Adrenaline 120

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Vitiði hvað!!!

Ég fékk pakka í dag. Ég elska að fá pakka, jafnvel þó ég verði að kaupa þá sjálfur. Pakkinn kom sem sagt frá ProBuild Aircraft og í honum þessi líka flotti gripur frá Hatori í Japan.
Mynd

Eins og ég er nú vel giftur (héldum upp á 20 ára um daginn) þá er stundum gott að losna við betri helminginn einstaka sinnum. Það stóð svo hrikalega vel á núna að hún er á vakt. Hehe... hún hringdi upp úr kvöldmat og spurði hvað ég væri að gera, hvort ég væri að taka til og hvort ég ætlaði að bera aðra umferð á pallinn. Ég sagði stoltur: "Nehei!", vitandi það að hún næði ekki til mín. "Í kvöld er ég að smíða flugvél". Ég heyrði stununa sem hún kæfði þó strax. Hún veit nefnilega hvað ég batna í skapinu og verð glaður og jákvæður af að smíða flugvélar.

Nú. Þessi eðaldós (hljóðkúturinn, ekki konan) er alger listasmíð. Maður sér að það er soðið saman úr þunnu áli og lauflétt. Suðan er ábyggilega gerð í einhvers konar þjarka því hún er óaðfinnanlega jöfn og falleg. Tilheyrandi pústgrein (e. header) er reyndar úr þyngra efni. Hún er kölluð "cooling header" sennilega vegna þess að útblásturinn á að kólna í henni, geri ég ráð fyrir?
Fyrst er flans með ótal götum skrúfaður inn í púst-opið og til þess fylgir plata með tveimur götum úr hverri maður á að búa til lykil til að herða flansinn oná koparpakkninguna..
Mynd

Púströrið er svo skrúfað á með þremur boltum og pakkningu
Mynd

Mikil spenna í loftinu þar til ég var búinn að máta gripinn með öndina í hálsinum yfir hvort hann mundi passa. Það gerir hann svo sannarlega.
Mynd Mynd

Botnplatan á skrokknum kom með beran viðinn. Bara eldveggurinn var eldsneytisvarinn svo ég lakkaði botnplötuna og sætið fyrir hjólastellið með 30 mínútna epoxy þynntu rækilega með rauðspritti. Það mun vera besta eldsneytisvörnin (e. Fuel proofing)

Þegar ég var búinn að prófa og stilla þetta af var bara að hefjast handa. Þegar ég var búinn að skrúfa flansinn á mótorinn með pakkningunni og herða rækilega með fíma plötulyklinum, þá stillti ég af rörið og skrúfaði á. Passaði að setja dropa af "normal" (bláu) gengjulími í rærnar svo þetta losni síður
Mynd Mynd

Þvínæst festi ég mótorinn endanlega með sjálfsplittandi róm á 4 mm bolta og skífur báðum megin.
Setti svo upp allar slöngur og það er svolítið flókið á þessum mótor eins og við höfum talað um. Mikilvægt er að kerfið er undir þrýstingi svo ég tryggi allar tengingar með dragböndum.
Mynd

Eins og þið kannski munið þá eru tvær rásir ein til og önnur frá mótornum. Frá-rásin dælir lofti inn í tankinn
Mynd
á henni er sía og einstreymisloki sem leyfir flæði að tankinum. Gríðarlega mikilvægt er að þessi loki snúi rétt. Hann er ógreinilega merktur. Það er rétt að maður geti greint merki sem fræst er í hann en erfitt að átta sig á hvernig það snýr svo best er bara að setja slöngu á hann og prófa að soga. Maður finnur strax í hvora áttina það er opið og hún á að snúa að tankinum. Þessi rás er sem sagt tengd á loftunarstút sem er efst í tankinum.
MyndMynd

Á til- rásinni (bláleit slanga) er líka höfð sía. sú rás fer gegnum áfyllingarventilinnog mikilvægt er að þetta snúi rétt því þegar áfyllingarstúturinn er settur í gatið lokast fyrir hliðastútinn svo aftari stúturinn verður að vera tank-megin. Það er tengt við klönkinn svo hægt er bæði að fylla á og tappa af í þessum ventli.
aftari ventillinn er svo tengdur hinni loftunarrásinni sem ég hafði sett í tankinn. þess vegna þarf að loka fyrir annan stútinn á loftunarventlinum, þeim aftari
Mynd

Þvínæst þarf að taka göt í káflínguna fyrir þessa stúta og nálarstillinguna
Það er gert með því að líma st´fan pappír á hlið skroksins fyrir aftan þar sem káflingin kemur og marka stútana í pappírinn. Nálararmurinn er staðsettur með línu sem teiknuð er á skrokkhliðina og fjarlægðin merkt
Mynd

Svo er káflíngin sett á og staðirnir fyrir götin merktir
Mynd

Ég byrja alltaf á að hafa götin of lítil,,, þetta smellpassar
Mynd

Svo stækka ég þau og fínpússa með Dremelinum og bý til merkimiða með Brother merkivél sem ég keypti einu sinni í græjukasti og er algert þarfaþing fyrir mann eins og mig sem er óskrifandi.
Mynd

Að lokum er spurningin um festingu á hljóðkútnum. Þeir eru sniðurgir fæturnir sem fylgja, gerðir úr tveimur stykkjum sem tengjast með mjúkri silikonslöngu og á að tryggja með dragböndum en þau set ég á seinna.

Ef leiðbeiningunni er fylgt þá lenda fæturnir akkúrat þar sem hjólastellin festast... Hmmmm... hvernig leysum við það?
Mynd
Þessir borðar sem flytja festipunktinn framar eru úr alveg stífu efni svo þeir taka ekki þátt í fjöðruninni en það er eins og Hr Hatori vilji að festing kútsins sé framar en eyrun eru á honum??
Mynd

Spurningin er hvort maður annars vegar snýr bara þessum plötum við svo festifóturinn komi aftan við kútinn eða festi fótinn beint á kút-eyrað en það er svolítið tæpt að fóturinn geti skrúfast þar á en það gengur.
Mynd

Hvað segja vanir menn um þetta??
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Agust »

Þetta líst mér feikilega vel á Björn. Ég hef alltaf verið hrifinn af góðum hljóðkútum, þeir geta gert kraftaverk. Þú ert reyndar með fjórgengismótor sem hljómar fallega, en svona fjölhólfa kútur á tvígengismótor (spíra og bensín) getur breytt flygildinu úr fljúgandi Trabant í fljúgandi flugvél. Ég hlakka til að heyra hvernig vélin hljómar :)
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Offi »

Þetta er alveg hrikalega flott. Er þetta svona "tuned pipe" eða hvað? Þetta er allavega eitthvað annað en kútlausa pústið á Mustang sem á örugglega eftir að æra alla. Mér finnst þetta alveg frábær þráður hjá þér, nánast fullkomin fjarkennsla í arfasmíði!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir einarak »

gætu þessar plötur ekki verið til að minka hitann sem fer í festinguna (sillahosuna) og koma í veg fyrir að hún bráðni?
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Offi]...nánast fullkomin fjarkennsla í arfasmíði![/quote]
Það held ég varla. Eitt af markmiðum mínum með þessu er að læra meira sjálfur. Ég ætla rétt að vona að menn komi með gagnrýnin innpútt líka og segi mér ef ég er að gera eitthvað vitlaust eða geti gert eitthvað betur.

[quote]=einarakgætu þessar plötur ekki verið til að minka hitann sem fer í festinguna (sillahosuna) og koma í veg fyrir að hún bráðni?[/quote]
Neehh. ég held ekki það se´tilgangurinn. Það er ekki svo mikill hiti eftir þarna aftast og svona sílíkon þolir venjulega talsverðan hita. Ég held frekar þetta hafi með titrings-ballans að gera, þeas að kúturinn geti sveiflast um púnkt nálægt þessum stað. Þess vegna er ég svolítið ragur við að flytja fæturna mikið lengra aftur á eða aftur fyrir kútinn.

Þarf að spekúlera svolkið í þessu en í kvöld ætla ég allavega í sænska miðsumar-veislu. Það er svona jippó úti í garði með síld, nýjum kartöflum, bjór og snafs. Það er bara svo fj-i góð spá fyrir morgundaginn að ég ætti kannski ekki að taka fullan þátt í þeirri orrustu??

Góða helgi allir.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
maggikri
Póstar: 5881
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir maggikri »

Sæll

Varstu búinn að sjá þessi video
http://www.youtube.com/watch?v=5o8AGeIfoII
http://www.youtube.com/watch?v=LgkVvQM7Kkc
http://www.youtube.com/watch?v=d262NtSa8fQ

Virðist vera nokkuð skemmtileg vél
kv
MK
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Já takk. Var ekki búinn að sjá þetta. Ég er að kunna betur og betur við hana,,,:D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
maggikri
Póstar: 5881
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Adrenaline 120

Póstur eftir maggikri »

[quote=Björn G Leifsson]Já takk. Var ekki búinn að sjá þetta. Ég er að kunna betur og betur við hana,,,:D[/quote]
Þetta er rosalega falleg pattern vél.
kv
MK
Svara