðu Guðjón, þú ert nú fullgamall fyrir svona ævintýri, er það ekki?"
Ég var lengi vel næst yngstur!
Yessssss gömlu brínin slá öllu við.
Takk kærlega fyrir, alveg ógleymanlegt ævintýri.
Ég var nú eins og Sverrir, svo gaman að maður gleymdi oft myndavélinni. en, hér kemur fyrsta.

Á Króknum,Mynd
Poenix í góðum félagsskap.
Mynd
Tankað.
Mynd
Og svo tilbúinn í slaginn, vígalegur!
Mynd


Sigurður flugvallarvörður og Lúlli.


Mynd

Hvað ungur nemur gamall temur, ungir áhorfendur á Króknum.

Mynd

Þetta var svo notalegt hjá okkur.



Mynd

Fjölskylda Sigurðar fékk flugsýningu.

Mynd

Alltaf jafn fallegur fugl, sem allt of sjaldan sést.
Mynd

Sláttur á Gústa.

Mynd

Og það held ég að þessi sé líka boðleg.

Mynd

Lendingar voru æfðar að fullum krafti, þar til hjólbarðar kláruðust.

Mynd

Sauðárkróks flugvöllur, flottur!

Mynd

Siglufjörður, veðrið maður lifandi!


Mynd

Svo var ein millistærð, svona á stærð við Cub-inn hans Gunna.
Mynd

Siglufjörður, skartaði sól og logni.

Mynd

Jú, jú það kom slangur af fólki til okkar á Siglufjörð.

Mynd

Ég ætla að setja hér inn syrpu af svifinu hans Sverris, jú, jú þær eru nokkuð margar, en fegurðin er seint ofnotuð.

Mynd

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Re: Í sólarátt - 20. til 21.júlí 2013

Póstað: 22. Júl. 2013 21:01:57
eftir lulli
Já svona eiga bíltúrar að vera, ,,það er jú bara eitt sumar á ári og ómögulegt að láta það sleppa svo létt.
Þetta var ævintýri eins og best gerast og magnað að taka flug í fjallasal Siglufjarðar td. svo eitthvað sé nefnt.
Kv. LRS

Re: Í sólarátt - 20. til 21.júlí 2013

Póstað: 23. Júl. 2013 00:52:33
eftir Ágúst Borgþórsson
Þetta er sko eitthvað sem við eigum eftir að gera oftar. Þetta var bara svo gaman!! :D Ég þakka ferða félögunum fyrir skemtunina og grúbpíuni henni Birgittu fyrir að sína okkur slíka tryggð, hún elti okkur um allar sveitir ;)